Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar 9. júlí 2025 15:00 Það eru margir sem hafa haft orð á því hversu mikið þeim langar að styðja fyrirtæki í Grindavík, bæ sem hefur gengið í gegnum afar erfiða tíma síðustu misseri. Sjálf á ég rekstur í bænum og hef, líkt og fleiri, þurft að bregðast við breyttum aðstæðum. Með þessum breytingum hef ég líka fengið tækifæri til að kynnast öðrum fyrirtækjum á svæðinu og ég verð að deila með ykkur einni sérstakri upplifun. Ég fór ásamt syni mínum Ísleifi Pál (13.ára) í buggyferð hjá 4x4 Adventures í Grindavík og vá hvað það var ótrúlega gaman. Þetta var ekki bara skemmtilegt og ævintýralegt, heldur líka góð leið til að upplifa náttúruna í kringum bæinn með nýjum augum. Slíkar upplifanir eru dýrmætar og styrkja um leið þau fyrirtæki sem eru að reyna að halda rekstri gangandi þrátt fyrir óvissuna sem ríkt hefur. Þetta fékk mig til að hugsa. Væri ekki tilvalið, hvort sem þið eruð Grindvíkingar eða búið annars staðar á landinu, að nýta næstu frídaga til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og styðja við bakið á litlum en öflugum fyrirtækjum í leiðinni? Annað dæmi sem mig langar að nefna er Kristín sem nýverið opnaði sitt fyrsta leiðsögufyrirtæki, Discover Grindavík. Hún býður upp á stuttar og persónulegar ferðir þar sem fólk fær að fræðast um sögu og menningu Grindavíkur ásamt því að fá innsýn í það sem bæjarbúar hafa gengið í gegnum undanfarið. Ég mæli eindregið með að taka þátt í slíkri ferð, hún lætur engan ósnortinn. Við skulum styðja hvert annað. Með því að versla við fyrirtæki í Grindavík, heimsækja þau og tala vel um þau getum við öll lagt okkar af mörkum til þess að bærinn nái sér aftur á strik. Höfundur er eigandi Grindavikguesthouse.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru margir sem hafa haft orð á því hversu mikið þeim langar að styðja fyrirtæki í Grindavík, bæ sem hefur gengið í gegnum afar erfiða tíma síðustu misseri. Sjálf á ég rekstur í bænum og hef, líkt og fleiri, þurft að bregðast við breyttum aðstæðum. Með þessum breytingum hef ég líka fengið tækifæri til að kynnast öðrum fyrirtækjum á svæðinu og ég verð að deila með ykkur einni sérstakri upplifun. Ég fór ásamt syni mínum Ísleifi Pál (13.ára) í buggyferð hjá 4x4 Adventures í Grindavík og vá hvað það var ótrúlega gaman. Þetta var ekki bara skemmtilegt og ævintýralegt, heldur líka góð leið til að upplifa náttúruna í kringum bæinn með nýjum augum. Slíkar upplifanir eru dýrmætar og styrkja um leið þau fyrirtæki sem eru að reyna að halda rekstri gangandi þrátt fyrir óvissuna sem ríkt hefur. Þetta fékk mig til að hugsa. Væri ekki tilvalið, hvort sem þið eruð Grindvíkingar eða búið annars staðar á landinu, að nýta næstu frídaga til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og styðja við bakið á litlum en öflugum fyrirtækjum í leiðinni? Annað dæmi sem mig langar að nefna er Kristín sem nýverið opnaði sitt fyrsta leiðsögufyrirtæki, Discover Grindavík. Hún býður upp á stuttar og persónulegar ferðir þar sem fólk fær að fræðast um sögu og menningu Grindavíkur ásamt því að fá innsýn í það sem bæjarbúar hafa gengið í gegnum undanfarið. Ég mæli eindregið með að taka þátt í slíkri ferð, hún lætur engan ósnortinn. Við skulum styðja hvert annað. Með því að versla við fyrirtæki í Grindavík, heimsækja þau og tala vel um þau getum við öll lagt okkar af mörkum til þess að bærinn nái sér aftur á strik. Höfundur er eigandi Grindavikguesthouse.is.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar