Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. júlí 2025 23:51 Þau skelfilegu tíðindi bárust á dögunum að Diogo Jota, leikmaður Liverpool, hefði látið lífið í bílslysi á Spáni ásamt bróður sínum. Vísir/Getty Allt bendir til þess að Diogo Jota hafi setið í bílstjórasætinu í bílslysinu sem varð honum og bróður hans að bana í síðustu viku. Þá eru skýrar vísbendingar um að bílnum, sem var af tegundinni Lamborghini, hafi verið ekið yfir hámarkshraða í aðdraganda slyssins. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Guardia Civil lögreglunni á Spáni, sem hefur slysið til rannsóknar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Jota í miðjum framúrakstri á hraðbraut í Zamora-héraði í vesturhluta Spánar, þegar dekk sprakk á bílnum, Jota missti stjórn og bíllinn lenti utan vegar. Þá hafi eldur kviknað í bílnum og hann brunnið á augabragði. Umferðarlögreglan í Zamora segir jafnframt að allt bendi til þess að Jota hafi ekið vel yfir hámarkshraða, sem er 120 kílómetrar á klukkustund á veginum, rétt fyrir slysið. Hjólför fundust á veginum um hundrað metrum frá slysstað. Enn er beðið eftir endanlegri sérfræðingaskýrslu af rannsókninni en skemmdir á bílnum vegna brunans sem varð í slysinu hafa flækt rannsóknina. Lögregla hefur afskrifað tilgátur um að slysið hafi orðið vegna þess að malbik á hraðbrautinni sem bræðurnir ferðuðust á hafi verið verið ójafnt. Spænskir miðlar hafa eftir lögreglumanni að vegurinn hafi ekki verið sérstakt hættusvæði og malbikið því ekki komið að sök. Jota hafði gengist undir skurðaðgerð skömmu áður en slysið varð. Læknir hafði ráðlagt honum gegn því að fljúga og hann því brugðið á það ráð að aka til spænsku borgarinnar Santander, þaðan sem þeir bræður hugðust taka ferju til Liverpool áður en undirbúningstímabil liðsins færi af stað. Jota kvæntist æskuást sinni í borginni Porto í heimalandinu Portúgal ellefu dögum fyrir slysið. Þá lætur hann eftir sig þrjú börn, tvo drengi og stúlku. Andlát Diogo Jota Spánn Samgönguslys Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Diogo Jota lést í bílslysi Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. 3. júlí 2025 08:23 Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur. 3. júlí 2025 11:23 Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir fráfall Diogo Jota, sem lést í bílslysi í nótt. 3. júlí 2025 22:01 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Guardia Civil lögreglunni á Spáni, sem hefur slysið til rannsóknar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Jota í miðjum framúrakstri á hraðbraut í Zamora-héraði í vesturhluta Spánar, þegar dekk sprakk á bílnum, Jota missti stjórn og bíllinn lenti utan vegar. Þá hafi eldur kviknað í bílnum og hann brunnið á augabragði. Umferðarlögreglan í Zamora segir jafnframt að allt bendi til þess að Jota hafi ekið vel yfir hámarkshraða, sem er 120 kílómetrar á klukkustund á veginum, rétt fyrir slysið. Hjólför fundust á veginum um hundrað metrum frá slysstað. Enn er beðið eftir endanlegri sérfræðingaskýrslu af rannsókninni en skemmdir á bílnum vegna brunans sem varð í slysinu hafa flækt rannsóknina. Lögregla hefur afskrifað tilgátur um að slysið hafi orðið vegna þess að malbik á hraðbrautinni sem bræðurnir ferðuðust á hafi verið verið ójafnt. Spænskir miðlar hafa eftir lögreglumanni að vegurinn hafi ekki verið sérstakt hættusvæði og malbikið því ekki komið að sök. Jota hafði gengist undir skurðaðgerð skömmu áður en slysið varð. Læknir hafði ráðlagt honum gegn því að fljúga og hann því brugðið á það ráð að aka til spænsku borgarinnar Santander, þaðan sem þeir bræður hugðust taka ferju til Liverpool áður en undirbúningstímabil liðsins færi af stað. Jota kvæntist æskuást sinni í borginni Porto í heimalandinu Portúgal ellefu dögum fyrir slysið. Þá lætur hann eftir sig þrjú börn, tvo drengi og stúlku.
Andlát Diogo Jota Spánn Samgönguslys Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Diogo Jota lést í bílslysi Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. 3. júlí 2025 08:23 Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur. 3. júlí 2025 11:23 Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir fráfall Diogo Jota, sem lést í bílslysi í nótt. 3. júlí 2025 22:01 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Diogo Jota lést í bílslysi Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. 3. júlí 2025 08:23
Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur. 3. júlí 2025 11:23
Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir fráfall Diogo Jota, sem lést í bílslysi í nótt. 3. júlí 2025 22:01