Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júlí 2025 17:27 Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sleit þingfundi í gærkvöldi. Vísir/Einar Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir orðum ráðherra um hana í kjölfar fundarslita gærkvöldsins alvarleg og ógeðfelld. Ríkisstjórnin hefur fordæmt ákvörðun Hildar, og mennta- og barnamálaráðherra hefur líkt atvikinu við valdarán. Hildur tók til máls síðust þingmanna fyrir fundarhlé á þingfundi dagsins rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þar sagðist hún sem varaforseti þingsins í gærkvöldi ekki vitað betur en að hún væri að fylgja reglum þegar hún sleit þingfundi skömmu fyrir miðnætti. Hún hafi gert forseta þingsins og forsætisnefnd grein fyrir því. Minnihlutinn hafður fyrir rangri sök „Ég vil hins vegar nota þetta tækifæri, frú forseti, og gera alvarlegar athugasemdir við hvernig hæstvirtir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands töluðu um mig í ljósi þessa atviks eins og þeir gerðu. Fleiri en einn, og fleiri en tveir. Það var ekki eingöngu þolað af hálfu meirihlutans, það var beinlínis stutt og hvatt áfram. Orðin sem voru látin hér falla eru alvarleg, þau eru ógeðfelld og þau eru þinginu ekki til sóma. Og ég verð að fá að segja að það sé mikil miður að stjórnarmeirihlutinn hér horfi ekki inn á við til þess að horfast í augu við sína ábyrgð á þeirri stöðu sem hér er í þinginu og þeirri vangetu til að ná hér samningum. Þetta stendur ekki á okkur. Við erum höfð fyrir rangri sök hér í fjölmiðlum, þetta er alvarlegt ástand,“ sagði Hildur í pontu. Hún segir að tími sé kominn til að meirihlutinn axli ábyrgð og frábiður sér málflutning viðhöfðum til handa minnihlutanum. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fordæmdi ákvörðun Hildar í viðtali við fréttamann í dag. Hún sagði atvikið fordæmalaust í sögu Alþingis og gríðarlega alvarlegt. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra líkti atvikinu við valdarán í pontu á þingfundi í dag og kallaði eftir að Hildur segði af sér. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. Engin fyrirmæli um lengri fund Upp úr sauð á þinginu í dag þegar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Hildi hafa fylgt vinnureglum með ákvörðun sinni. Í skoðunargrein á Vísi sem birtist síðdegis rökstyður Bryndís þann málflutning sinn. Hún rekur hvernig flokkssystir hennar hafi fylgt vinnureglum um forseta Alþingis og segir meðal annars að þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hefði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. „Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi.“ Því hafi ákvörðun Hildar um að slíta fundinum verið í samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því væri ekki við hana að sakast. „Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð,“ segir Bryndís. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Hildur tók til máls síðust þingmanna fyrir fundarhlé á þingfundi dagsins rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þar sagðist hún sem varaforseti þingsins í gærkvöldi ekki vitað betur en að hún væri að fylgja reglum þegar hún sleit þingfundi skömmu fyrir miðnætti. Hún hafi gert forseta þingsins og forsætisnefnd grein fyrir því. Minnihlutinn hafður fyrir rangri sök „Ég vil hins vegar nota þetta tækifæri, frú forseti, og gera alvarlegar athugasemdir við hvernig hæstvirtir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands töluðu um mig í ljósi þessa atviks eins og þeir gerðu. Fleiri en einn, og fleiri en tveir. Það var ekki eingöngu þolað af hálfu meirihlutans, það var beinlínis stutt og hvatt áfram. Orðin sem voru látin hér falla eru alvarleg, þau eru ógeðfelld og þau eru þinginu ekki til sóma. Og ég verð að fá að segja að það sé mikil miður að stjórnarmeirihlutinn hér horfi ekki inn á við til þess að horfast í augu við sína ábyrgð á þeirri stöðu sem hér er í þinginu og þeirri vangetu til að ná hér samningum. Þetta stendur ekki á okkur. Við erum höfð fyrir rangri sök hér í fjölmiðlum, þetta er alvarlegt ástand,“ sagði Hildur í pontu. Hún segir að tími sé kominn til að meirihlutinn axli ábyrgð og frábiður sér málflutning viðhöfðum til handa minnihlutanum. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fordæmdi ákvörðun Hildar í viðtali við fréttamann í dag. Hún sagði atvikið fordæmalaust í sögu Alþingis og gríðarlega alvarlegt. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra líkti atvikinu við valdarán í pontu á þingfundi í dag og kallaði eftir að Hildur segði af sér. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. Engin fyrirmæli um lengri fund Upp úr sauð á þinginu í dag þegar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Hildi hafa fylgt vinnureglum með ákvörðun sinni. Í skoðunargrein á Vísi sem birtist síðdegis rökstyður Bryndís þann málflutning sinn. Hún rekur hvernig flokkssystir hennar hafi fylgt vinnureglum um forseta Alþingis og segir meðal annars að þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hefði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. „Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi.“ Því hafi ákvörðun Hildar um að slíta fundinum verið í samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því væri ekki við hana að sakast. „Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð,“ segir Bryndís.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira