Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar 6. júlí 2025 09:00 Í viðtali Helga Seljan við Guðmund Kristjánsson í Brimi 3.júlí í morgunglugga rásar 1, var að finna margar villandi staðhæfingar, orðhengilshátt og lygar. Í fyrsta lagi hélt Guðmundur því fram að þjóðin og ríkið væri sitt hvað. Ég legg því til að þessum misskilningi verði eytt með því að hætta að tala um ríkisvald, ríkissjóð og ríkiseignir. Þess í stað verði talað um þjóðarvald, þjóðarsjóð og þjóðareignir, því þjóðin á allar ríkiseignir og nýtur góðs af þeim. Ég veit ekki hverjir Guðmundur telur að eigi ríkissjóð og eigi þar með rétt á að njóta þjónustu sem greidd er af ríkinu, en miðað við orð hans er það ekki þjóðin. Spurning hver á ríkissjóð, ef ekki við? Í öðru lagi sagði Guðmundur að þjóðin ætti hins vegar Brim því lífeyrissjóðir væru stórir eigendur í Brimi. Þó hann bætti við að þjóðin ætti misstóran hlut, þá stendur eftir sú fullyrðing að þjóðin eigi Brim. Þá eiga annað hvort allir landsmenn einhvern hlut í fyrirtækinu eða eigendur Brims er þjóðin. Ef einn lífeyrissjóður selur, hefur þjóðin þá minnkað sem því nemur? Í þriðja lagi hélt Guðmundur því fram að Alþingi færi ekki með völd í landinu, heldur ráðherrar skipaðir af meirihluta Alþingis, en stjórnarskráin kveður á um að skattar skuli ákveðnir með lögum. Síðan vísar hann ranglega í stjórnarskrá og þingsköp varðandi afgreiðslu lagafrumvarpa. Hann hélt því fram að meirihluti Alþingis ætti ekki að hafa lokaorðið á Alþingi. „Meirihlutinn ræður ekki Helgi“ fullyrðir hann blákalt. Í fjórða lagi talar hann eins og ríkissjóður eða þjóðarsjóður, sé eins og svarthol sem gleypi fjármuni, fari illa með fé og skili ekki til samfélagsins. Honum finnst greinilega illa farið með þá fjármuni sem greiddir eru úr þjóðarsjóði í gjaldfrjálst skólakerfi, vegakerfi, heilbrigðiskerfi, löggæslu og aðra innviði samfélagsins. Hann fullyrðir að veiðigjöldin gangi ekki til þjóðarinnar. Hvað heldur hann að verði um þessa fjármuni? Ég veit ekki hvort Guðmundur trúir því sjálfur sem hann heldur fram í útvarpi allra landsmanna, eða hvort hann heldur að þjóðin sé svo skini skroppin að trúa þessari augljósu þvælu. Kannski væri rétt að fara að virða okkur öll sem byggjum þetta land að verðleikum og semja frið við okkur? Við elskuðum útgerðir þessa lands og dáðum meðan arðurinn gekk beint og óbeint til uppbyggingar samfélagsins alls, en streymdi ekki í vasa örfárra manna og í skattaskjól erlendis. Þá var hægt að byggja upp samfélag úr fátækt í ríkidæmi á fáum áratugum, þar til dómskerfið tók sér vald Alþingis og færði þjóðareign til einstaklinga. Löglegt? Áður en sá skapadómur féll lögðum við vegi, hitaveitur, rafveitur, símalínur um land allt land, byggðum hafnir, tvö stór sjúkrahús, Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og fjölda annarra sundlauga, Þjóðleikhúsið og fjölda annarra mannvirkja. Á þeim tíma stóð sjávarútvegurinn undir næstum allri gjaldeyrissköpun og greiddi því í raun fyrir nánast allt aðflutt efni í allar þessar framkvæmdir. Þetta afsannar þá kenningu Guðmundar að ef allir hafi aðgang að auðlindinni, þá verði engin verðmæti til. Í dag erum við i vandræðum með að viðhalda sameiginlegum eigum okkar og byggja upp nauðsynlega innviði, þrátt fyrir að okkur er sagt að sjávarútvegurinn sé svo einstaklega vel rekinn og arðbær, fyrir hverja? Hvert fer ágóðinn? Guðmundur svarar raunar sjálfur þeirri spurningu þannig að ,,það stóð ekki til að við ættum að búa til verðmæti fyrir ríkiskassann“. En stóð það til að gefa auðlindina örfáum mönnum sem fénýta hana einungis fyrir sjálfan sig og tíma ekki að borga eðlilegt afgjald til þjóðarinnar, sem samkvæmt lögum á hana? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali Helga Seljan við Guðmund Kristjánsson í Brimi 3.júlí í morgunglugga rásar 1, var að finna margar villandi staðhæfingar, orðhengilshátt og lygar. Í fyrsta lagi hélt Guðmundur því fram að þjóðin og ríkið væri sitt hvað. Ég legg því til að þessum misskilningi verði eytt með því að hætta að tala um ríkisvald, ríkissjóð og ríkiseignir. Þess í stað verði talað um þjóðarvald, þjóðarsjóð og þjóðareignir, því þjóðin á allar ríkiseignir og nýtur góðs af þeim. Ég veit ekki hverjir Guðmundur telur að eigi ríkissjóð og eigi þar með rétt á að njóta þjónustu sem greidd er af ríkinu, en miðað við orð hans er það ekki þjóðin. Spurning hver á ríkissjóð, ef ekki við? Í öðru lagi sagði Guðmundur að þjóðin ætti hins vegar Brim því lífeyrissjóðir væru stórir eigendur í Brimi. Þó hann bætti við að þjóðin ætti misstóran hlut, þá stendur eftir sú fullyrðing að þjóðin eigi Brim. Þá eiga annað hvort allir landsmenn einhvern hlut í fyrirtækinu eða eigendur Brims er þjóðin. Ef einn lífeyrissjóður selur, hefur þjóðin þá minnkað sem því nemur? Í þriðja lagi hélt Guðmundur því fram að Alþingi færi ekki með völd í landinu, heldur ráðherrar skipaðir af meirihluta Alþingis, en stjórnarskráin kveður á um að skattar skuli ákveðnir með lögum. Síðan vísar hann ranglega í stjórnarskrá og þingsköp varðandi afgreiðslu lagafrumvarpa. Hann hélt því fram að meirihluti Alþingis ætti ekki að hafa lokaorðið á Alþingi. „Meirihlutinn ræður ekki Helgi“ fullyrðir hann blákalt. Í fjórða lagi talar hann eins og ríkissjóður eða þjóðarsjóður, sé eins og svarthol sem gleypi fjármuni, fari illa með fé og skili ekki til samfélagsins. Honum finnst greinilega illa farið með þá fjármuni sem greiddir eru úr þjóðarsjóði í gjaldfrjálst skólakerfi, vegakerfi, heilbrigðiskerfi, löggæslu og aðra innviði samfélagsins. Hann fullyrðir að veiðigjöldin gangi ekki til þjóðarinnar. Hvað heldur hann að verði um þessa fjármuni? Ég veit ekki hvort Guðmundur trúir því sjálfur sem hann heldur fram í útvarpi allra landsmanna, eða hvort hann heldur að þjóðin sé svo skini skroppin að trúa þessari augljósu þvælu. Kannski væri rétt að fara að virða okkur öll sem byggjum þetta land að verðleikum og semja frið við okkur? Við elskuðum útgerðir þessa lands og dáðum meðan arðurinn gekk beint og óbeint til uppbyggingar samfélagsins alls, en streymdi ekki í vasa örfárra manna og í skattaskjól erlendis. Þá var hægt að byggja upp samfélag úr fátækt í ríkidæmi á fáum áratugum, þar til dómskerfið tók sér vald Alþingis og færði þjóðareign til einstaklinga. Löglegt? Áður en sá skapadómur féll lögðum við vegi, hitaveitur, rafveitur, símalínur um land allt land, byggðum hafnir, tvö stór sjúkrahús, Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og fjölda annarra sundlauga, Þjóðleikhúsið og fjölda annarra mannvirkja. Á þeim tíma stóð sjávarútvegurinn undir næstum allri gjaldeyrissköpun og greiddi því í raun fyrir nánast allt aðflutt efni í allar þessar framkvæmdir. Þetta afsannar þá kenningu Guðmundar að ef allir hafi aðgang að auðlindinni, þá verði engin verðmæti til. Í dag erum við i vandræðum með að viðhalda sameiginlegum eigum okkar og byggja upp nauðsynlega innviði, þrátt fyrir að okkur er sagt að sjávarútvegurinn sé svo einstaklega vel rekinn og arðbær, fyrir hverja? Hvert fer ágóðinn? Guðmundur svarar raunar sjálfur þeirri spurningu þannig að ,,það stóð ekki til að við ættum að búa til verðmæti fyrir ríkiskassann“. En stóð það til að gefa auðlindina örfáum mönnum sem fénýta hana einungis fyrir sjálfan sig og tíma ekki að borga eðlilegt afgjald til þjóðarinnar, sem samkvæmt lögum á hana? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar