Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júlí 2025 23:51 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir er stofnandi Trés lífsins. Vísir/Sigurjón Stofnandi sjálfseignarstofnunar sem fær ekki að starfsrækja bálstofu segir ákvörðun dómsmálaráðherra vera vonbrigði. Stefnt er á að ný líkbrennsla Kirkjugarðanna verði tekin í gagnið á næsta ári. Einu bálstofu landsins má finna í Fossvogi. Ofnarnir voru byggðir árið 1948 og eru þeir elstu á Norðurlöndunum sem eru enn starfræktir. Á næsta ári er stefnt á að hætta notkun þeirra og nýr ofn tekinn í notkun í Gufunesi. Viljayfirlýsing milli ríkis og Kirkjugarða Reykjavíkur um fjárframlag til uppbyggingar brennslunnar var undirrituð á föstudag en líkbrennslan í Fossvogi stenst ekki nútímakröfur um mengunarvarnir. Íbúar í hverfinu hafa lengi kvartað yfir menguninni. Þá er starfræktur leikskóli við hliðina á bálstofunni. Nýi ofninn í Gufunesi mun hins vegar ekkert menga frá sér að sögn Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra kirkjugarða Reykjavíkur. Áhersla verður lögð á að flýta framkvæmdum svo ný bálstofa verði tilbúin sem fyrst og verður hún gjaldfrjáls og opin öllum óháð trú- og lífsskoðunum. Undirritunin átti sér langan aðdraganda og hafði sjálfseignarstofnunin Tré lífsins lengi barist fyrir því að fá að taka við rekstrinum. Það kom Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur, stofnanda Trés lífsins, á óvart að frekar var ákveðið að halda honum hjá Kirkjugörðunum. „Ég verð að viðurkenna það að fyrir okkur voru þetta gríðarleg vonbrigði. Þetta kom okkur virkilega á óvart. Þetta er ekki sú niðurstaða sem við héldum að yrði á málinu. Að okkar mati hafi samfélagslegri nýsköpun, frelsi og fjölbreytileika verið hafnað á kostnað einhvers annars,“ segir Sigríður Bylgja. Tré lífsins hafi verið í samskiptum við ríkið svo árum skiptir. Þrátt fyrir ákvörðunina heldur Sigríður Bylgja í vonina. „Við undrumst þessa ákvörðun og veltum því fyrir okkar hvort samstaða sé um hana meðal ríkisstjórnaflokkanna. Og það sem þau vilja standa fyrir. Við í rauninni vonum til þess að hægt verði að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar, því við erum enn til í að taka við þessu hlutverki og gera það í góðu samstarfi við öll,“ segir Sigríður Bylgja. Kirkjugarðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Einu bálstofu landsins má finna í Fossvogi. Ofnarnir voru byggðir árið 1948 og eru þeir elstu á Norðurlöndunum sem eru enn starfræktir. Á næsta ári er stefnt á að hætta notkun þeirra og nýr ofn tekinn í notkun í Gufunesi. Viljayfirlýsing milli ríkis og Kirkjugarða Reykjavíkur um fjárframlag til uppbyggingar brennslunnar var undirrituð á föstudag en líkbrennslan í Fossvogi stenst ekki nútímakröfur um mengunarvarnir. Íbúar í hverfinu hafa lengi kvartað yfir menguninni. Þá er starfræktur leikskóli við hliðina á bálstofunni. Nýi ofninn í Gufunesi mun hins vegar ekkert menga frá sér að sögn Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra kirkjugarða Reykjavíkur. Áhersla verður lögð á að flýta framkvæmdum svo ný bálstofa verði tilbúin sem fyrst og verður hún gjaldfrjáls og opin öllum óháð trú- og lífsskoðunum. Undirritunin átti sér langan aðdraganda og hafði sjálfseignarstofnunin Tré lífsins lengi barist fyrir því að fá að taka við rekstrinum. Það kom Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur, stofnanda Trés lífsins, á óvart að frekar var ákveðið að halda honum hjá Kirkjugörðunum. „Ég verð að viðurkenna það að fyrir okkur voru þetta gríðarleg vonbrigði. Þetta kom okkur virkilega á óvart. Þetta er ekki sú niðurstaða sem við héldum að yrði á málinu. Að okkar mati hafi samfélagslegri nýsköpun, frelsi og fjölbreytileika verið hafnað á kostnað einhvers annars,“ segir Sigríður Bylgja. Tré lífsins hafi verið í samskiptum við ríkið svo árum skiptir. Þrátt fyrir ákvörðunina heldur Sigríður Bylgja í vonina. „Við undrumst þessa ákvörðun og veltum því fyrir okkar hvort samstaða sé um hana meðal ríkisstjórnaflokkanna. Og það sem þau vilja standa fyrir. Við í rauninni vonum til þess að hægt verði að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar, því við erum enn til í að taka við þessu hlutverki og gera það í góðu samstarfi við öll,“ segir Sigríður Bylgja.
Kirkjugarðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira