Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar 9. júlí 2025 15:00 Það eru margir sem hafa haft orð á því hversu mikið þeim langar að styðja fyrirtæki í Grindavík, bæ sem hefur gengið í gegnum afar erfiða tíma síðustu misseri. Sjálf á ég rekstur í bænum og hef, líkt og fleiri, þurft að bregðast við breyttum aðstæðum. Með þessum breytingum hef ég líka fengið tækifæri til að kynnast öðrum fyrirtækjum á svæðinu og ég verð að deila með ykkur einni sérstakri upplifun. Ég fór ásamt syni mínum Ísleifi Pál (13.ára) í buggyferð hjá 4x4 Adventures í Grindavík og vá hvað það var ótrúlega gaman. Þetta var ekki bara skemmtilegt og ævintýralegt, heldur líka góð leið til að upplifa náttúruna í kringum bæinn með nýjum augum. Slíkar upplifanir eru dýrmætar og styrkja um leið þau fyrirtæki sem eru að reyna að halda rekstri gangandi þrátt fyrir óvissuna sem ríkt hefur. Þetta fékk mig til að hugsa. Væri ekki tilvalið, hvort sem þið eruð Grindvíkingar eða búið annars staðar á landinu, að nýta næstu frídaga til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og styðja við bakið á litlum en öflugum fyrirtækjum í leiðinni? Annað dæmi sem mig langar að nefna er Kristín sem nýverið opnaði sitt fyrsta leiðsögufyrirtæki, Discover Grindavík. Hún býður upp á stuttar og persónulegar ferðir þar sem fólk fær að fræðast um sögu og menningu Grindavíkur ásamt því að fá innsýn í það sem bæjarbúar hafa gengið í gegnum undanfarið. Ég mæli eindregið með að taka þátt í slíkri ferð, hún lætur engan ósnortinn. Við skulum styðja hvert annað. Með því að versla við fyrirtæki í Grindavík, heimsækja þau og tala vel um þau getum við öll lagt okkar af mörkum til þess að bærinn nái sér aftur á strik. Höfundur er eigandi Grindavikguesthouse.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það eru margir sem hafa haft orð á því hversu mikið þeim langar að styðja fyrirtæki í Grindavík, bæ sem hefur gengið í gegnum afar erfiða tíma síðustu misseri. Sjálf á ég rekstur í bænum og hef, líkt og fleiri, þurft að bregðast við breyttum aðstæðum. Með þessum breytingum hef ég líka fengið tækifæri til að kynnast öðrum fyrirtækjum á svæðinu og ég verð að deila með ykkur einni sérstakri upplifun. Ég fór ásamt syni mínum Ísleifi Pál (13.ára) í buggyferð hjá 4x4 Adventures í Grindavík og vá hvað það var ótrúlega gaman. Þetta var ekki bara skemmtilegt og ævintýralegt, heldur líka góð leið til að upplifa náttúruna í kringum bæinn með nýjum augum. Slíkar upplifanir eru dýrmætar og styrkja um leið þau fyrirtæki sem eru að reyna að halda rekstri gangandi þrátt fyrir óvissuna sem ríkt hefur. Þetta fékk mig til að hugsa. Væri ekki tilvalið, hvort sem þið eruð Grindvíkingar eða búið annars staðar á landinu, að nýta næstu frídaga til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og styðja við bakið á litlum en öflugum fyrirtækjum í leiðinni? Annað dæmi sem mig langar að nefna er Kristín sem nýverið opnaði sitt fyrsta leiðsögufyrirtæki, Discover Grindavík. Hún býður upp á stuttar og persónulegar ferðir þar sem fólk fær að fræðast um sögu og menningu Grindavíkur ásamt því að fá innsýn í það sem bæjarbúar hafa gengið í gegnum undanfarið. Ég mæli eindregið með að taka þátt í slíkri ferð, hún lætur engan ósnortinn. Við skulum styðja hvert annað. Með því að versla við fyrirtæki í Grindavík, heimsækja þau og tala vel um þau getum við öll lagt okkar af mörkum til þess að bærinn nái sér aftur á strik. Höfundur er eigandi Grindavikguesthouse.is.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun