Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2025 18:02 Í dag, 5.júlí, varð að lögum á Alþingi frumvarp um breytingu á sviðslistalögum nr. 165 þar sem fjallað er um stofnun Óperu. Málefni óperu á Íslandi hafa margoft verið til umfjöllunar á þingi í gegnum áratugina, allt frá því að Ragnhildur Helgadóttir lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis að söngvaraflokkur yrði ráðinn við Þjóðleikhúsið fyrir nær 70 árum síðan. Nú er þessi langþráði draumur orðinn að veruleika, frumvarpið samþykkt með miklum meirihluta á þingi og hægt að hefjast handa um framkvæmdina, auglýsa eftir óperustjóra og koma starfseminni fyrir í Hörpu þar sem þessa nýja framtaks er beðið. Eins og fram hefur komið mun Óperan starfa sem hluti af Þjóðleikhúsinu og njóta þannig samlegðar við stærstu sviðslistastofnun þjóðarinnar, m.a. með samnýtingu stoðdeilda. Hún mun engu að síður hafa fullt listrænt sjálfstæði. Heimili og aðsetur Óperunnar verður í okkar einstaka tónlistarhúsi Hörpu og sýnt verður í Hörpu, Þjóðleikhúsi, Hofi á Akureyri og víðar. Margar nefndir hafa starfað ötullega á síðustu árum við undirbúning þessa máls. Síðasta nefndin, sem Lilja Þ. Alfreðsdóttir, fyrrv. menningarráðherra, skipaði lauk störfum sl. áramót eftir að hafa skilað fullbúnu frumvarpi um þjóðaróperu. Nefndin hafði mikið af upplýsingum til að vinna úr, en fyrri nefndir höfðu safnað fjölda gagna og átt viðtöl við fjöldamarga aðila. Sem formaður þessarar síðustu nefndar hef ég því fylgt þessu máli eftir síðastliðin tvö ár með mínum samnefndarkonum, Þóru Einarsdóttur og Þórunni Grétu Sigurðardóttur, og verkefnisstjóra, Finni Bjarnasyni, sem hefur starfað að þessu máli í ráðuneyti Lilju og síðar Loga Einarssonar menningarráðherra. Málið komst fyrir þing í fyrri ríkisstjórn en komst ekki upp úr nefnd og síðar sprakk sú stjórn. Ný ríkisstjórn tók málið föstum tökum og Logi Einarsson lagði málið fram á vorþingi með smávægilegum breytingum. Öllu þessu fólki ber að þakka fyrir mikilvægt framlag til þessa máls. Þingmenn úr öllum flokkum hafa stutt málið í gegnum tíðina, en sérstaklega ber að þakka ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fyrir að koma frumvarpinu í gegnum þingið nú á mjög annasömum vormánuðum. Mest ber þó að þakka hinum stóra stóra hópi íslenskra atvinnusöngvara er hefur unnið að málinu, sumir hverjir búsettir úti í heimi. Listamenn úr öðrum greinum hafa einnig verið ötulir stuðningsmenn, enda verða til ný atvinnutækifæri fyrir leikstjóra, hönnuði, hljómsveitarstjóra, kórsöngvara osfrv. með hinni nýju Óperu. Þá hefur Bandalag íslenskra listamanna, auk Sviðslistaráðs, Klassís og annara fagfélaga listamanna, stutt vel við bakið á okkur sem unnum við að koma saman frumvarpinu og vinna því brautargengi á þingi. Stjórnendur Þjóðleikhúss og Hörpu, þau Halldór Guðmundsson, form. Þjóðleikhúsráðs, Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri, og Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, hafa unnið dyggilega með okkur að útfærslu samstarfsins, enda mikilvægt að það takist vel og verði farsælt. Þá ber að þakka Íslensku óperunni sitt áratugalanga og ötula starf og stjórn, starfsmönnum og fráfarandi óperustjóra, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur fyrir þeirra framlag. Þótt Íslenska óperan hefði kosið önnur málalok þá hefur verið ómetanlegt að hafa aðgang að mikilvægum gögnum úr starfsemi hennar og sannarlega má segja að þetta frumvarp sé mótað og byggt á starfsemi Íslensku óperunnar. Einnig er byggt á óperustarfsemi á vegum Þjóðleikhússins á árum áður, á vegum Listahátíðar og síðast en ekki síst hinum kraftmikla hópi ungra söngvara sem hefur nú á síðustu misserum auðgað íslenska grasrót með fjölbreyttum og spennandi óperusýningum. Öll þessi mikilvæga starfsemi er grunnur að hinni nýju stofnun. Eins og svo oft áður hefur áratugalöng barátta listamanna og margra fleiri nú loksins skilað árangri. Samhugur og markviss vinna fjölda manns ásamt góðri samstöðu á þingi hefur siglt málinu í höfn og betri sumargjöf til íslensku þjóðarinnar er varla hægt að hugsa sér. Það eru sannarlega fjölbreytt og spennandi verkefni sem bíða hinnar nýju Óperu. Landsmenn fá nýja, nútímalega stofnun sem mun styrkja ímynd lands og þjóðar, veita fjölda manns atvinnu og gleðja áhorfendur og gesti um ókomna tíð. Til hamingju Íslendingar! Höfundur er formaður undirbúningsnefndar um þjóðaróperu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í dag, 5.júlí, varð að lögum á Alþingi frumvarp um breytingu á sviðslistalögum nr. 165 þar sem fjallað er um stofnun Óperu. Málefni óperu á Íslandi hafa margoft verið til umfjöllunar á þingi í gegnum áratugina, allt frá því að Ragnhildur Helgadóttir lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis að söngvaraflokkur yrði ráðinn við Þjóðleikhúsið fyrir nær 70 árum síðan. Nú er þessi langþráði draumur orðinn að veruleika, frumvarpið samþykkt með miklum meirihluta á þingi og hægt að hefjast handa um framkvæmdina, auglýsa eftir óperustjóra og koma starfseminni fyrir í Hörpu þar sem þessa nýja framtaks er beðið. Eins og fram hefur komið mun Óperan starfa sem hluti af Þjóðleikhúsinu og njóta þannig samlegðar við stærstu sviðslistastofnun þjóðarinnar, m.a. með samnýtingu stoðdeilda. Hún mun engu að síður hafa fullt listrænt sjálfstæði. Heimili og aðsetur Óperunnar verður í okkar einstaka tónlistarhúsi Hörpu og sýnt verður í Hörpu, Þjóðleikhúsi, Hofi á Akureyri og víðar. Margar nefndir hafa starfað ötullega á síðustu árum við undirbúning þessa máls. Síðasta nefndin, sem Lilja Þ. Alfreðsdóttir, fyrrv. menningarráðherra, skipaði lauk störfum sl. áramót eftir að hafa skilað fullbúnu frumvarpi um þjóðaróperu. Nefndin hafði mikið af upplýsingum til að vinna úr, en fyrri nefndir höfðu safnað fjölda gagna og átt viðtöl við fjöldamarga aðila. Sem formaður þessarar síðustu nefndar hef ég því fylgt þessu máli eftir síðastliðin tvö ár með mínum samnefndarkonum, Þóru Einarsdóttur og Þórunni Grétu Sigurðardóttur, og verkefnisstjóra, Finni Bjarnasyni, sem hefur starfað að þessu máli í ráðuneyti Lilju og síðar Loga Einarssonar menningarráðherra. Málið komst fyrir þing í fyrri ríkisstjórn en komst ekki upp úr nefnd og síðar sprakk sú stjórn. Ný ríkisstjórn tók málið föstum tökum og Logi Einarsson lagði málið fram á vorþingi með smávægilegum breytingum. Öllu þessu fólki ber að þakka fyrir mikilvægt framlag til þessa máls. Þingmenn úr öllum flokkum hafa stutt málið í gegnum tíðina, en sérstaklega ber að þakka ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fyrir að koma frumvarpinu í gegnum þingið nú á mjög annasömum vormánuðum. Mest ber þó að þakka hinum stóra stóra hópi íslenskra atvinnusöngvara er hefur unnið að málinu, sumir hverjir búsettir úti í heimi. Listamenn úr öðrum greinum hafa einnig verið ötulir stuðningsmenn, enda verða til ný atvinnutækifæri fyrir leikstjóra, hönnuði, hljómsveitarstjóra, kórsöngvara osfrv. með hinni nýju Óperu. Þá hefur Bandalag íslenskra listamanna, auk Sviðslistaráðs, Klassís og annara fagfélaga listamanna, stutt vel við bakið á okkur sem unnum við að koma saman frumvarpinu og vinna því brautargengi á þingi. Stjórnendur Þjóðleikhúss og Hörpu, þau Halldór Guðmundsson, form. Þjóðleikhúsráðs, Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri, og Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, hafa unnið dyggilega með okkur að útfærslu samstarfsins, enda mikilvægt að það takist vel og verði farsælt. Þá ber að þakka Íslensku óperunni sitt áratugalanga og ötula starf og stjórn, starfsmönnum og fráfarandi óperustjóra, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur fyrir þeirra framlag. Þótt Íslenska óperan hefði kosið önnur málalok þá hefur verið ómetanlegt að hafa aðgang að mikilvægum gögnum úr starfsemi hennar og sannarlega má segja að þetta frumvarp sé mótað og byggt á starfsemi Íslensku óperunnar. Einnig er byggt á óperustarfsemi á vegum Þjóðleikhússins á árum áður, á vegum Listahátíðar og síðast en ekki síst hinum kraftmikla hópi ungra söngvara sem hefur nú á síðustu misserum auðgað íslenska grasrót með fjölbreyttum og spennandi óperusýningum. Öll þessi mikilvæga starfsemi er grunnur að hinni nýju stofnun. Eins og svo oft áður hefur áratugalöng barátta listamanna og margra fleiri nú loksins skilað árangri. Samhugur og markviss vinna fjölda manns ásamt góðri samstöðu á þingi hefur siglt málinu í höfn og betri sumargjöf til íslensku þjóðarinnar er varla hægt að hugsa sér. Það eru sannarlega fjölbreytt og spennandi verkefni sem bíða hinnar nýju Óperu. Landsmenn fá nýja, nútímalega stofnun sem mun styrkja ímynd lands og þjóðar, veita fjölda manns atvinnu og gleðja áhorfendur og gesti um ókomna tíð. Til hamingju Íslendingar! Höfundur er formaður undirbúningsnefndar um þjóðaróperu
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar