Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar 16. júlí 2025 09:02 Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þau skilyrði sem krafist er fyrir flugnám. Þeir sem hafa talað um að neyða flugnámið burt frá fllugvellinum þekkja ekki hvaða kröfur þarf að uppfylla skv. EASA - Evrópsku flugöryggisstofnuninni og hvaða skaða þeir valda með því að hrekja flugnámið burt. Þó svo að flugskólarnir yrðu hraktir í burtu myndi flugumferð lítið minnka um Reykjavíkurflugvöll því flugnemarnir þyrftu hvort eð er að fljúga til og frá vellinum í sínu einkaflugnámi og í blindflugsæfingum. Traustir innviðir sem nýtast allt árið skipta miklu máli Að fljúga frá öðrum flugvelli „einhvers staðar“ frá myndi auka kostnað nemenda töluvert og auka líkur á því að flugnemar færu erlendis. Eftir því sem réttindin aukast og námið þyngist, eins og t.d. með fjölhreyflaáritun og blindflugsáritun þá eru litlir flugvellir úti á landi ekki gerðir fyrir slíkt. Tveggja hreyfla flugvélar þurfa lengri flugbrautir, meira rými og blindaðflugsbúnað sem er aðeins að finna á áætlunarflugvöllum þar sem blindaðflug eru til að komast örugglega milli staða í takmörkuðu skyggni og skýjahæð. Þannig flug kallast blindflug. Þar er Reykjavíkurflugvöllur mjög mikilvægur fyrir allt flug í landinu sem varaflugvöllur fyrir hina áætlunarflugvellina. Þeir sem reka sjúkraflugið þurfa líka reglulega á nýjum flugmönnum að halda. Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur fyrir gæði flugnáms á Íslandi.Matthías Arngrímsson Hagfræðin í fluginu Flugskólarnir eru mikilvægir fyrir þjóðarbúið og því er nauðsynlegt að þeir fái að þrífast við góðar aðstæður og fái þann stuðning frá ráðuneytum, Samgöngustofu og Isavia svo starfsemin vaxi og dafni. Höfum í huga að fyrir hverja einustu krónu sem íslenska ríkið setur í flugið og innviði sem snertir þann málaflokk þá skilar það sér með hárri ávöxtun gegnum skatttekjur í störfum og rekstri í fluggeiranum. Til frekari fróðleiks, Í skýrslu um Félagshagfræðilega greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands, sem Innanríkisráðuneytið gaf út árið 2014 kemur fram að flugvallarkerfið er í heild sinni þjóðhagslega arðbært. Í niðurstöðum kostnaðar-/ábatagreiningar var ábati af innanlandsflugvallakerfinu á landsbyggðinni metinn um 70,8 milljarðar króna miðað við arðsemistímann 2013-2053. Þjóðhagslegur ávinningur samfélagsins af útgjaldakrónu hins opinbera til flugvallanna og flugsins í heild er 1,48 kr, þ.e. þjóðhagsleg arðsemi fjárfestingarinnar í flugvallakerfinu og fluginu á landsbyggðinni umfram útgjöld er 48%. Ætti það að teljast mjög ábyrg ráðstöfun á almannafé. Flug skiptir verulegu máli fyrir hagvöxt og atvinnusköpun landsins og er mikilvæg stoð í hagkerfinu. Það má einnig minna á skýrslu Oxford Economics frá árinu 2012 um flugstarfsemi á Islandi. Þar kemur fram að flugrekstur hefur veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og stóð þá undir 6,6% af landsframleiðslu. Eftir mikinn vöxt síðustu ára má telja að framlagið sé nú að nálgast mun hærri prósentu miðað við sömu forsendur. Reiknað var með um 13% árið 2020. Í nálægum löndum liggur þetta hlutfall í kringum 2-3%. Til að tryggja flugnemum gott aðgengi að flugkennurum þarf líka að gera flugkennarnámið lánshæft, rétt eins og aðra kennaramenntun í landinu. Það tryggir nýliðun í stéttinni og hraðar „framleiðslu“ nýrra flugmanna. Flugkennararéttindi kosta 1,5 milljónir í dag. Enn ríkari ástæður til að efla flugkennslu í landinu og starfsemi grasrótarinnar. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Matthías Arngrímsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þau skilyrði sem krafist er fyrir flugnám. Þeir sem hafa talað um að neyða flugnámið burt frá fllugvellinum þekkja ekki hvaða kröfur þarf að uppfylla skv. EASA - Evrópsku flugöryggisstofnuninni og hvaða skaða þeir valda með því að hrekja flugnámið burt. Þó svo að flugskólarnir yrðu hraktir í burtu myndi flugumferð lítið minnka um Reykjavíkurflugvöll því flugnemarnir þyrftu hvort eð er að fljúga til og frá vellinum í sínu einkaflugnámi og í blindflugsæfingum. Traustir innviðir sem nýtast allt árið skipta miklu máli Að fljúga frá öðrum flugvelli „einhvers staðar“ frá myndi auka kostnað nemenda töluvert og auka líkur á því að flugnemar færu erlendis. Eftir því sem réttindin aukast og námið þyngist, eins og t.d. með fjölhreyflaáritun og blindflugsáritun þá eru litlir flugvellir úti á landi ekki gerðir fyrir slíkt. Tveggja hreyfla flugvélar þurfa lengri flugbrautir, meira rými og blindaðflugsbúnað sem er aðeins að finna á áætlunarflugvöllum þar sem blindaðflug eru til að komast örugglega milli staða í takmörkuðu skyggni og skýjahæð. Þannig flug kallast blindflug. Þar er Reykjavíkurflugvöllur mjög mikilvægur fyrir allt flug í landinu sem varaflugvöllur fyrir hina áætlunarflugvellina. Þeir sem reka sjúkraflugið þurfa líka reglulega á nýjum flugmönnum að halda. Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur fyrir gæði flugnáms á Íslandi.Matthías Arngrímsson Hagfræðin í fluginu Flugskólarnir eru mikilvægir fyrir þjóðarbúið og því er nauðsynlegt að þeir fái að þrífast við góðar aðstæður og fái þann stuðning frá ráðuneytum, Samgöngustofu og Isavia svo starfsemin vaxi og dafni. Höfum í huga að fyrir hverja einustu krónu sem íslenska ríkið setur í flugið og innviði sem snertir þann málaflokk þá skilar það sér með hárri ávöxtun gegnum skatttekjur í störfum og rekstri í fluggeiranum. Til frekari fróðleiks, Í skýrslu um Félagshagfræðilega greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands, sem Innanríkisráðuneytið gaf út árið 2014 kemur fram að flugvallarkerfið er í heild sinni þjóðhagslega arðbært. Í niðurstöðum kostnaðar-/ábatagreiningar var ábati af innanlandsflugvallakerfinu á landsbyggðinni metinn um 70,8 milljarðar króna miðað við arðsemistímann 2013-2053. Þjóðhagslegur ávinningur samfélagsins af útgjaldakrónu hins opinbera til flugvallanna og flugsins í heild er 1,48 kr, þ.e. þjóðhagsleg arðsemi fjárfestingarinnar í flugvallakerfinu og fluginu á landsbyggðinni umfram útgjöld er 48%. Ætti það að teljast mjög ábyrg ráðstöfun á almannafé. Flug skiptir verulegu máli fyrir hagvöxt og atvinnusköpun landsins og er mikilvæg stoð í hagkerfinu. Það má einnig minna á skýrslu Oxford Economics frá árinu 2012 um flugstarfsemi á Islandi. Þar kemur fram að flugrekstur hefur veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og stóð þá undir 6,6% af landsframleiðslu. Eftir mikinn vöxt síðustu ára má telja að framlagið sé nú að nálgast mun hærri prósentu miðað við sömu forsendur. Reiknað var með um 13% árið 2020. Í nálægum löndum liggur þetta hlutfall í kringum 2-3%. Til að tryggja flugnemum gott aðgengi að flugkennurum þarf líka að gera flugkennarnámið lánshæft, rétt eins og aðra kennaramenntun í landinu. Það tryggir nýliðun í stéttinni og hraðar „framleiðslu“ nýrra flugmanna. Flugkennararéttindi kosta 1,5 milljónir í dag. Enn ríkari ástæður til að efla flugkennslu í landinu og starfsemi grasrótarinnar. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar