Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2025 11:00 Hér má sjá hvar göngustígurinn mun liggja framhjá íbúðunum. Aðsend/Ingi Þór Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að göngustígur sem nú er unnið að við Árskóga hafi verið á skipulagi alveg frá upphafi. Íbúar eru óánægðir með stíginn, sem liggur þétt við húsið. Framkvæmdin kemur á hæla byggingu vöruhússins við Álfabakka 2, sem stendur enn óbreytt þrátt fyrir mikil mótmæli. Ámundi var spurður að því í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvernig málið blasti við borgaryfirvöldum. „Nú þetta blasir þannig við okkur að við erum þarna í framkvæmdum við gerð göngustígs sem er hluti af stígakerfinu í Breiðholtinu og umlýkur í rauninni íþróttasvæði ÍR. Og reyndar er þetta ekki bara göngustígur heldur er þetta líka aðkoma neyðarbíla slökkviliðsins. Ef þannig aðstæður koma upp er nauðsynlegt að slökkviliðið hafi aðgang að þessari hlið lóðarinnar og hússins sem þarna stendur, með körfubíl til að bjarga fólki ef svo ber undir.“ Skipulag á svæðinu megi rekja til ársins 2009 en árið 2015 hafi verið gerðar breytingar að ósk lóðarhafa, Félags eldri borgara, þannig að byggingareiturinn innan lóðar var stækkaður og færður út að lóðamörkunum, þar sem gert var ráð fyrir göngustíg. „Lóðarhöfum mátti vera það fullkomlega ljóst að þarna væri göngustígur,“ segir Ámundi. Spurður að því hvort kaupendum hafi verið gert það ljóst segist hann ekki vita hvernig upplýsingagjöf var háttað við þau viðskipti. Búin að koma til móts við athugasemdir Ámundi segir göngustíga meðfram íbúðum ekki óalgenga í borginni. Komið hafi verið til móts við athugasemdir íbúa með því að mjókka göngustíginn um hálfan metra og færa hann fjær lóðarmörkunum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Stígurinn sé nú 1,25 metra frá lóðamörkunum. Múrveggur sem verður reistur fyrir framan tvær íbúðir sé ekki á skipulagi, „en hann er til kominn vegna þess að frágangurinn á lóðinni í suðausturhorninu er þannig að hann er ekki í samræmi við útgefið hæðarblað sem borgin gefur út og segir til um það hvernig lóðarhafi eigi að ganga frá lóðinni“. Ámundi segir skiljanlegt að framkvæmdirnar komi við íbúa en að öllum ætti að hafa verið ljóst að þarna kæmi göngustígur. Búið sé að færa hann eins og hægt er, án þess að ganga á æfingasvæði ÍR. „Við erum búin að gera allt sem við getum,“ segir hann og ítrekar að þarna sé ekki aðeins um göngustíg að ræða heldur einnig aðkomu neyðarbíla. Ámundi segist skilja að íbúum sé brugðið en að þetta ætti ekki að koma þeim að óvörum. „Við teljum að við séum að gera þetta allt eftir bókinni; þetta hafi legið fyrir, fólki hafi mátt vera þetta ljóst,“ segir Ámundi, enda hafi fyrstu fundir um málið verið haldnir árið 2022. Skipulag Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Bítið Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Íbúar eru óánægðir með stíginn, sem liggur þétt við húsið. Framkvæmdin kemur á hæla byggingu vöruhússins við Álfabakka 2, sem stendur enn óbreytt þrátt fyrir mikil mótmæli. Ámundi var spurður að því í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvernig málið blasti við borgaryfirvöldum. „Nú þetta blasir þannig við okkur að við erum þarna í framkvæmdum við gerð göngustígs sem er hluti af stígakerfinu í Breiðholtinu og umlýkur í rauninni íþróttasvæði ÍR. Og reyndar er þetta ekki bara göngustígur heldur er þetta líka aðkoma neyðarbíla slökkviliðsins. Ef þannig aðstæður koma upp er nauðsynlegt að slökkviliðið hafi aðgang að þessari hlið lóðarinnar og hússins sem þarna stendur, með körfubíl til að bjarga fólki ef svo ber undir.“ Skipulag á svæðinu megi rekja til ársins 2009 en árið 2015 hafi verið gerðar breytingar að ósk lóðarhafa, Félags eldri borgara, þannig að byggingareiturinn innan lóðar var stækkaður og færður út að lóðamörkunum, þar sem gert var ráð fyrir göngustíg. „Lóðarhöfum mátti vera það fullkomlega ljóst að þarna væri göngustígur,“ segir Ámundi. Spurður að því hvort kaupendum hafi verið gert það ljóst segist hann ekki vita hvernig upplýsingagjöf var háttað við þau viðskipti. Búin að koma til móts við athugasemdir Ámundi segir göngustíga meðfram íbúðum ekki óalgenga í borginni. Komið hafi verið til móts við athugasemdir íbúa með því að mjókka göngustíginn um hálfan metra og færa hann fjær lóðarmörkunum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Stígurinn sé nú 1,25 metra frá lóðamörkunum. Múrveggur sem verður reistur fyrir framan tvær íbúðir sé ekki á skipulagi, „en hann er til kominn vegna þess að frágangurinn á lóðinni í suðausturhorninu er þannig að hann er ekki í samræmi við útgefið hæðarblað sem borgin gefur út og segir til um það hvernig lóðarhafi eigi að ganga frá lóðinni“. Ámundi segir skiljanlegt að framkvæmdirnar komi við íbúa en að öllum ætti að hafa verið ljóst að þarna kæmi göngustígur. Búið sé að færa hann eins og hægt er, án þess að ganga á æfingasvæði ÍR. „Við erum búin að gera allt sem við getum,“ segir hann og ítrekar að þarna sé ekki aðeins um göngustíg að ræða heldur einnig aðkomu neyðarbíla. Ámundi segist skilja að íbúum sé brugðið en að þetta ætti ekki að koma þeim að óvörum. „Við teljum að við séum að gera þetta allt eftir bókinni; þetta hafi legið fyrir, fólki hafi mátt vera þetta ljóst,“ segir Ámundi, enda hafi fyrstu fundir um málið verið haldnir árið 2022.
Skipulag Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Bítið Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira