„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2025 11:28 Jón Guðni Ómarsson er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Anton Brink Bankastjóri Íslandsbanka segir mikil vonbrigði að stjórn Kviku hafi ákveðið að ganga til samrunaviðræðna við Arion banka frekar en Íslandsbanka. Í tölvubréfi til starfsmanna segir hann að bankinn hafi teygt sig eins langt og hann gat í tilboði sínu en að sem betur fer séu fleiri fiskar í sjónum en Kvika. Líkt og greint var frá í gær hefur stjórn Kviku banka samþykkt að verða við beiðni stjórnar Arion banka um að hefja formlegar samrunaviðræður milli bankanna, og hefur viljayfirlýsing þess efnis verið undirrituð af hálfu beggja aðila. Beiðni stjórnar Arion banka um samrunaviðræður barst síðdegis á föstudag, á sama tíma og sams konar beiðni Íslandsbanka barst. Arion bauð betur Samhliða því að Íslandsbanki sendi tilkynningu til Kauphallar um að Kvika hefði hafnað beiðni bankans sendi Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka tölvubréf til starfsmanna. „Líkt og tilkynningar frá því á föstudaginn báru með sér sýndum bæði við og Arion áhuga og er þetta niðurstaðan. Að okkur skilst byggir ákvörðun Kviku fyrst og fremst á að Arion hafi boðið hærra verð. Við teygðum okkur eins langt í verði og við töldum hyggilegt útfrá hagsmunum hluthafa bankans og var það byggt á bjartsýnum forsendum um bæði vöxt og samlegðaráhrif,“ segir Jón Guðni. Niðurstaðan vonbrigði Hann segir niðurstöðu Kviku vissulega vera vonbriðgið, enda hafi starfsmenn bankans lagt mikla vinnu í að greina tækifærið og möguleg samlegðaráhrif, sem samruni við Kviku hefði haft í för með sér. „En sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum og mörg önnur tækifæri sem við höfum og munum huga að - bæði hvað varðar innri og ytri vöxt , hérlendis og erlendis. Margt spennandi að skoða þar. Ég vona að þið hafið notið veðurblíðunnar um helgina og nú fer heldur að hægjast á vegna sumarfría. Það er þó törn þessa dagana hjá fjárhagsdeild, áhættustýringu og öðrum sem vinna við uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung, sem verður birt 31. júlí.“ Íslandsbanki Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Líkt og greint var frá í gær hefur stjórn Kviku banka samþykkt að verða við beiðni stjórnar Arion banka um að hefja formlegar samrunaviðræður milli bankanna, og hefur viljayfirlýsing þess efnis verið undirrituð af hálfu beggja aðila. Beiðni stjórnar Arion banka um samrunaviðræður barst síðdegis á föstudag, á sama tíma og sams konar beiðni Íslandsbanka barst. Arion bauð betur Samhliða því að Íslandsbanki sendi tilkynningu til Kauphallar um að Kvika hefði hafnað beiðni bankans sendi Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka tölvubréf til starfsmanna. „Líkt og tilkynningar frá því á föstudaginn báru með sér sýndum bæði við og Arion áhuga og er þetta niðurstaðan. Að okkur skilst byggir ákvörðun Kviku fyrst og fremst á að Arion hafi boðið hærra verð. Við teygðum okkur eins langt í verði og við töldum hyggilegt útfrá hagsmunum hluthafa bankans og var það byggt á bjartsýnum forsendum um bæði vöxt og samlegðaráhrif,“ segir Jón Guðni. Niðurstaðan vonbrigði Hann segir niðurstöðu Kviku vissulega vera vonbriðgið, enda hafi starfsmenn bankans lagt mikla vinnu í að greina tækifærið og möguleg samlegðaráhrif, sem samruni við Kviku hefði haft í för með sér. „En sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum og mörg önnur tækifæri sem við höfum og munum huga að - bæði hvað varðar innri og ytri vöxt , hérlendis og erlendis. Margt spennandi að skoða þar. Ég vona að þið hafið notið veðurblíðunnar um helgina og nú fer heldur að hægjast á vegna sumarfría. Það er þó törn þessa dagana hjá fjárhagsdeild, áhættustýringu og öðrum sem vinna við uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung, sem verður birt 31. júlí.“
Íslandsbanki Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira