Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar 4. júlí 2025 07:31 Fyrir skömmu birtust fréttir af því að verðlag á mat og drykki sé að jafnaði 44% hærra hérlendis en að meðaltali í ESB. Í framhaldinu var velt upp hinum ýmsu ástæðum verðlags á matvælum á Íslandi. Vert er að taka fram að hér er engin breyting frá því sem áður hefur verið þar sem verðlag á Íslandi hefur alla jafna verið töluvert hærra en gengur og gerist á meginlandi Evrópu. Það sem skiptir í raun meira máli í þessum samanburði er hvert verðlag á mat og drykk er í samanburði við tekjur og hver hluti þess er í heildarútgjöldum heimilanna. Gefur hlutfallið samanburð á aðgengi heimila að mat og drykk á milli landa út frá tekjum. Þegar hlutfallið er hátt merkir það einfaldlega að matur og drykkur er dýr í samanburði við tekjur. Þegar þá er lágt er því öfugt farið. Þegar horft er til flokksins „matur og óáfengir drykkir“ sem hlutfall af heildarútgjöldum heimilanna hefur Ísland um árabil verið á svipuðu róli og hin Norðurlöndin, og nokkuð undir meðaltali Evrópusambandsins. Þetta þýðir einfaldlega að þó svo matur kosti fleiri krónur hér en almennt gengur og gerist í Evrópu, þá fer svipað hlutfall útgjalda heimilisins til þessa flokks og í hinum Norðurlöndunum. Það helgast meðal annars af því að laun eru almennt hærri hér en gengur og gerist í Evrópu og laun og verðlag matvæla fylgjast að með sambærilegum hætti hér og við sjáum á Norðurlöndunum. Til að glöggva sig enn betur á samspilinu þá er hægt að skoða þau lönd sem raðast í efstu sætin fyrir verðlag matvæla í Evrópu, en það eru sömu lönd og þar sem laun eru hæst. Um árabil hafa þetta verið EFTA löndin þrjú; Ísland, Noregur og Sviss, ásamt Lúxemborg. Fjölmargir áhrifaþættir matvælaverðs Það eru fjölmargar breytur sem hafa áhrif á matvælaverð. Hérlendis má helst nefna hátt launa- og vaxtastig, langar flutningsleiðir aðfanga og vara og litla stærðarhagkvæmni. Þá hafa uppskerubrestir og hökt í aðfangakeðjum erlendis áhrif, bæði á innflutta og innlenda vöru. Til viðbótar má einnig nefna að virðisaukaskattur á matvæli á Íslandi er 11%, sem er hátt í alþjóðlegum samanburði og ívið hærri en í öðrum Evrópulöndum, sem eðlilega skilar sér í hærra verði til neytenda. Breytingar þar á, t.a.m. lækkun virðisaukaskatts á matvæli, gæti þannig verið búbót fyrir tekjulág og efnaminni heimili. Enn annar áhrifaþáttur er álögur og gjöld. Sem dæmi um slíkt hækkuðu eftirlitsgjöld á íslenska matvælaframleiðendur um 30% þann 1. júlí síðastliðinn. Var þar um ákvörðun atvinnuvegaráðherra að ræða og engar kröfur gerðar á Matvælastofnun að hagræða til að halda niðri kostnaði við eftirlit. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að lesa aðsenda grein atvinnuvegaráðherra hér á Vísi um daginn þar sem ráðherra fjallaði verðlagsþróun matvöru. Þar er fjallað um hækkanir á nokkrum vöruflokkum og velt upp mögulegum ástæðum. Það verður ekki hjá því komist að gagnrýna vafasamar útskýringar ráðherra á verðlagsþróun á kjöti undanfarið ár. Í greininni gerir atvinnuvegaráðherra að því skóna að úrvinnslufyrirtæki bænda séu að nýta heimildir til hagræðingar, sem fengust með breytingu á búvörulögum í fyrra vor, til að hækka verð út á markað. Það verður að teljast alvarlegt þegar ráðherra landbúnaðarmála slengir slíkum órökstuddum dylgjum fram á opinberum vettvangi. Það vekur einnig upp áleitnar spurningar að ráðherra í ríkisstjórn Íslands sé með slíka rörsýn á áhrifaþætti verðlagsþróunar kjöts, þá sérstaklega í ljósi þess að það tímabil sem undanþágan hefur verið í gildi hefur verið afar takmarkað og slitrótt vegna dómsmála sem einungis leystist úr í lok maímánaðar síðastliðins. Tillögur til úrbóta Í fyrrnefndri grein atvinnuvegaráðherra tilkynnir ráðherra að búið sé að setja á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins sem hefur það verkefni að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Fagna ég þessu skrefi ráðherra sem verður vonandi til þess að litið sé til fleiri áhrifaþátta matvælaverðs en gert var í umræddri grein ráðherrans. Vilji ríkisstjórnin leggja sitt á vogarskálarnar til að lækka matvælaverð væri tilvalið að a) fylgja eftir hvatningu úr nýjustu efnahagsskýrslu OECD og skoða lægri skattþrep fyrir matvæli, b) hætta við að leggja auknar álögur á matvælaframleiðslu og hagræða frekar og c) ekki kippa lögum úr sambandi sem veita heimildir til hagræðingar hjá úrvinnslufyrirtækjum bænda. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtust fréttir af því að verðlag á mat og drykki sé að jafnaði 44% hærra hérlendis en að meðaltali í ESB. Í framhaldinu var velt upp hinum ýmsu ástæðum verðlags á matvælum á Íslandi. Vert er að taka fram að hér er engin breyting frá því sem áður hefur verið þar sem verðlag á Íslandi hefur alla jafna verið töluvert hærra en gengur og gerist á meginlandi Evrópu. Það sem skiptir í raun meira máli í þessum samanburði er hvert verðlag á mat og drykk er í samanburði við tekjur og hver hluti þess er í heildarútgjöldum heimilanna. Gefur hlutfallið samanburð á aðgengi heimila að mat og drykk á milli landa út frá tekjum. Þegar hlutfallið er hátt merkir það einfaldlega að matur og drykkur er dýr í samanburði við tekjur. Þegar þá er lágt er því öfugt farið. Þegar horft er til flokksins „matur og óáfengir drykkir“ sem hlutfall af heildarútgjöldum heimilanna hefur Ísland um árabil verið á svipuðu róli og hin Norðurlöndin, og nokkuð undir meðaltali Evrópusambandsins. Þetta þýðir einfaldlega að þó svo matur kosti fleiri krónur hér en almennt gengur og gerist í Evrópu, þá fer svipað hlutfall útgjalda heimilisins til þessa flokks og í hinum Norðurlöndunum. Það helgast meðal annars af því að laun eru almennt hærri hér en gengur og gerist í Evrópu og laun og verðlag matvæla fylgjast að með sambærilegum hætti hér og við sjáum á Norðurlöndunum. Til að glöggva sig enn betur á samspilinu þá er hægt að skoða þau lönd sem raðast í efstu sætin fyrir verðlag matvæla í Evrópu, en það eru sömu lönd og þar sem laun eru hæst. Um árabil hafa þetta verið EFTA löndin þrjú; Ísland, Noregur og Sviss, ásamt Lúxemborg. Fjölmargir áhrifaþættir matvælaverðs Það eru fjölmargar breytur sem hafa áhrif á matvælaverð. Hérlendis má helst nefna hátt launa- og vaxtastig, langar flutningsleiðir aðfanga og vara og litla stærðarhagkvæmni. Þá hafa uppskerubrestir og hökt í aðfangakeðjum erlendis áhrif, bæði á innflutta og innlenda vöru. Til viðbótar má einnig nefna að virðisaukaskattur á matvæli á Íslandi er 11%, sem er hátt í alþjóðlegum samanburði og ívið hærri en í öðrum Evrópulöndum, sem eðlilega skilar sér í hærra verði til neytenda. Breytingar þar á, t.a.m. lækkun virðisaukaskatts á matvæli, gæti þannig verið búbót fyrir tekjulág og efnaminni heimili. Enn annar áhrifaþáttur er álögur og gjöld. Sem dæmi um slíkt hækkuðu eftirlitsgjöld á íslenska matvælaframleiðendur um 30% þann 1. júlí síðastliðinn. Var þar um ákvörðun atvinnuvegaráðherra að ræða og engar kröfur gerðar á Matvælastofnun að hagræða til að halda niðri kostnaði við eftirlit. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að lesa aðsenda grein atvinnuvegaráðherra hér á Vísi um daginn þar sem ráðherra fjallaði verðlagsþróun matvöru. Þar er fjallað um hækkanir á nokkrum vöruflokkum og velt upp mögulegum ástæðum. Það verður ekki hjá því komist að gagnrýna vafasamar útskýringar ráðherra á verðlagsþróun á kjöti undanfarið ár. Í greininni gerir atvinnuvegaráðherra að því skóna að úrvinnslufyrirtæki bænda séu að nýta heimildir til hagræðingar, sem fengust með breytingu á búvörulögum í fyrra vor, til að hækka verð út á markað. Það verður að teljast alvarlegt þegar ráðherra landbúnaðarmála slengir slíkum órökstuddum dylgjum fram á opinberum vettvangi. Það vekur einnig upp áleitnar spurningar að ráðherra í ríkisstjórn Íslands sé með slíka rörsýn á áhrifaþætti verðlagsþróunar kjöts, þá sérstaklega í ljósi þess að það tímabil sem undanþágan hefur verið í gildi hefur verið afar takmarkað og slitrótt vegna dómsmála sem einungis leystist úr í lok maímánaðar síðastliðins. Tillögur til úrbóta Í fyrrnefndri grein atvinnuvegaráðherra tilkynnir ráðherra að búið sé að setja á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins sem hefur það verkefni að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Fagna ég þessu skrefi ráðherra sem verður vonandi til þess að litið sé til fleiri áhrifaþátta matvælaverðs en gert var í umræddri grein ráðherrans. Vilji ríkisstjórnin leggja sitt á vogarskálarnar til að lækka matvælaverð væri tilvalið að a) fylgja eftir hvatningu úr nýjustu efnahagsskýrslu OECD og skoða lægri skattþrep fyrir matvæli, b) hætta við að leggja auknar álögur á matvælaframleiðslu og hagræða frekar og c) ekki kippa lögum úr sambandi sem veita heimildir til hagræðingar hjá úrvinnslufyrirtækjum bænda. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun