„Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 08:22 Guðrún Arnardóttir lék 150 leiki fyrir Rosengård og skoraði í þeim þrettán mörk sem er mjög gott fyrir miðvörð sem tekur ekki víti. Getty/Jonathan Nackstrand Guðrún Arnardóttir er að yfirgefa sænsku meistarana í Rosengård en fyrirliði sænska liðsins vill finna sér nýja áskorun áður en hún heldur upp á þrítugsafmælið. Guðrún hefur talað um það að komast í sterkari deild og hrista aðeins upp í hlutunum sem hún er einmitt að gera núna. Guðrún ræddi tíma sinn hjá Rosengård í kveðjuviðtali á heimasíðu félagsins. Hún er búin að spila 150 leiki fyrir félagið á fjórum tímabilum. Á heimasíðunni er Guðrúnu hrósað fyrir að vera lykilleikmaður í vörn liðsins og öflugur leiðtogi bæði innan sem utan vallar. Lærði svo mikið „Þessi klúbbur skiptir mig svo miklu máli. Þetta hafa verið frábær ár hjá FCR og strax frá byrjun leið mér eins og heima hjá mér. Ég lærði svo mikið á þessum árum og þroskaðist sem bæði leikmaður og manneskja. Ég hitti ótrúlegt fólk og þau urðu góðir vinir mínir,“ sagði Guðrún í viðtali á heimasíðu Rosengård. Hún segir ein besta minningin sé þegar hún vann fyrsta meistaratitil sinn með félaginu árið 2021. Hún nefnir líka síðasta sumar sem var frábært tímabil hjá bæði henni og öllu Rosengård liðinu sem vann sænska titilinn afar sannfærandi. Guðrún varð þá sænskur meistari með félaginu í þriðja sinn. Mikill heiður að bera bandið „Að fá að bera fyrirliðabandið var mikill heiður fyrir mig en það má kannski segja að það sé táknmynd þess hvernig málin hafa þróast hjá mér á þessum árum hér. Allir hafa stutt svo vel við bakið á mér og hjálpað mér að vera leikmaðurinn og leiðtoginn sem ég er í dag,“ sagði Guðrún. „Ég hef verið í Svíþjóð í sex ár og þekki orðið nokkuð vel inn á deildina og liðin hér. Á sama tíma er ég ekkert að verða neitt yngri. Mér fannst þetta vera því rétti tíminn fyrir nýja áskorun,“ sagði Guðrún. Góður tími fyrir þetta skref „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið. Ég tel að þetta sér góður tími á mínum ferli til að taka það skref,“ sagði Guðrún en hún er 29 ára gömul. „Ég hlakka mikið til að stíga út í óvissuna og tel að ég geti þróað minn leik enn frekar með því að spila í allt annars konar fótboltamenningu. Líka sem manneskja að fá að upplifa allt annað umhverfi. Vonandi læri ég nýtt tungumál í leiðinni,“ sagði Guðrún. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard) Sænski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Guðrún hefur talað um það að komast í sterkari deild og hrista aðeins upp í hlutunum sem hún er einmitt að gera núna. Guðrún ræddi tíma sinn hjá Rosengård í kveðjuviðtali á heimasíðu félagsins. Hún er búin að spila 150 leiki fyrir félagið á fjórum tímabilum. Á heimasíðunni er Guðrúnu hrósað fyrir að vera lykilleikmaður í vörn liðsins og öflugur leiðtogi bæði innan sem utan vallar. Lærði svo mikið „Þessi klúbbur skiptir mig svo miklu máli. Þetta hafa verið frábær ár hjá FCR og strax frá byrjun leið mér eins og heima hjá mér. Ég lærði svo mikið á þessum árum og þroskaðist sem bæði leikmaður og manneskja. Ég hitti ótrúlegt fólk og þau urðu góðir vinir mínir,“ sagði Guðrún í viðtali á heimasíðu Rosengård. Hún segir ein besta minningin sé þegar hún vann fyrsta meistaratitil sinn með félaginu árið 2021. Hún nefnir líka síðasta sumar sem var frábært tímabil hjá bæði henni og öllu Rosengård liðinu sem vann sænska titilinn afar sannfærandi. Guðrún varð þá sænskur meistari með félaginu í þriðja sinn. Mikill heiður að bera bandið „Að fá að bera fyrirliðabandið var mikill heiður fyrir mig en það má kannski segja að það sé táknmynd þess hvernig málin hafa þróast hjá mér á þessum árum hér. Allir hafa stutt svo vel við bakið á mér og hjálpað mér að vera leikmaðurinn og leiðtoginn sem ég er í dag,“ sagði Guðrún. „Ég hef verið í Svíþjóð í sex ár og þekki orðið nokkuð vel inn á deildina og liðin hér. Á sama tíma er ég ekkert að verða neitt yngri. Mér fannst þetta vera því rétti tíminn fyrir nýja áskorun,“ sagði Guðrún. Góður tími fyrir þetta skref „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið. Ég tel að þetta sér góður tími á mínum ferli til að taka það skref,“ sagði Guðrún en hún er 29 ára gömul. „Ég hlakka mikið til að stíga út í óvissuna og tel að ég geti þróað minn leik enn frekar með því að spila í allt annars konar fótboltamenningu. Líka sem manneskja að fá að upplifa allt annað umhverfi. Vonandi læri ég nýtt tungumál í leiðinni,“ sagði Guðrún. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard)
Sænski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira