Viðskipti innlent

Davíð nýr fram­kvæmda­stjóri á­fanga­staða hjá Arctic Adventures

Lovísa Arnardóttir skrifar
Davíð Arnar við Kötlu.
Davíð Arnar við Kötlu. Aðsend

Davíð Arnar Runólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures. Samkvæmt tilkynningu um hann hafa umsjón með uppbyggingu og rekstri áfangastaða fyrirtækisins við Fjaðrárgljúfur, Óbyggðasetrið, Kerið og Raufarhólshelli sem Arctic Adventures reka ásamt Kynnisferðum.

Í tilkynningu segir að Davíð Arnar hafi víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu. Hann hafi starfað sem leiðsögumaður, landvörður og rekstrarstjóri í ferðaþjónustu frá árinu 2016. Nú síðast hafi hann starfað Davíð sem framkvæmdastjóri Raufarhólshellis. Hann mun halda því starfi áfram samhliða nýju starfi sínu hjá Artic Adventures.

Davíð starfaði áður hjá CCP og Montana State University, en hann lauk BA námi í ljósmyndun þaðan. Davíð er einnig með meistaragráðu í ljósmyndafræðum frá háskólanum í Gautaborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×