Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Agnar Már Másson skrifar 5. júlí 2025 14:55 Margir þingmenn eru fjarverandi á þessum sólríka laugardegi. Vísir/Anton Brink Tæpur þriðjungur Alþingismanna er fjarverandi á þingfundi í dag, þar á meðal einn ráðherra, þar sem fjórtán mál eru á dagskrá. Hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp er ekki á dagskrá en þingflokksformenn hafa fundað í bakherbergjum Alþingishússins í von um að leysa úr þeirri störukeppni. Á vef Alþingis má sjá að 20 þingmenn hafi verið fjarstaddir í atkvæðagreiðslum sem fóru fram á þingfundinum í dag. Á dagskrá eru fjórtan mál, þar af er búið að afgreiða tíu. Eftirfarandi þingmenn hafa verið fjarverandi í dag: Bryndís Haraldsdóttir (D), Dagur B. Eggertsson (S), Diljá Mist Einarsdóttir (D), Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra (F), Guðlaugur Þór Þórðarson (D), Ingibjörg Davíðsdóttir (M), Heiða Ingimarsdóttir (C), Jón Gunnarsson (D), Jón Pétur Zimsen (D), Karl Gauti Hjaltason (M), Lilja Rafney Magnúsdóttir (F), María Rut Kristinsdóttir (C), Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir (M), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M), Snorri Másson (M), Vilhjálmur Árnason (D), Þorgrímur Sigmundsson (M), Þórarinn Ingi Pétursson (B), Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D.) Þjóðaróperan lögfest Þá er búið að klára sjö mál þar sem þriðju umræðu þeirra lauk í dag, þar á meðal stofnun þjóðaróperu sem hefur nú verið fest í lög. Fleiri samþykkt frumvörp varða meðal annars raforkuöryggi, netöryggissveit, fjáraukalög. Þá lauk annarri umræðu í dag um frumvarp er varðar aðgerðir gegn peningaþvætti og endurheimt ávinnings af brotum. Nú er til umræðu frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar. Líklegt þykir að auðveldlega takist að afgreiða öll þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag. Heljarinnar störukeppni En þingfundurinn er haldinn í skugga þráteflisins sem hefur skapast í umræðunni um hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp, sem er helsta bitbeinið í umræðum um þinglok. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í morgun að þingmenn færðust nær endamarkinu. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Á vef Alþingis má sjá að 20 þingmenn hafi verið fjarstaddir í atkvæðagreiðslum sem fóru fram á þingfundinum í dag. Á dagskrá eru fjórtan mál, þar af er búið að afgreiða tíu. Eftirfarandi þingmenn hafa verið fjarverandi í dag: Bryndís Haraldsdóttir (D), Dagur B. Eggertsson (S), Diljá Mist Einarsdóttir (D), Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra (F), Guðlaugur Þór Þórðarson (D), Ingibjörg Davíðsdóttir (M), Heiða Ingimarsdóttir (C), Jón Gunnarsson (D), Jón Pétur Zimsen (D), Karl Gauti Hjaltason (M), Lilja Rafney Magnúsdóttir (F), María Rut Kristinsdóttir (C), Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir (M), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M), Snorri Másson (M), Vilhjálmur Árnason (D), Þorgrímur Sigmundsson (M), Þórarinn Ingi Pétursson (B), Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D.) Þjóðaróperan lögfest Þá er búið að klára sjö mál þar sem þriðju umræðu þeirra lauk í dag, þar á meðal stofnun þjóðaróperu sem hefur nú verið fest í lög. Fleiri samþykkt frumvörp varða meðal annars raforkuöryggi, netöryggissveit, fjáraukalög. Þá lauk annarri umræðu í dag um frumvarp er varðar aðgerðir gegn peningaþvætti og endurheimt ávinnings af brotum. Nú er til umræðu frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar. Líklegt þykir að auðveldlega takist að afgreiða öll þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag. Heljarinnar störukeppni En þingfundurinn er haldinn í skugga þráteflisins sem hefur skapast í umræðunni um hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp, sem er helsta bitbeinið í umræðum um þinglok. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í morgun að þingmenn færðust nær endamarkinu.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira