Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 18. júlí 2025 13:39 Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum. Stjr Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tilkynnti í gær um ákvörðun um að opna fyrir umferð almennings um Grindavík. Í fyrrakvöld hafði hún aðeins veitt heimamönnum aðgang að bænum og voru atvinnurekendur í bænum og ferðaþjónar ósáttir, ekki síst vegna þess að Bláa lónið hafi fengið að opna. Það bætti svo gráu ofan á svart að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem var á Íslandi í opinberri heimsókn, hafi fengið að aka inn í bæinn í gær. Til rökstuðnings fyrri ákvörðuninni um að hleypa aðeins heimamönnum inn í bæinn vísaði Margrét til draga að áhættumati eftir framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur. „Þá var óvissan talin svo mikil að þetta væri matið,“ segir Margrét í samtali við blaðamann. Nú hafi áhættumatið verið fullunnið en þar er niðurstaðan önnur. „Þá er matið þannig að við gátum treyst okkur til að fá þá ákvörðun inn í bæinn.“ Í matinu er „meðaláhætta“ metin fyrir Grindavík og Svartsengi en ástandið við gossvæðið og sprengjusvæðið við Sundhnúk „óásættanlegt“. Í því mati er meðal annars vísað til mats Veðurstofunnar sem telur „nokkra hættu“ vera á Grindavíkursvæðinu þar sem séu „litlar eða mjög litlar líkur á jarðskjálfta, sprunguhreyfingum, gosopnun, hraunflæði, gjósku og gasmengun og miklar eða mjög miklar líkur á jarðfalli ofan í sprungu“. Hún segir að hættumat taki „heildstætt utan um tiltekinn atburð og metur þar inn í líka mótvægisaðgerðir sem hefur verið farið í,“ segir hún og sem dæmi um „mótvægisaðgerðir“ nefnir hún meðal annars byggingu varnargarða. „Það er líka þannig að þrýstingur eða afstaða manna til slíkra ákvarðana hefur ekki áhrif á svona ákvarðanatöku,“ bætir hún við. Það er að segja að lögreglan hafi ekki látið undan þrýstingi heimamanna, sem mótmæltu takmarkaða aðgenginu harðlega í gær. „Við erum meðvituð líka að vinna eins vel og við getum,“ segir hún. „Það tekur tíma að safna saman upplýsingum. Stundum er það þannig á vissum tímum að það liggja bara vissar upplýsingar fyrir.“ Eldgos og jarðhræringar Lögreglan Grindavík Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tilkynnti í gær um ákvörðun um að opna fyrir umferð almennings um Grindavík. Í fyrrakvöld hafði hún aðeins veitt heimamönnum aðgang að bænum og voru atvinnurekendur í bænum og ferðaþjónar ósáttir, ekki síst vegna þess að Bláa lónið hafi fengið að opna. Það bætti svo gráu ofan á svart að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem var á Íslandi í opinberri heimsókn, hafi fengið að aka inn í bæinn í gær. Til rökstuðnings fyrri ákvörðuninni um að hleypa aðeins heimamönnum inn í bæinn vísaði Margrét til draga að áhættumati eftir framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur. „Þá var óvissan talin svo mikil að þetta væri matið,“ segir Margrét í samtali við blaðamann. Nú hafi áhættumatið verið fullunnið en þar er niðurstaðan önnur. „Þá er matið þannig að við gátum treyst okkur til að fá þá ákvörðun inn í bæinn.“ Í matinu er „meðaláhætta“ metin fyrir Grindavík og Svartsengi en ástandið við gossvæðið og sprengjusvæðið við Sundhnúk „óásættanlegt“. Í því mati er meðal annars vísað til mats Veðurstofunnar sem telur „nokkra hættu“ vera á Grindavíkursvæðinu þar sem séu „litlar eða mjög litlar líkur á jarðskjálfta, sprunguhreyfingum, gosopnun, hraunflæði, gjósku og gasmengun og miklar eða mjög miklar líkur á jarðfalli ofan í sprungu“. Hún segir að hættumat taki „heildstætt utan um tiltekinn atburð og metur þar inn í líka mótvægisaðgerðir sem hefur verið farið í,“ segir hún og sem dæmi um „mótvægisaðgerðir“ nefnir hún meðal annars byggingu varnargarða. „Það er líka þannig að þrýstingur eða afstaða manna til slíkra ákvarðana hefur ekki áhrif á svona ákvarðanatöku,“ bætir hún við. Það er að segja að lögreglan hafi ekki látið undan þrýstingi heimamanna, sem mótmæltu takmarkaða aðgenginu harðlega í gær. „Við erum meðvituð líka að vinna eins vel og við getum,“ segir hún. „Það tekur tíma að safna saman upplýsingum. Stundum er það þannig á vissum tímum að það liggja bara vissar upplýsingar fyrir.“
Eldgos og jarðhræringar Lögreglan Grindavík Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira