Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 18:47 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði Ísland sterkan og áreiðanlegan bandamann. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. Ursula sagði þetta myndu bæta þriðja laginu við áður tvílaga öryggisstefnu Íslands, nefnilega varnarsamning okkar við Bandaríkin og aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Viðræður hæfust á næstunni og stefnt væri að því að þeim lyki á næstu vikum eða mánuðum. „Þetta samstarf mun gera Ísland þátt í öryggis- og varnarneti Evrópu. Þar eru þegar átta bandalagslönd, þeirra á meðal Noregur, Bretland og Kanada. Með þessu samkomulagi fengjuð þið aðgang að SAFE-verkefninu okkar sem leggur um 150 milljarða evra á ári í fjárfestingar í öryggis- og varnarmálum,“ sagði Ursula. Heildstæð endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og ESB Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir viðræðurnar endurspegla það traust sem ríkir milli Íslands og Evrópu. Í dag lauk einnig samningum um aðild Íslands að verkefni Evrópusambandsins sem miðar að því að tryggja aðgengi að veraldarvefnum í tilfelli árása á sæstrengi eða aðra vefinnviði. Kristrún segir ljóst að samskipti Íslands við umheiminn séu mjög háð viðkvæmum innviðum og því sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að gervitunglakerfi Evrópusambandsins. Kristrún tilkynnti einnig að farið yrði í heildstæða endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og Evrópusambandsins. Hún segir þetta fyrsta sinn sem endurskoðun af þessari stærðargráðu fer fram síðan Ísland varð hluti af evrópska efnahagssvæðinu. Að lokum þakkaði Kristrún Ursulu fyrir heimsókn sína. „Þetta eru tímar sem kalla á yfirvegaða og ákveðna forystu. Ég held að þú hafir sýnt heiminum hvað þú ert ótrúlega hæfur leiðtogi og það er mikill heiður að fá þig hingað í dag og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ sagði Kristrún. Lofsöng seiglu Íslendinga Ursula von der Leyen fékk þá orðið og fyrst hafði hún orð á því hvað hálendi Íslands er mikilfenglegt. Hún fór í þyrluferð í Þórsmörk í stilltu veðrinu og sjónarspilið þar svíkur engan. Hún hafði jafnframt orð á seiglu landans. „Þið spilið lykilhlutverk í heimskauta- og Norður-Atlantshafsviðbragði Atlantshafsbandalagsins. Þið eruð sterkur og áreiðanlegur bandamaður og það sá ég með eigin augum í flugherstöðinni í Keflavík,“ sagði Ursula. Ursula sagði Íslendinga geta kennt Evrópumönnum ýmislegt um Norður-Atlantshafið og heimskautið og að mikilvægt væri að rödd Íslendinga heyrðist þegar málefni norðurslóða eru rædd. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Ursula sagði þetta myndu bæta þriðja laginu við áður tvílaga öryggisstefnu Íslands, nefnilega varnarsamning okkar við Bandaríkin og aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Viðræður hæfust á næstunni og stefnt væri að því að þeim lyki á næstu vikum eða mánuðum. „Þetta samstarf mun gera Ísland þátt í öryggis- og varnarneti Evrópu. Þar eru þegar átta bandalagslönd, þeirra á meðal Noregur, Bretland og Kanada. Með þessu samkomulagi fengjuð þið aðgang að SAFE-verkefninu okkar sem leggur um 150 milljarða evra á ári í fjárfestingar í öryggis- og varnarmálum,“ sagði Ursula. Heildstæð endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og ESB Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir viðræðurnar endurspegla það traust sem ríkir milli Íslands og Evrópu. Í dag lauk einnig samningum um aðild Íslands að verkefni Evrópusambandsins sem miðar að því að tryggja aðgengi að veraldarvefnum í tilfelli árása á sæstrengi eða aðra vefinnviði. Kristrún segir ljóst að samskipti Íslands við umheiminn séu mjög háð viðkvæmum innviðum og því sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að gervitunglakerfi Evrópusambandsins. Kristrún tilkynnti einnig að farið yrði í heildstæða endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og Evrópusambandsins. Hún segir þetta fyrsta sinn sem endurskoðun af þessari stærðargráðu fer fram síðan Ísland varð hluti af evrópska efnahagssvæðinu. Að lokum þakkaði Kristrún Ursulu fyrir heimsókn sína. „Þetta eru tímar sem kalla á yfirvegaða og ákveðna forystu. Ég held að þú hafir sýnt heiminum hvað þú ert ótrúlega hæfur leiðtogi og það er mikill heiður að fá þig hingað í dag og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ sagði Kristrún. Lofsöng seiglu Íslendinga Ursula von der Leyen fékk þá orðið og fyrst hafði hún orð á því hvað hálendi Íslands er mikilfenglegt. Hún fór í þyrluferð í Þórsmörk í stilltu veðrinu og sjónarspilið þar svíkur engan. Hún hafði jafnframt orð á seiglu landans. „Þið spilið lykilhlutverk í heimskauta- og Norður-Atlantshafsviðbragði Atlantshafsbandalagsins. Þið eruð sterkur og áreiðanlegur bandamaður og það sá ég með eigin augum í flugherstöðinni í Keflavík,“ sagði Ursula. Ursula sagði Íslendinga geta kennt Evrópumönnum ýmislegt um Norður-Atlantshafið og heimskautið og að mikilvægt væri að rödd Íslendinga heyrðist þegar málefni norðurslóða eru rædd.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu