Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2025 22:56 Steinþór ásamt Höllu Tómasdóttur forseta við opnun sýningarinnar í dag. Vísir Listmálari sem fagnar 100 ára afmæli í vikunni opnaði málverkasýningu í Kópavogi í dag. Hann hefur málað myndir í níutíu ár og segist taka svo miklu ástfóstri við myndir sínar að sumar þeirra vilji hann alls ekki selja. Steinþór Marinó Gunnarsson verður hundrað ára á föstudaginn og fagnar tímamótunum með málverkasýningu sem opnaði í dag. Steinþór byrjaði að mála tíu ára gamall og hefur því haldið á penslinum í 90 ár. Hann er fæddur á Ísafirði en alinn upp á Suðureyri við Súgandafjörð. „Þar lékum við okkur í fjörunni og horfa á brimið, það skín í gegn, koma myndir ósjálfrátt upp í hugann. Þetta eru hughrif, vera á bryggjunni og veiða kola. Horfa á sjómennina við störf, þetta hefur heillað mig í gegnum lífið,“ sagði Steinþór þegar fréttamaður kíkti í heimsókn til hans. Steinþór málar myndir tengdar sjómennsku en einnig náttúrunni sem hafi fylgt honum alla tíð. „Þar er ég að lesa í landið okkar, stórbrotna landið okkar sem margir fara á mis við. Þetta hefur heillað mig. Það er maður hérna fyrir aftan mig sem er alltaf að banka á bakið á mér og segja “halda áfram Steinþór”, ég fer eftir því,“ bætti Steinþór við hlæjandi. „Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta“ Hann hefur málað hátt í þrjú hundruð myndir en um tuttugu eru til sýnis á sýningunni sem opnaði á Hrafnistu í Kópavogi í dag. Þangað hafði frú Halla Tómasdóttir forseti meðal annars boðað komu sína. „Mér finnst það bara alveg dásamlegt. Ég var snortinn að heyra það, þetta er indæliskona og kemur vel fyrir.“ Steinþór Marinó Gunnarsson opnaði málverkasýningu í dag en hann verður 100 ára gamall á föstudag.Vísir Fyrsta myndin sem Steinþór málaði var af Gullfossi en hans uppáhaldsmynd er mynd frá Þingvöllum. Sú mynd er á safni í Noregi en Steinþór segist selja sumar mynda sinna. „Sumar vil ég ekki selja. Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta. Maður er búinn að vera með þetta á mörgum sýningum, þetta er bara svona.“ Hann sagði gleði og ánægju fylgja þessum stóru tímamótum. Aðspurður hvað hann vildi að fólk hugsaði þegar það gengi inn í salinn og skoðaði myndirnar hans. „Bara njóta myndanna,“ sagði hinn eiturhressi Steinþór að lokum. Kvöldfréttir Menning Eldri borgarar Sýningar á Íslandi Myndlist Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Bankinn hafi frumkvæði að yfirferð og endurgreiðslu Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Sjá meira
Steinþór Marinó Gunnarsson verður hundrað ára á föstudaginn og fagnar tímamótunum með málverkasýningu sem opnaði í dag. Steinþór byrjaði að mála tíu ára gamall og hefur því haldið á penslinum í 90 ár. Hann er fæddur á Ísafirði en alinn upp á Suðureyri við Súgandafjörð. „Þar lékum við okkur í fjörunni og horfa á brimið, það skín í gegn, koma myndir ósjálfrátt upp í hugann. Þetta eru hughrif, vera á bryggjunni og veiða kola. Horfa á sjómennina við störf, þetta hefur heillað mig í gegnum lífið,“ sagði Steinþór þegar fréttamaður kíkti í heimsókn til hans. Steinþór málar myndir tengdar sjómennsku en einnig náttúrunni sem hafi fylgt honum alla tíð. „Þar er ég að lesa í landið okkar, stórbrotna landið okkar sem margir fara á mis við. Þetta hefur heillað mig. Það er maður hérna fyrir aftan mig sem er alltaf að banka á bakið á mér og segja “halda áfram Steinþór”, ég fer eftir því,“ bætti Steinþór við hlæjandi. „Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta“ Hann hefur málað hátt í þrjú hundruð myndir en um tuttugu eru til sýnis á sýningunni sem opnaði á Hrafnistu í Kópavogi í dag. Þangað hafði frú Halla Tómasdóttir forseti meðal annars boðað komu sína. „Mér finnst það bara alveg dásamlegt. Ég var snortinn að heyra það, þetta er indæliskona og kemur vel fyrir.“ Steinþór Marinó Gunnarsson opnaði málverkasýningu í dag en hann verður 100 ára gamall á föstudag.Vísir Fyrsta myndin sem Steinþór málaði var af Gullfossi en hans uppáhaldsmynd er mynd frá Þingvöllum. Sú mynd er á safni í Noregi en Steinþór segist selja sumar mynda sinna. „Sumar vil ég ekki selja. Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta. Maður er búinn að vera með þetta á mörgum sýningum, þetta er bara svona.“ Hann sagði gleði og ánægju fylgja þessum stóru tímamótum. Aðspurður hvað hann vildi að fólk hugsaði þegar það gengi inn í salinn og skoðaði myndirnar hans. „Bara njóta myndanna,“ sagði hinn eiturhressi Steinþór að lokum.
Kvöldfréttir Menning Eldri borgarar Sýningar á Íslandi Myndlist Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Bankinn hafi frumkvæði að yfirferð og endurgreiðslu Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Sjá meira