Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar 20. júlí 2025 08:00 Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins keppst við að mála upp mynd af Alþingi sem fórnarlambi minnihlutans. Því er haldið fram að mikilvæg „þjóðþrifamál“ hafi verið „fórnað á altari útgerðanna“ og annarra sérhagsmuna. Þessi málflutningur er í besta falli barnalegur og í versta falli óheiðarleg tilraun til að varpa ábyrgð eigin forgangsröðunar yfir á aðra. Staðreyndin er sú að það er alltaf ríkisstjórn hverju sinni sem ber ábyrgð á dagskrá þingsins. Þessi ríkisstjórn, sem kennir sig við frjálslyndi og framfarir, kaus að setja hefðbundnar vinstri-lausnir í forgang: skattahækkanir á almenning og atvinnulíf. Það er kaldhæðnislegt að einn af stjórnarflokkunum, sem gekk til kosninga undir slagorðinu „Fólkið fyrst, svo allt hitt“, skuli nú setja skattana í forgang á kostnað þeirra loforða sem gefin voru um að styrkja innviði og einfalda líf fólksins í landinu. Og hagræðingin sem gleymdist? Jú, ríkisstjórnin skipaði hóp sem skilaði ítarlegum tillögum. Hvað varð um þær? Þær söfnuðu ryki á meðan ríkisstjórnin einbeitti sér að umdeildum málum sem þjóna litlum tilgangi fyrir heildina. Á meðan er forgangsröðunin með ólíkindum. Ekkert gerist í að auka orkuframleiðslu til að tryggja samkeppnishæfni Íslands. Uppbygging húsnæðis, sem náði sögulegu hámarki í tíð síðustu ríkisstjórnar, er nú í frjálsu falli. Ríkisstjórnin lofaði hátíðlega að „berja niður“ vextina en gerir ekkert í húsnæðismálum, sem er þó eitt öflugasta vopnið gegn verðbólgu. Með þessu aðgerðaleysi er hún ekki aðeins að svíkja gefin loforð, heldur er hún að búa til gríðarlega „snjóhengju“ á húsnæðismarkaði. Þegar vextir loksins lækka mun þessi uppsafnaða þörf losna úr læðingi og húsnæðisverð rjúka upp með tilheyrandi verðbólguskoti. Þetta er ekki bara stefnuleysi, þetta er óábyrg efnahagsstjórn. Í óvissu heimi, þar sem efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægari en nokkru sinni fyrr, er það grundvallarskylda stjórnvalda að tryggja stöðuna hér heima. Samt virðist þessi ríkisstjórn hafa ótakmarkaðan tíma og fjármuni í erlend gæluverkefni. Milljörðum er varið í stríðsrekstur í Úkraínu og ráðherrar ganga á milli funda í Brussel til að þóknast Evrópusambandinu, allt án umboðs frá Alþingi. Heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB er svo nýjasta dæmið um þessa röngu forgangsröðun. Á sama tíma og ríkisstjórnin þaggaði niður í lýðræðislegri umræðu heima fyrir með „fallöxi“ stjórnarskrárinnar, virðist hún hafa verið að kaupa sér frið til að undirbúa aðildarviðræður við ESB í kyrrþey. Þessi ríkisstjórn virðist hafa glatað áttum, týnd í dægurmálum og alþjóðlegri sviðsetningu á meðan kjarnamálin eru látin reka á reiðanum. Það er kominn tími til að stjórnvöld axli ábyrgð, snúi sér að raunverulegum vandamálum fólksins í landinu og hætti að kenna öðrum um eigin afglöp. Ábyrgðin er og verður alltaf þeirra sem fara með valdið. Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun og gervigreind Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgmundur Örn Guðmundsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins keppst við að mála upp mynd af Alþingi sem fórnarlambi minnihlutans. Því er haldið fram að mikilvæg „þjóðþrifamál“ hafi verið „fórnað á altari útgerðanna“ og annarra sérhagsmuna. Þessi málflutningur er í besta falli barnalegur og í versta falli óheiðarleg tilraun til að varpa ábyrgð eigin forgangsröðunar yfir á aðra. Staðreyndin er sú að það er alltaf ríkisstjórn hverju sinni sem ber ábyrgð á dagskrá þingsins. Þessi ríkisstjórn, sem kennir sig við frjálslyndi og framfarir, kaus að setja hefðbundnar vinstri-lausnir í forgang: skattahækkanir á almenning og atvinnulíf. Það er kaldhæðnislegt að einn af stjórnarflokkunum, sem gekk til kosninga undir slagorðinu „Fólkið fyrst, svo allt hitt“, skuli nú setja skattana í forgang á kostnað þeirra loforða sem gefin voru um að styrkja innviði og einfalda líf fólksins í landinu. Og hagræðingin sem gleymdist? Jú, ríkisstjórnin skipaði hóp sem skilaði ítarlegum tillögum. Hvað varð um þær? Þær söfnuðu ryki á meðan ríkisstjórnin einbeitti sér að umdeildum málum sem þjóna litlum tilgangi fyrir heildina. Á meðan er forgangsröðunin með ólíkindum. Ekkert gerist í að auka orkuframleiðslu til að tryggja samkeppnishæfni Íslands. Uppbygging húsnæðis, sem náði sögulegu hámarki í tíð síðustu ríkisstjórnar, er nú í frjálsu falli. Ríkisstjórnin lofaði hátíðlega að „berja niður“ vextina en gerir ekkert í húsnæðismálum, sem er þó eitt öflugasta vopnið gegn verðbólgu. Með þessu aðgerðaleysi er hún ekki aðeins að svíkja gefin loforð, heldur er hún að búa til gríðarlega „snjóhengju“ á húsnæðismarkaði. Þegar vextir loksins lækka mun þessi uppsafnaða þörf losna úr læðingi og húsnæðisverð rjúka upp með tilheyrandi verðbólguskoti. Þetta er ekki bara stefnuleysi, þetta er óábyrg efnahagsstjórn. Í óvissu heimi, þar sem efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægari en nokkru sinni fyrr, er það grundvallarskylda stjórnvalda að tryggja stöðuna hér heima. Samt virðist þessi ríkisstjórn hafa ótakmarkaðan tíma og fjármuni í erlend gæluverkefni. Milljörðum er varið í stríðsrekstur í Úkraínu og ráðherrar ganga á milli funda í Brussel til að þóknast Evrópusambandinu, allt án umboðs frá Alþingi. Heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB er svo nýjasta dæmið um þessa röngu forgangsröðun. Á sama tíma og ríkisstjórnin þaggaði niður í lýðræðislegri umræðu heima fyrir með „fallöxi“ stjórnarskrárinnar, virðist hún hafa verið að kaupa sér frið til að undirbúa aðildarviðræður við ESB í kyrrþey. Þessi ríkisstjórn virðist hafa glatað áttum, týnd í dægurmálum og alþjóðlegri sviðsetningu á meðan kjarnamálin eru látin reka á reiðanum. Það er kominn tími til að stjórnvöld axli ábyrgð, snúi sér að raunverulegum vandamálum fólksins í landinu og hætti að kenna öðrum um eigin afglöp. Ábyrgðin er og verður alltaf þeirra sem fara með valdið. Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun og gervigreind
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar