„Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. júlí 2025 11:54 Guðlaugur Þór segir daginn dimman dag í sögu Alþingis. Vísir/Anton Brink Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir allar aðrar ríkisstjórnir en Kristrúnar Frostadóttur hefðu tekið frumvarp um breytingar á veiðigjaldi til baka og unnið betur, frekar en að keyra það í gegnum þingið. „Þetta er mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ Guðlaugur Þór tók til máls þegar þingmönnum var gefið tækifæri til að ræða atkvæðagreiðslu um tillögu forseta Alþingis um að ljúka annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra. Orðræða formanns þingflokks Samfylkingar sé þvættingur Hann hóf ræðu sína á því að segja málflutning Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingar, í ræðu hans um tillöguna, fullkominn þvætting. Guðmundur Ari hafði skömmu áður sagt að hann virti ákvörðun forseta og myndi greiða atkvæði með tillögu hans. Mikilvægt væri að málið fengi þinglega meðferð og að greidd yrðu atkvæði um málið í heild sinni að lokum. Hann talaði um 71. greinina sem „lýðræðisákvæði þingskapa,“ sem stæði vörð um það að minnihlutinn hefði ekki neitunarvald. Þetta þykir Guðlaugi Þór sem sagt þvættingur. Samið um mál hvert einasta ár Guðlaugur Þór sagði að allar aðrar ríkisstjórnir hefðu fyrir löngu tekið frumvarpið til baka og unnið það almennilega, enda væri það vanbúið og hefði komið of seint fram. „Það er ekkert nýtt í því. Hvert einasta ár hafa hæstvirt ríkisstjórn og háttvirt stjórnarandstaða samið um hin ýmsu mál. Þó er algjörlega ljóst, allir vita og það er enginn mótfallinn því, að hæstvirt ríkisstjórn mun hækka skatta. Ekki bara hér, það er alveg vitað, en þetta mál er annars eðlis. Hins vegar er stóra málið í þessu að hér er búið að skapa fordæmi, virðulegi forseti, sem mun valda einhverju sem við sjáum ekki fyrir. Það er eitt algjörlega öruggt, það er ekki gott. Þess vegna, virðulegi forseti, er þetta mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei“ Guðlaugur Þór nýtti tækifærið og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hann sagði þjóðina mega vera stolta af sögu þingsins, en dagurinn í dag væri ekkert til að vera stoltur af. „Og það er alvarlegt þegar hér koma háttvirtir þingmenn, sem hafa verið í heila sjö mánuði á þingi, og segja okkur hvernig þetta hefur verið. Og vita augljóslega ekkert um hvað þeir eru að tala.“ Það sé alvarlegur tónn sem heyrist í stjórnarþingmönnum, um að svona eigi framhaldið að vera. „Það liggur alveg fyrir að þessi ríkisstjórn hefur, og ætlar að starfa eftir þeim orðum: Ég á þetta, ég má þetta. Það eru hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi.“ Ákvörðun um að beita 71. grein myndi hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en hægt væri að sjá fyrir sér núna. „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Guðlaugur Þór tók til máls þegar þingmönnum var gefið tækifæri til að ræða atkvæðagreiðslu um tillögu forseta Alþingis um að ljúka annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra. Orðræða formanns þingflokks Samfylkingar sé þvættingur Hann hóf ræðu sína á því að segja málflutning Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingar, í ræðu hans um tillöguna, fullkominn þvætting. Guðmundur Ari hafði skömmu áður sagt að hann virti ákvörðun forseta og myndi greiða atkvæði með tillögu hans. Mikilvægt væri að málið fengi þinglega meðferð og að greidd yrðu atkvæði um málið í heild sinni að lokum. Hann talaði um 71. greinina sem „lýðræðisákvæði þingskapa,“ sem stæði vörð um það að minnihlutinn hefði ekki neitunarvald. Þetta þykir Guðlaugi Þór sem sagt þvættingur. Samið um mál hvert einasta ár Guðlaugur Þór sagði að allar aðrar ríkisstjórnir hefðu fyrir löngu tekið frumvarpið til baka og unnið það almennilega, enda væri það vanbúið og hefði komið of seint fram. „Það er ekkert nýtt í því. Hvert einasta ár hafa hæstvirt ríkisstjórn og háttvirt stjórnarandstaða samið um hin ýmsu mál. Þó er algjörlega ljóst, allir vita og það er enginn mótfallinn því, að hæstvirt ríkisstjórn mun hækka skatta. Ekki bara hér, það er alveg vitað, en þetta mál er annars eðlis. Hins vegar er stóra málið í þessu að hér er búið að skapa fordæmi, virðulegi forseti, sem mun valda einhverju sem við sjáum ekki fyrir. Það er eitt algjörlega öruggt, það er ekki gott. Þess vegna, virðulegi forseti, er þetta mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei“ Guðlaugur Þór nýtti tækifærið og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hann sagði þjóðina mega vera stolta af sögu þingsins, en dagurinn í dag væri ekkert til að vera stoltur af. „Og það er alvarlegt þegar hér koma háttvirtir þingmenn, sem hafa verið í heila sjö mánuði á þingi, og segja okkur hvernig þetta hefur verið. Og vita augljóslega ekkert um hvað þeir eru að tala.“ Það sé alvarlegur tónn sem heyrist í stjórnarþingmönnum, um að svona eigi framhaldið að vera. „Það liggur alveg fyrir að þessi ríkisstjórn hefur, og ætlar að starfa eftir þeim orðum: Ég á þetta, ég má þetta. Það eru hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi.“ Ákvörðun um að beita 71. grein myndi hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en hægt væri að sjá fyrir sér núna. „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira