Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar 14. júlí 2025 09:00 Tvær leiðir eru í boði fyrir þá sem stefna í atvinnuflugnámið (ATPL - Airline Transport Pilot Licence) og eru þær báðar samþykktar og niðurnjörvaðar af EASA - European Union Aviation Safety Agency, Flugöryggisstofnun Evrópu. Samtvinnaða leiðin er þannig skipulögð að námið taki sem stystan tíma eða um 2 ár, og færri tímar í flugvél en í áfangaskiptu námi þar sem samvinnaða leiðin er þétt skipulögð með ákveðin markmið í huga í hverju skrefi. Áfangaskipta námið felur nákvæmlega sömu kröfur í sér, en neminn getur ráðið námshraðanum og þannig getur námið tekið örlítið lengri tíma þar sem neminn klárar námið í áföngum eftir efni og aðstæðum, eða um 2 ár og 4 mánuði, og svo er krafa er um fleiri tíma í flugvél. Allt annað í báðum námsleiðum er nákvæmlega það sama, námsgreinar, bókleg próf, lágmarkseinkunn og tíminn í kennslustofu er svipaður. Endatakmarkið, atvinnuflugmannsréttindin, eru þau sömu og skírteinið að loknu námi það sama. Vandinn við samtvinnað nám hins vegar er sá að veðurfar á Íslandi er ekki alltaf að henta vel í slíkt nám og illgerlegt að klára á þeim stutta tíma sem ætlast er til í upphaflegu skipulagi þess. Einhverra hluta vegna hefur slíkt nám líka verið mun dýrara en áfangaskipta námið, án þess að ástæður þess séu augljósar. Hvaða leið á að velja að markmiðinu?Matthías Arngrímsson Áfangaskipta námið hentar oft betur vegna veðurfars á Íslandi þar sem tímapressa er minni og nemendur geta unnið með því námi til að lækka kostnað við hvern áfanga og þannig skuldað mun lægri fjárhæð þegar skírteinið er í höfn. Þar getur munað nokkrum milljónum. Helsti kostur við þessa námsleið er að einkaflugmannshluti námsins (PPL) er metinn til eininga stúdentsprófs í flestum mennta- og fjölbrautaskólum, allt að 15 einingum og þannig mögulega hægt að ljúka námi í fjölbrautaskóla einni önn fyrr. Kostnaður við einkaflugmannsréttindin er 2-2,5 milljónir eftir því hvaða skóli verður fyrir valinu. Helsti galli við þessa leið er sá að aðrir nemendur í samtvinnuðu námi klára mögulega á undan og þú gætir misst af atvinnutækifæri. Miðað við stækkunaráform íslensku flugfélaganna og umfang þeirra, auk eldri flugmanna sem fara á eftirlaun, verða fjölmörg flugmannsstörf í boði næstu árin. Kostnaður og námslánamöguleikar ójafn leikur gagnvart öðru námi Á Facebook síðu Flugvarpsins (og heimasíða www.flugvarpid.is) sem eru hlaðvarpsþættir um flugmál, er rætt um námskostnað og Menntasjóð námsmanna sem mismunar flugnemum vegna skipulags námsins og vegna þess að áfangaskipta leiðin er ekki skipulögð með ECTS einingar í huga. Þegar þetta er skrifað kostar samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá einum skóla 15,5 milljónir króna á Íslandi og annar skóli býður upp á bóklegt á Íslandi og verklegt í Portúgal og kostar námið þá 16,9 milljónir og námstíminn er um tvö heil ár (bóklegt og 146 tímar í flugvél og 40 í flughermi). Áfangaskipta námið getur tekið jafnlangan tíma eða örlítið lengur þar sem krafa er um fleiri flugtíma (bóklegt og 200 tímar í flugvél). Nemandinn þarf að safna flugtímum að hluta til, og nýtir þá til að byggja upp meiri reynslu og þjálfun á flugvélar, efla dómgreind og ákvarðanatöku og fleiri góða kosti flugmanna. Ef hann gerir það á Íslandi lærir hann vel á landið og flugvellina, veðurfar og vinda og verður fær í flestan sjó að því loknu. Áfangaskipta leiðin kostar um 14,4 - 14,9 milljónir eftir skólum og eftir því hvar tímasöfnun fer fram. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Fréttir af flugi Matthías Arngrímsson Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Tvær leiðir eru í boði fyrir þá sem stefna í atvinnuflugnámið (ATPL - Airline Transport Pilot Licence) og eru þær báðar samþykktar og niðurnjörvaðar af EASA - European Union Aviation Safety Agency, Flugöryggisstofnun Evrópu. Samtvinnaða leiðin er þannig skipulögð að námið taki sem stystan tíma eða um 2 ár, og færri tímar í flugvél en í áfangaskiptu námi þar sem samvinnaða leiðin er þétt skipulögð með ákveðin markmið í huga í hverju skrefi. Áfangaskipta námið felur nákvæmlega sömu kröfur í sér, en neminn getur ráðið námshraðanum og þannig getur námið tekið örlítið lengri tíma þar sem neminn klárar námið í áföngum eftir efni og aðstæðum, eða um 2 ár og 4 mánuði, og svo er krafa er um fleiri tíma í flugvél. Allt annað í báðum námsleiðum er nákvæmlega það sama, námsgreinar, bókleg próf, lágmarkseinkunn og tíminn í kennslustofu er svipaður. Endatakmarkið, atvinnuflugmannsréttindin, eru þau sömu og skírteinið að loknu námi það sama. Vandinn við samtvinnað nám hins vegar er sá að veðurfar á Íslandi er ekki alltaf að henta vel í slíkt nám og illgerlegt að klára á þeim stutta tíma sem ætlast er til í upphaflegu skipulagi þess. Einhverra hluta vegna hefur slíkt nám líka verið mun dýrara en áfangaskipta námið, án þess að ástæður þess séu augljósar. Hvaða leið á að velja að markmiðinu?Matthías Arngrímsson Áfangaskipta námið hentar oft betur vegna veðurfars á Íslandi þar sem tímapressa er minni og nemendur geta unnið með því námi til að lækka kostnað við hvern áfanga og þannig skuldað mun lægri fjárhæð þegar skírteinið er í höfn. Þar getur munað nokkrum milljónum. Helsti kostur við þessa námsleið er að einkaflugmannshluti námsins (PPL) er metinn til eininga stúdentsprófs í flestum mennta- og fjölbrautaskólum, allt að 15 einingum og þannig mögulega hægt að ljúka námi í fjölbrautaskóla einni önn fyrr. Kostnaður við einkaflugmannsréttindin er 2-2,5 milljónir eftir því hvaða skóli verður fyrir valinu. Helsti galli við þessa leið er sá að aðrir nemendur í samtvinnuðu námi klára mögulega á undan og þú gætir misst af atvinnutækifæri. Miðað við stækkunaráform íslensku flugfélaganna og umfang þeirra, auk eldri flugmanna sem fara á eftirlaun, verða fjölmörg flugmannsstörf í boði næstu árin. Kostnaður og námslánamöguleikar ójafn leikur gagnvart öðru námi Á Facebook síðu Flugvarpsins (og heimasíða www.flugvarpid.is) sem eru hlaðvarpsþættir um flugmál, er rætt um námskostnað og Menntasjóð námsmanna sem mismunar flugnemum vegna skipulags námsins og vegna þess að áfangaskipta leiðin er ekki skipulögð með ECTS einingar í huga. Þegar þetta er skrifað kostar samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá einum skóla 15,5 milljónir króna á Íslandi og annar skóli býður upp á bóklegt á Íslandi og verklegt í Portúgal og kostar námið þá 16,9 milljónir og námstíminn er um tvö heil ár (bóklegt og 146 tímar í flugvél og 40 í flughermi). Áfangaskipta námið getur tekið jafnlangan tíma eða örlítið lengur þar sem krafa er um fleiri flugtíma (bóklegt og 200 tímar í flugvél). Nemandinn þarf að safna flugtímum að hluta til, og nýtir þá til að byggja upp meiri reynslu og þjálfun á flugvélar, efla dómgreind og ákvarðanatöku og fleiri góða kosti flugmanna. Ef hann gerir það á Íslandi lærir hann vel á landið og flugvellina, veðurfar og vinda og verður fær í flestan sjó að því loknu. Áfangaskipta leiðin kostar um 14,4 - 14,9 milljónir eftir skólum og eftir því hvar tímasöfnun fer fram. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun