Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2025 11:00 Hér má sjá hvar göngustígurinn mun liggja framhjá íbúðunum. Aðsend/Ingi Þór Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að göngustígur sem nú er unnið að við Árskóga hafi verið á skipulagi alveg frá upphafi. Íbúar eru óánægðir með stíginn, sem liggur þétt við húsið. Framkvæmdin kemur á hæla byggingu vöruhússins við Álfabakka 2, sem stendur enn óbreytt þrátt fyrir mikil mótmæli. Ámundi var spurður að því í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvernig málið blasti við borgaryfirvöldum. „Nú þetta blasir þannig við okkur að við erum þarna í framkvæmdum við gerð göngustígs sem er hluti af stígakerfinu í Breiðholtinu og umlýkur í rauninni íþróttasvæði ÍR. Og reyndar er þetta ekki bara göngustígur heldur er þetta líka aðkoma neyðarbíla slökkviliðsins. Ef þannig aðstæður koma upp er nauðsynlegt að slökkviliðið hafi aðgang að þessari hlið lóðarinnar og hússins sem þarna stendur, með körfubíl til að bjarga fólki ef svo ber undir.“ Skipulag á svæðinu megi rekja til ársins 2009 en árið 2015 hafi verið gerðar breytingar að ósk lóðarhafa, Félags eldri borgara, þannig að byggingareiturinn innan lóðar var stækkaður og færður út að lóðamörkunum, þar sem gert var ráð fyrir göngustíg. „Lóðarhöfum mátti vera það fullkomlega ljóst að þarna væri göngustígur,“ segir Ámundi. Spurður að því hvort kaupendum hafi verið gert það ljóst segist hann ekki vita hvernig upplýsingagjöf var háttað við þau viðskipti. Búin að koma til móts við athugasemdir Ámundi segir göngustíga meðfram íbúðum ekki óalgenga í borginni. Komið hafi verið til móts við athugasemdir íbúa með því að mjókka göngustíginn um hálfan metra og færa hann fjær lóðarmörkunum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Stígurinn sé nú 1,25 metra frá lóðamörkunum. Múrveggur sem verður reistur fyrir framan tvær íbúðir sé ekki á skipulagi, „en hann er til kominn vegna þess að frágangurinn á lóðinni í suðausturhorninu er þannig að hann er ekki í samræmi við útgefið hæðarblað sem borgin gefur út og segir til um það hvernig lóðarhafi eigi að ganga frá lóðinni“. Ámundi segir skiljanlegt að framkvæmdirnar komi við íbúa en að öllum ætti að hafa verið ljóst að þarna kæmi göngustígur. Búið sé að færa hann eins og hægt er, án þess að ganga á æfingasvæði ÍR. „Við erum búin að gera allt sem við getum,“ segir hann og ítrekar að þarna sé ekki aðeins um göngustíg að ræða heldur einnig aðkomu neyðarbíla. Ámundi segist skilja að íbúum sé brugðið en að þetta ætti ekki að koma þeim að óvörum. „Við teljum að við séum að gera þetta allt eftir bókinni; þetta hafi legið fyrir, fólki hafi mátt vera þetta ljóst,“ segir Ámundi, enda hafi fyrstu fundir um málið verið haldnir árið 2022. Skipulag Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Bítið Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Íbúar eru óánægðir með stíginn, sem liggur þétt við húsið. Framkvæmdin kemur á hæla byggingu vöruhússins við Álfabakka 2, sem stendur enn óbreytt þrátt fyrir mikil mótmæli. Ámundi var spurður að því í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvernig málið blasti við borgaryfirvöldum. „Nú þetta blasir þannig við okkur að við erum þarna í framkvæmdum við gerð göngustígs sem er hluti af stígakerfinu í Breiðholtinu og umlýkur í rauninni íþróttasvæði ÍR. Og reyndar er þetta ekki bara göngustígur heldur er þetta líka aðkoma neyðarbíla slökkviliðsins. Ef þannig aðstæður koma upp er nauðsynlegt að slökkviliðið hafi aðgang að þessari hlið lóðarinnar og hússins sem þarna stendur, með körfubíl til að bjarga fólki ef svo ber undir.“ Skipulag á svæðinu megi rekja til ársins 2009 en árið 2015 hafi verið gerðar breytingar að ósk lóðarhafa, Félags eldri borgara, þannig að byggingareiturinn innan lóðar var stækkaður og færður út að lóðamörkunum, þar sem gert var ráð fyrir göngustíg. „Lóðarhöfum mátti vera það fullkomlega ljóst að þarna væri göngustígur,“ segir Ámundi. Spurður að því hvort kaupendum hafi verið gert það ljóst segist hann ekki vita hvernig upplýsingagjöf var háttað við þau viðskipti. Búin að koma til móts við athugasemdir Ámundi segir göngustíga meðfram íbúðum ekki óalgenga í borginni. Komið hafi verið til móts við athugasemdir íbúa með því að mjókka göngustíginn um hálfan metra og færa hann fjær lóðarmörkunum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Stígurinn sé nú 1,25 metra frá lóðamörkunum. Múrveggur sem verður reistur fyrir framan tvær íbúðir sé ekki á skipulagi, „en hann er til kominn vegna þess að frágangurinn á lóðinni í suðausturhorninu er þannig að hann er ekki í samræmi við útgefið hæðarblað sem borgin gefur út og segir til um það hvernig lóðarhafi eigi að ganga frá lóðinni“. Ámundi segir skiljanlegt að framkvæmdirnar komi við íbúa en að öllum ætti að hafa verið ljóst að þarna kæmi göngustígur. Búið sé að færa hann eins og hægt er, án þess að ganga á æfingasvæði ÍR. „Við erum búin að gera allt sem við getum,“ segir hann og ítrekar að þarna sé ekki aðeins um göngustíg að ræða heldur einnig aðkomu neyðarbíla. Ámundi segist skilja að íbúum sé brugðið en að þetta ætti ekki að koma þeim að óvörum. „Við teljum að við séum að gera þetta allt eftir bókinni; þetta hafi legið fyrir, fólki hafi mátt vera þetta ljóst,“ segir Ámundi, enda hafi fyrstu fundir um málið verið haldnir árið 2022.
Skipulag Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Bítið Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira