Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar 17. júlí 2025 09:02 Nú fara ýmsir mikinn um meintan skaða í sjávarútveginum af hækkun auðlindagjalda. Hleypur tapið á hundruðum milljarða að mati sumra og bitnar á landi og þjóð. En er það raunin? Hagur almennings Talað er um hvernig hið meinta tap skiptist og bent er á að lífeyrissjóðirnir eigi hluti í stórútgerðum. Þannig er ýjað að því að hækkun veiðigjalda rýri hag almennings. Að því leiti sem að lífeyrissjóðirnir eru öryggisnet okkar fyrir framtíðina og að ríkið gerir slíkt hið sama með rekstri opinberrar þjónustu sem og greiðslum frá tryggingastofnun þá er tapið svoldið eins og að velta sér uppúr tapi hægri vasans við að flytja peninga yfir í þann vinstri. Í öllu falli er tap eiganda buxnanna lítið. Þá er vitanlega ónefnt að tekjuaukning ríkisins verður almenningi til heilla, þ.e. það fara fleiri krónur í vinstri vasan en voru í þeim hægri. Fjárfesting í sjávarútvegi og skattar Það er alþekkt í skattahagfræði að skattlagning rentu, þ.e. hagnaðs umfram grunnhagnað (e. normal profits), hefur ekki áhrif á fjárfestingu eða hegðun fjárfesta1. Raunar eru skattlagning á rentu ein skilvirkasta skattlagning sem til er og ætti að vera fagnaðarefni þeirra sem vilja ekki að ríkið þvælist fyrir einkaframtakinu. Fjárfesting í rentuskapandi greinum, líkt og hefur verið marg sýnt fram á að sé raunin í sjávarútvegi, mun því ekki minnka2. Það er vegna þess að verð á markaði aðlagar sig að breyttum aðstæðum og ávöxtun verður áfram ásættanleg og fyrir eldri eigendur sem munu áfram njóta rentu er engin ástæða til að flytja fjármagn sitt. Hvað varðar minnkun á sjávarútvegi vegna tilfærslna erlendis með skattalækkunarsjónarmiði (sjá t.d. eldri mál Samherja af slíkum toga hér) þá er það verkefni fyrir milliverðlagningareftirlit hjá Skattinum og yfirvöld að útbúa skattkerfi sem getur tekst á við hnattvæðingu nútímans en ekki ástæða til að leyfa eingöngu þeim fjársterku að skrifa reglurnar. Raun tap eða ímyndað Hið meinta tap er gjarnan fengið með að vitna í skráð hlutabréfaverð eða áætlað virði byggt á framtíðarspám. Hér er áhugavert að benda á að ýmsir þeirra sem tala nú um stór tap myndu ekki vilja sjá skattlagningu fjármagns á sömu forsendum og meinta tapið er reiknað frá. Þ.e.a.s. þegar kemur að skattlagningu fjármagns þá er beðið eftir að hagnaður sé raungerður við sölu eigna með þeim rökum að ekki sé hægt að skatta út frá áætluðu virði því það sé ekki orðin raunveruleiki. Sú afstaða er að ýmsu leiti eðlileg enda auðvelt að hugsa t.d. að hækkun fasteignaverðs hefur engin dagsdagleg áhrif á fasteignaeigendur fyrr en þeir selja. En í huga sumra er virði eigenda hlutabréfa ekki raunverulegt fyrr en við sölu en raunverulegt tap virðist eiga sér stað samstundins og verð bréfanna fer niður. Sérkennilegt það. Rétt í lokin Ég gef lítið fyrir dómsdagspárnar og tel sanngirnis- og hagfræðilegrök vera fyrir því að ríkisstjórnin sé á réttri leið í þessum málum. En lengi má gott bæta. Höfundur er ráðgjafi og mikill áhugamaður um skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fara ýmsir mikinn um meintan skaða í sjávarútveginum af hækkun auðlindagjalda. Hleypur tapið á hundruðum milljarða að mati sumra og bitnar á landi og þjóð. En er það raunin? Hagur almennings Talað er um hvernig hið meinta tap skiptist og bent er á að lífeyrissjóðirnir eigi hluti í stórútgerðum. Þannig er ýjað að því að hækkun veiðigjalda rýri hag almennings. Að því leiti sem að lífeyrissjóðirnir eru öryggisnet okkar fyrir framtíðina og að ríkið gerir slíkt hið sama með rekstri opinberrar þjónustu sem og greiðslum frá tryggingastofnun þá er tapið svoldið eins og að velta sér uppúr tapi hægri vasans við að flytja peninga yfir í þann vinstri. Í öllu falli er tap eiganda buxnanna lítið. Þá er vitanlega ónefnt að tekjuaukning ríkisins verður almenningi til heilla, þ.e. það fara fleiri krónur í vinstri vasan en voru í þeim hægri. Fjárfesting í sjávarútvegi og skattar Það er alþekkt í skattahagfræði að skattlagning rentu, þ.e. hagnaðs umfram grunnhagnað (e. normal profits), hefur ekki áhrif á fjárfestingu eða hegðun fjárfesta1. Raunar eru skattlagning á rentu ein skilvirkasta skattlagning sem til er og ætti að vera fagnaðarefni þeirra sem vilja ekki að ríkið þvælist fyrir einkaframtakinu. Fjárfesting í rentuskapandi greinum, líkt og hefur verið marg sýnt fram á að sé raunin í sjávarútvegi, mun því ekki minnka2. Það er vegna þess að verð á markaði aðlagar sig að breyttum aðstæðum og ávöxtun verður áfram ásættanleg og fyrir eldri eigendur sem munu áfram njóta rentu er engin ástæða til að flytja fjármagn sitt. Hvað varðar minnkun á sjávarútvegi vegna tilfærslna erlendis með skattalækkunarsjónarmiði (sjá t.d. eldri mál Samherja af slíkum toga hér) þá er það verkefni fyrir milliverðlagningareftirlit hjá Skattinum og yfirvöld að útbúa skattkerfi sem getur tekst á við hnattvæðingu nútímans en ekki ástæða til að leyfa eingöngu þeim fjársterku að skrifa reglurnar. Raun tap eða ímyndað Hið meinta tap er gjarnan fengið með að vitna í skráð hlutabréfaverð eða áætlað virði byggt á framtíðarspám. Hér er áhugavert að benda á að ýmsir þeirra sem tala nú um stór tap myndu ekki vilja sjá skattlagningu fjármagns á sömu forsendum og meinta tapið er reiknað frá. Þ.e.a.s. þegar kemur að skattlagningu fjármagns þá er beðið eftir að hagnaður sé raungerður við sölu eigna með þeim rökum að ekki sé hægt að skatta út frá áætluðu virði því það sé ekki orðin raunveruleiki. Sú afstaða er að ýmsu leiti eðlileg enda auðvelt að hugsa t.d. að hækkun fasteignaverðs hefur engin dagsdagleg áhrif á fasteignaeigendur fyrr en þeir selja. En í huga sumra er virði eigenda hlutabréfa ekki raunverulegt fyrr en við sölu en raunverulegt tap virðist eiga sér stað samstundins og verð bréfanna fer niður. Sérkennilegt það. Rétt í lokin Ég gef lítið fyrir dómsdagspárnar og tel sanngirnis- og hagfræðilegrök vera fyrir því að ríkisstjórnin sé á réttri leið í þessum málum. En lengi má gott bæta. Höfundur er ráðgjafi og mikill áhugamaður um skatta.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar