Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 18:47 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði Ísland sterkan og áreiðanlegan bandamann. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. Ursula sagði þetta myndu bæta þriðja laginu við áður tvílaga öryggisstefnu Íslands, nefnilega varnarsamning okkar við Bandaríkin og aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Viðræður hæfust á næstunni og stefnt væri að því að þeim lyki á næstu vikum eða mánuðum. „Þetta samstarf mun gera Ísland þátt í öryggis- og varnarneti Evrópu. Þar eru þegar átta bandalagslönd, þeirra á meðal Noregur, Bretland og Kanada. Með þessu samkomulagi fengjuð þið aðgang að SAFE-verkefninu okkar sem leggur um 150 milljarða evra á ári í fjárfestingar í öryggis- og varnarmálum,“ sagði Ursula. Heildstæð endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og ESB Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir viðræðurnar endurspegla það traust sem ríkir milli Íslands og Evrópu. Í dag lauk einnig samningum um aðild Íslands að verkefni Evrópusambandsins sem miðar að því að tryggja aðgengi að veraldarvefnum í tilfelli árása á sæstrengi eða aðra vefinnviði. Kristrún segir ljóst að samskipti Íslands við umheiminn séu mjög háð viðkvæmum innviðum og því sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að gervitunglakerfi Evrópusambandsins. Kristrún tilkynnti einnig að farið yrði í heildstæða endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og Evrópusambandsins. Hún segir þetta fyrsta sinn sem endurskoðun af þessari stærðargráðu fer fram síðan Ísland varð hluti af evrópska efnahagssvæðinu. Að lokum þakkaði Kristrún Ursulu fyrir heimsókn sína. „Þetta eru tímar sem kalla á yfirvegaða og ákveðna forystu. Ég held að þú hafir sýnt heiminum hvað þú ert ótrúlega hæfur leiðtogi og það er mikill heiður að fá þig hingað í dag og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ sagði Kristrún. Lofsöng seiglu Íslendinga Ursula von der Leyen fékk þá orðið og fyrst hafði hún orð á því hvað hálendi Íslands er mikilfenglegt. Hún fór í þyrluferð í Þórsmörk í stilltu veðrinu og sjónarspilið þar svíkur engan. Hún hafði jafnframt orð á seiglu landans. „Þið spilið lykilhlutverk í heimskauta- og Norður-Atlantshafsviðbragði Atlantshafsbandalagsins. Þið eruð sterkur og áreiðanlegur bandamaður og það sá ég með eigin augum í flugherstöðinni í Keflavík,“ sagði Ursula. Ursula sagði Íslendinga geta kennt Evrópumönnum ýmislegt um Norður-Atlantshafið og heimskautið og að mikilvægt væri að rödd Íslendinga heyrðist þegar málefni norðurslóða eru rædd. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ursula sagði þetta myndu bæta þriðja laginu við áður tvílaga öryggisstefnu Íslands, nefnilega varnarsamning okkar við Bandaríkin og aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Viðræður hæfust á næstunni og stefnt væri að því að þeim lyki á næstu vikum eða mánuðum. „Þetta samstarf mun gera Ísland þátt í öryggis- og varnarneti Evrópu. Þar eru þegar átta bandalagslönd, þeirra á meðal Noregur, Bretland og Kanada. Með þessu samkomulagi fengjuð þið aðgang að SAFE-verkefninu okkar sem leggur um 150 milljarða evra á ári í fjárfestingar í öryggis- og varnarmálum,“ sagði Ursula. Heildstæð endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og ESB Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir viðræðurnar endurspegla það traust sem ríkir milli Íslands og Evrópu. Í dag lauk einnig samningum um aðild Íslands að verkefni Evrópusambandsins sem miðar að því að tryggja aðgengi að veraldarvefnum í tilfelli árása á sæstrengi eða aðra vefinnviði. Kristrún segir ljóst að samskipti Íslands við umheiminn séu mjög háð viðkvæmum innviðum og því sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að gervitunglakerfi Evrópusambandsins. Kristrún tilkynnti einnig að farið yrði í heildstæða endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og Evrópusambandsins. Hún segir þetta fyrsta sinn sem endurskoðun af þessari stærðargráðu fer fram síðan Ísland varð hluti af evrópska efnahagssvæðinu. Að lokum þakkaði Kristrún Ursulu fyrir heimsókn sína. „Þetta eru tímar sem kalla á yfirvegaða og ákveðna forystu. Ég held að þú hafir sýnt heiminum hvað þú ert ótrúlega hæfur leiðtogi og það er mikill heiður að fá þig hingað í dag og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ sagði Kristrún. Lofsöng seiglu Íslendinga Ursula von der Leyen fékk þá orðið og fyrst hafði hún orð á því hvað hálendi Íslands er mikilfenglegt. Hún fór í þyrluferð í Þórsmörk í stilltu veðrinu og sjónarspilið þar svíkur engan. Hún hafði jafnframt orð á seiglu landans. „Þið spilið lykilhlutverk í heimskauta- og Norður-Atlantshafsviðbragði Atlantshafsbandalagsins. Þið eruð sterkur og áreiðanlegur bandamaður og það sá ég með eigin augum í flugherstöðinni í Keflavík,“ sagði Ursula. Ursula sagði Íslendinga geta kennt Evrópumönnum ýmislegt um Norður-Atlantshafið og heimskautið og að mikilvægt væri að rödd Íslendinga heyrðist þegar málefni norðurslóða eru rædd.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira