„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 08:01 Liðsfélagar Smillu Holmberg reyna að hughreysta hana í leikslok en hún var auðvitað algjörlega niðurbrotin. Getty/Sathire Kelpa Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. Smilla Holmberg klúðraði síðasta vítinu í vítakeppninni sem réði úrslitum en alls klikkuðu leikmenn á níu af fjórtán vítum. Hún var því langt frá því að vera sú eina sem klikkaði heldur bara sú sem tók síðustu vítaspyrnuna. Knattspyrnusérfræðingar sænska ríkisútvarpsins voru gagnrýnir á það að svo ungur leikmaður hafi verið látinn taka vítaspyrnu í útsláttarkeppni EM. Pressan á henni var vissulega mjög mikil.„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu,“ sagði Lotta Schelin, fyrrum stórstjarna sænska landsliðsins, við SVT. „Ég þjáist með Smillu. Hún má ekki setja sökina á sig. Hún er bara átján ára og hefur átt frábært Evrópumót. Mér finnst það skrýtið að hún sé sú sem tekur þessa vítaspyrnu,“ sagði Elena Sadiku, við SVT. „Fyrsta hugsun mín var þegar ég sá hana stíga fram að þú átt ekki að setja svona pressu á átján ára gamla stelpu. Ef hún endar í svona aðstæðum þá mun það brjóta hana niður. Þetta er ótrúlega sárt og ósanngjarnt,“ sagði Schelin. Smilla Holmberg er fædd árið 2007 og hún var átján ára og 279 daga gömul í gær. Hún var sjöundi leikmaður sænska liðsins til að taka víti og markvörðurinn Jennifer Falk var ein af þeim sem hafði þarna tekið víti. Þær sem áttu eftir að taka víti áður en Holmberg fór á punktinn voru þær Rebecka Blomqvist (27 ára) Madelen Janogy (29 ára), Amanda Nildén (26 ára) og Lina Hurtig (29 ára). Þær eru allir miklu eldri og reynslumeiri en Holmberg. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) EM 2025 í Sviss Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Smilla Holmberg klúðraði síðasta vítinu í vítakeppninni sem réði úrslitum en alls klikkuðu leikmenn á níu af fjórtán vítum. Hún var því langt frá því að vera sú eina sem klikkaði heldur bara sú sem tók síðustu vítaspyrnuna. Knattspyrnusérfræðingar sænska ríkisútvarpsins voru gagnrýnir á það að svo ungur leikmaður hafi verið látinn taka vítaspyrnu í útsláttarkeppni EM. Pressan á henni var vissulega mjög mikil.„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu,“ sagði Lotta Schelin, fyrrum stórstjarna sænska landsliðsins, við SVT. „Ég þjáist með Smillu. Hún má ekki setja sökina á sig. Hún er bara átján ára og hefur átt frábært Evrópumót. Mér finnst það skrýtið að hún sé sú sem tekur þessa vítaspyrnu,“ sagði Elena Sadiku, við SVT. „Fyrsta hugsun mín var þegar ég sá hana stíga fram að þú átt ekki að setja svona pressu á átján ára gamla stelpu. Ef hún endar í svona aðstæðum þá mun það brjóta hana niður. Þetta er ótrúlega sárt og ósanngjarnt,“ sagði Schelin. Smilla Holmberg er fædd árið 2007 og hún var átján ára og 279 daga gömul í gær. Hún var sjöundi leikmaður sænska liðsins til að taka víti og markvörðurinn Jennifer Falk var ein af þeim sem hafði þarna tekið víti. Þær sem áttu eftir að taka víti áður en Holmberg fór á punktinn voru þær Rebecka Blomqvist (27 ára) Madelen Janogy (29 ára), Amanda Nildén (26 ára) og Lina Hurtig (29 ára). Þær eru allir miklu eldri og reynslumeiri en Holmberg. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira