Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. júlí 2025 23:51 Þau skelfilegu tíðindi bárust á dögunum að Diogo Jota, leikmaður Liverpool, hefði látið lífið í bílslysi á Spáni ásamt bróður sínum. Vísir/Getty Allt bendir til þess að Diogo Jota hafi setið í bílstjórasætinu í bílslysinu sem varð honum og bróður hans að bana í síðustu viku. Þá eru skýrar vísbendingar um að bílnum, sem var af tegundinni Lamborghini, hafi verið ekið yfir hámarkshraða í aðdraganda slyssins. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Guardia Civil lögreglunni á Spáni, sem hefur slysið til rannsóknar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Jota í miðjum framúrakstri á hraðbraut í Zamora-héraði í vesturhluta Spánar, þegar dekk sprakk á bílnum, Jota missti stjórn og bíllinn lenti utan vegar. Þá hafi eldur kviknað í bílnum og hann brunnið á augabragði. Umferðarlögreglan í Zamora segir jafnframt að allt bendi til þess að Jota hafi ekið vel yfir hámarkshraða, sem er 120 kílómetrar á klukkustund á veginum, rétt fyrir slysið. Hjólför fundust á veginum um hundrað metrum frá slysstað. Enn er beðið eftir endanlegri sérfræðingaskýrslu af rannsókninni en skemmdir á bílnum vegna brunans sem varð í slysinu hafa flækt rannsóknina. Lögregla hefur afskrifað tilgátur um að slysið hafi orðið vegna þess að malbik á hraðbrautinni sem bræðurnir ferðuðust á hafi verið verið ójafnt. Spænskir miðlar hafa eftir lögreglumanni að vegurinn hafi ekki verið sérstakt hættusvæði og malbikið því ekki komið að sök. Jota hafði gengist undir skurðaðgerð skömmu áður en slysið varð. Læknir hafði ráðlagt honum gegn því að fljúga og hann því brugðið á það ráð að aka til spænsku borgarinnar Santander, þaðan sem þeir bræður hugðust taka ferju til Liverpool áður en undirbúningstímabil liðsins færi af stað. Jota kvæntist æskuást sinni í borginni Porto í heimalandinu Portúgal ellefu dögum fyrir slysið. Þá lætur hann eftir sig þrjú börn, tvo drengi og stúlku. Andlát Diogo Jota Spánn Samgönguslys Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Diogo Jota lést í bílslysi Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. 3. júlí 2025 08:23 Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur. 3. júlí 2025 11:23 Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir fráfall Diogo Jota, sem lést í bílslysi í nótt. 3. júlí 2025 22:01 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Guardia Civil lögreglunni á Spáni, sem hefur slysið til rannsóknar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Jota í miðjum framúrakstri á hraðbraut í Zamora-héraði í vesturhluta Spánar, þegar dekk sprakk á bílnum, Jota missti stjórn og bíllinn lenti utan vegar. Þá hafi eldur kviknað í bílnum og hann brunnið á augabragði. Umferðarlögreglan í Zamora segir jafnframt að allt bendi til þess að Jota hafi ekið vel yfir hámarkshraða, sem er 120 kílómetrar á klukkustund á veginum, rétt fyrir slysið. Hjólför fundust á veginum um hundrað metrum frá slysstað. Enn er beðið eftir endanlegri sérfræðingaskýrslu af rannsókninni en skemmdir á bílnum vegna brunans sem varð í slysinu hafa flækt rannsóknina. Lögregla hefur afskrifað tilgátur um að slysið hafi orðið vegna þess að malbik á hraðbrautinni sem bræðurnir ferðuðust á hafi verið verið ójafnt. Spænskir miðlar hafa eftir lögreglumanni að vegurinn hafi ekki verið sérstakt hættusvæði og malbikið því ekki komið að sök. Jota hafði gengist undir skurðaðgerð skömmu áður en slysið varð. Læknir hafði ráðlagt honum gegn því að fljúga og hann því brugðið á það ráð að aka til spænsku borgarinnar Santander, þaðan sem þeir bræður hugðust taka ferju til Liverpool áður en undirbúningstímabil liðsins færi af stað. Jota kvæntist æskuást sinni í borginni Porto í heimalandinu Portúgal ellefu dögum fyrir slysið. Þá lætur hann eftir sig þrjú börn, tvo drengi og stúlku.
Andlát Diogo Jota Spánn Samgönguslys Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Diogo Jota lést í bílslysi Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. 3. júlí 2025 08:23 Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur. 3. júlí 2025 11:23 Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir fráfall Diogo Jota, sem lést í bílslysi í nótt. 3. júlí 2025 22:01 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Diogo Jota lést í bílslysi Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. 3. júlí 2025 08:23
Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur. 3. júlí 2025 11:23
Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir fráfall Diogo Jota, sem lést í bílslysi í nótt. 3. júlí 2025 22:01