Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 15:52 Starri var í annarri af tveimur flugvélum United Airlines sem snúið var við vegna eldgossins. Fjölskyldan hans var í hinni. Björn Steinbekk/Aðsend Starri Valdimarsson var meðal farþega í annarri flugvél United Airlines sem snúið var við vegna eldgossins á Reykjanesskaga. Ferðalagið til Íslands tók hann rúman einn og hálfan sólarhring. Ferðalag Starra, sem staddur var í Los Angeles-borg í Kaliforníu í Bandaríkjunum, hófst tíu að morgni til á þriðjudag er hann lagði af stað þaðan með flugi til Newark í New-York. Þaðan átti hann flug með vél United Airlines til Íslands. „Við vorum búin að vera í um tvo og hálfan til þrjá tíma í loftinu og síðan kom tilkynning,“ segir Starri. Eldgos var hafið á Reykjanesskaganum og þurfti að snúa vélinni við, sem var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þetta hljómaði smá eins og það vantaði upplýsingar, þeir sögðu bara já það er eldgos og þeir útskýrðu þetta svona eins og þetta væri öskugos,“ segir hann. „Þeir sögðu að það væri reykur yfir flugvellinum. Síðan voru þeir að biðjast afsökunar alla leiðina til baka: „Fyrirgefðu þetta er eina leiðin í stöðunni, við þorum ekki að lenda.“ Að hans sögn brást enginn illa við en fólk hafi þó ekki verið spennt fyrir því að snúa aftur. Einhverjir hafi átt tengiflug frá Íslandi. Hress þrátt fyrir um fjörutíu klukkustunda ferðalag Er Starri var aftur kominn til Newark skoðaði hann hvaða flug hefðu lent á Keflavíkurflugvelli. „Mér sýndist einhverjar vélar vera að lenda þannig ég hugsaði að það væri smá skrýtið,“ sagði hann. Flug Starra var eitt af tveimur flugferðum sem snúið var við vegna eldgossins en báðar vélarnar voru á vegum United Airlines. Í hinni vélinni, sem var á leið frá Chicago, var fjölskylda Starra. Fyrsta flugið sem að hann hefði getað fengið til landsins var föstudaginn næsta. Til allra lukku býr faðir Starra í næsta fylki, New Jersey, svo hann þurfti ekki að dvelja á hóteli. Hann mætti svo að lokum til landsins eldsnemma í morgun og hafði ferðalagið því tekið um einn og hálfan sólarhring. Hann var samt sem áður léttur í skapi er fréttastofa náði tali af honum. „Svona gerist bara. Fyndið að ég kom til hans að gista að hann lét mig síðan vita að einu tvö flugin sem var hætt við voru flugin frá United,“ segir Starri. „Ég held að fólk sem sé að fljúga með United sé ekkert vant því að vera fljúga yfir eldgos.“ Restin af fjölskyldunni, sem snúa þurfti aftur til Chicago, fékk að verja deginum þar og flaug svo aftur með Icelandair til Íslands. Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Ferðalag Starra, sem staddur var í Los Angeles-borg í Kaliforníu í Bandaríkjunum, hófst tíu að morgni til á þriðjudag er hann lagði af stað þaðan með flugi til Newark í New-York. Þaðan átti hann flug með vél United Airlines til Íslands. „Við vorum búin að vera í um tvo og hálfan til þrjá tíma í loftinu og síðan kom tilkynning,“ segir Starri. Eldgos var hafið á Reykjanesskaganum og þurfti að snúa vélinni við, sem var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þetta hljómaði smá eins og það vantaði upplýsingar, þeir sögðu bara já það er eldgos og þeir útskýrðu þetta svona eins og þetta væri öskugos,“ segir hann. „Þeir sögðu að það væri reykur yfir flugvellinum. Síðan voru þeir að biðjast afsökunar alla leiðina til baka: „Fyrirgefðu þetta er eina leiðin í stöðunni, við þorum ekki að lenda.“ Að hans sögn brást enginn illa við en fólk hafi þó ekki verið spennt fyrir því að snúa aftur. Einhverjir hafi átt tengiflug frá Íslandi. Hress þrátt fyrir um fjörutíu klukkustunda ferðalag Er Starri var aftur kominn til Newark skoðaði hann hvaða flug hefðu lent á Keflavíkurflugvelli. „Mér sýndist einhverjar vélar vera að lenda þannig ég hugsaði að það væri smá skrýtið,“ sagði hann. Flug Starra var eitt af tveimur flugferðum sem snúið var við vegna eldgossins en báðar vélarnar voru á vegum United Airlines. Í hinni vélinni, sem var á leið frá Chicago, var fjölskylda Starra. Fyrsta flugið sem að hann hefði getað fengið til landsins var föstudaginn næsta. Til allra lukku býr faðir Starra í næsta fylki, New Jersey, svo hann þurfti ekki að dvelja á hóteli. Hann mætti svo að lokum til landsins eldsnemma í morgun og hafði ferðalagið því tekið um einn og hálfan sólarhring. Hann var samt sem áður léttur í skapi er fréttastofa náði tali af honum. „Svona gerist bara. Fyndið að ég kom til hans að gista að hann lét mig síðan vita að einu tvö flugin sem var hætt við voru flugin frá United,“ segir Starri. „Ég held að fólk sem sé að fljúga með United sé ekkert vant því að vera fljúga yfir eldgos.“ Restin af fjölskyldunni, sem snúa þurfti aftur til Chicago, fékk að verja deginum þar og flaug svo aftur með Icelandair til Íslands.
Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira