Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2025 20:55 Þær spænsku fagna. EPA/MICHAEL BUHOLZER Spánn er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir 2-0 sigur á heimakonum í Sviss. Spánverjar brenndu af tveimur vítaspyrnum en það kom ekki að sök. Fyrir leik var búist við auðveldum sigri Spánar en annað átti eftir að koma á daginn. Heimsmeistararnir fengu kjörið tækifæri til að komast yfir í fyrri hálfleik þegar vítaspyrna var dæmt. Slök spyrna Mariona Caldentey hitti hins vegar ekki markið og staðan því markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Alls mættu 29.734 á leik kvöldsins.Kristian Skeie/Getty Images Þéttur varnarmúr heimakvenna lenti ekki í teljandi vandræðum framan af síðari hálfleik þó spænska liði hafi einokað boltann. Þegar klukkustund var liðin fór boltinn í stöng og slá eftir hornspyrnu. Inn vildi hins vegar boltinn ekki og staðan enn markalaus. Það voru komnar 65 mínútur á klukkuna þegar heimsmeistararnir brutu ísinn. Hin 24 ára gamla Athenea del Castillo skoraði þá eftir að hafa komið inn af bekknum nokkrum mínútum fyrr. Aitana Bonmatí á þó heiðurinn að markinu en mögnuð hælsending hennar bjó til færið þegar engin leið virtist í gegnum vörn Sviss. Besti leikmaður heim með knöttinn.EPA/ANTHONY ANEX Fimm mínútum síðar má svo segja að Clàudia Pina hafi gert út um leikinn með fallegu skoti fyrir utan teig í kjölfar þess að Spánn vann boltann við vítateig Sviss. Lia Wälti vildi fá aukaspyrnu í aðdragandanum en fékk ekki ósk sína uppfyllta. Staðan orðin 2-0 og brekkan virkilega brött fyrir heimakonur. Þær spænsku fagna aftur.Noemi Llamas//Getty Images Í blálok leiksins fékk Spánn aftur dæmda vítaspyrnu. Að þessu sinni tók Alexia Putellas spyrnuna en ekki gekk henni betur en Caldentey fyrr í leiknum. Spyrnan fór forgörðum og lokatölur 2-0. Í undanúrslitum fá Spánverjar svo fyrsta alvöru próf mótsins þegar þær mæta annað hvort Frakklandi eða Þýskalandi. Fótbolti EM 2025 í Sviss
Spánn er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir 2-0 sigur á heimakonum í Sviss. Spánverjar brenndu af tveimur vítaspyrnum en það kom ekki að sök. Fyrir leik var búist við auðveldum sigri Spánar en annað átti eftir að koma á daginn. Heimsmeistararnir fengu kjörið tækifæri til að komast yfir í fyrri hálfleik þegar vítaspyrna var dæmt. Slök spyrna Mariona Caldentey hitti hins vegar ekki markið og staðan því markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Alls mættu 29.734 á leik kvöldsins.Kristian Skeie/Getty Images Þéttur varnarmúr heimakvenna lenti ekki í teljandi vandræðum framan af síðari hálfleik þó spænska liði hafi einokað boltann. Þegar klukkustund var liðin fór boltinn í stöng og slá eftir hornspyrnu. Inn vildi hins vegar boltinn ekki og staðan enn markalaus. Það voru komnar 65 mínútur á klukkuna þegar heimsmeistararnir brutu ísinn. Hin 24 ára gamla Athenea del Castillo skoraði þá eftir að hafa komið inn af bekknum nokkrum mínútum fyrr. Aitana Bonmatí á þó heiðurinn að markinu en mögnuð hælsending hennar bjó til færið þegar engin leið virtist í gegnum vörn Sviss. Besti leikmaður heim með knöttinn.EPA/ANTHONY ANEX Fimm mínútum síðar má svo segja að Clàudia Pina hafi gert út um leikinn með fallegu skoti fyrir utan teig í kjölfar þess að Spánn vann boltann við vítateig Sviss. Lia Wälti vildi fá aukaspyrnu í aðdragandanum en fékk ekki ósk sína uppfyllta. Staðan orðin 2-0 og brekkan virkilega brött fyrir heimakonur. Þær spænsku fagna aftur.Noemi Llamas//Getty Images Í blálok leiksins fékk Spánn aftur dæmda vítaspyrnu. Að þessu sinni tók Alexia Putellas spyrnuna en ekki gekk henni betur en Caldentey fyrr í leiknum. Spyrnan fór forgörðum og lokatölur 2-0. Í undanúrslitum fá Spánverjar svo fyrsta alvöru próf mótsins þegar þær mæta annað hvort Frakklandi eða Þýskalandi.