Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2025 16:32 Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. Geislafræðingar sinna mikilvægum störfum á heilbrigðisstofnunum landsins, annars vegar við myndgreiningu og hins vegar við geislameðferð. Eins og kemur fram í úttekt Ríkisendurskoðunar sinna of fáir geislafræðingar þessum störfum, og ekki hefur tekist að ráða í öll þau störf sem hafa verið auglýst. Þá eru núverandi stöðugildi geislafræðinga á röntgendeild Landspítalans rétt ríflega helmingur af skilgreindri mönnunarþörf, eða 60 stöðugildi í stað 109 sem þyrftu að vera skv. úttekt landlæknis frá árinu 2023. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um að bið eftir geislameðferð á ákveðnum tegundum krabbameina hafi lengst fram úr hófi og sé nú orðin tvöfalt lengri en miðað er við. Þessi staða leggst auðvitað þungt á okkar skjólstæðinga, sem eru fólk sem stendur í miðri erfiðri krabbameinsmeðferð og má ekki við frekari óvissu. Geislafræðingar hafa lengi haft áhyggjur af því að þessi staða gæti komið upp. Greint hefur verið frá bráðaaðgerðum sem heilbrigðisyfirvöld reyna nú að tryggja, eins og að sjúklingar verði sendir erlendis í geislameðferð og að leitað verði til erlendra starfsmannaleiga til að mæta starfsmannaþörf. En það er ljóst að það geta bara verið lausnir til skamms tíma og að við verðum að laga grunnvandamálið til þess að geta tryggt nægilega mönnun nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi sem geislafræðingar sinna, í takt við fjölgun þjóðarinnar og aukið álag. Félag geislafræðinga hefur átt fund með heilbrigðisráðherra og óskað eftir samtali við forystu Landspítalans um hvernig hægt sé að taka höndum saman til að leysa vandann til framtíðar. Heilbrigðisráðherra hefur greint frá vilja til að kaupa 1-2 línuhraðla til viðbótar, en til þess að nota þá þarf sérhæft starfsfólk og við þurfum að tryggja nægilega mönnun. Til þess þarf að greina orsakir þess að ekki tekst að ráða í auglýst störf við geislameðferð og gera umbætur á starfsumhverfi og -kjörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisendurskoðun Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. Geislafræðingar sinna mikilvægum störfum á heilbrigðisstofnunum landsins, annars vegar við myndgreiningu og hins vegar við geislameðferð. Eins og kemur fram í úttekt Ríkisendurskoðunar sinna of fáir geislafræðingar þessum störfum, og ekki hefur tekist að ráða í öll þau störf sem hafa verið auglýst. Þá eru núverandi stöðugildi geislafræðinga á röntgendeild Landspítalans rétt ríflega helmingur af skilgreindri mönnunarþörf, eða 60 stöðugildi í stað 109 sem þyrftu að vera skv. úttekt landlæknis frá árinu 2023. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um að bið eftir geislameðferð á ákveðnum tegundum krabbameina hafi lengst fram úr hófi og sé nú orðin tvöfalt lengri en miðað er við. Þessi staða leggst auðvitað þungt á okkar skjólstæðinga, sem eru fólk sem stendur í miðri erfiðri krabbameinsmeðferð og má ekki við frekari óvissu. Geislafræðingar hafa lengi haft áhyggjur af því að þessi staða gæti komið upp. Greint hefur verið frá bráðaaðgerðum sem heilbrigðisyfirvöld reyna nú að tryggja, eins og að sjúklingar verði sendir erlendis í geislameðferð og að leitað verði til erlendra starfsmannaleiga til að mæta starfsmannaþörf. En það er ljóst að það geta bara verið lausnir til skamms tíma og að við verðum að laga grunnvandamálið til þess að geta tryggt nægilega mönnun nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi sem geislafræðingar sinna, í takt við fjölgun þjóðarinnar og aukið álag. Félag geislafræðinga hefur átt fund með heilbrigðisráðherra og óskað eftir samtali við forystu Landspítalans um hvernig hægt sé að taka höndum saman til að leysa vandann til framtíðar. Heilbrigðisráðherra hefur greint frá vilja til að kaupa 1-2 línuhraðla til viðbótar, en til þess að nota þá þarf sérhæft starfsfólk og við þurfum að tryggja nægilega mönnun. Til þess þarf að greina orsakir þess að ekki tekst að ráða í auglýst störf við geislameðferð og gera umbætur á starfsumhverfi og -kjörum.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar