Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júlí 2025 13:35 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Arnar Ekkert bendir til lausnar á deilunni sem knýr áfram það „myljandi málþóf“ sem á sér stað á Alþingi, segir prófessor í stjórnmálafræði. Þófið teljist afar óvenjulegt að því leyti að stjórnarandstaðan virðist lítið græða á því pólitískt séð. Þingfundur hófst í morgun með seinni umræðu um fjármálaáætlun. Tillögu stjórnarandstöðunnar um að áætlunin yrði sett á dagskrá á undan veiðigjöldum var hafnað í gær en það var síðan gert í morgun. Það er þó ekki vísbending um að samkomulag um þinglok sé í nánd samkvæmt upplýsingum fréttastofu, heldur er umræðu um veiðigjöld hvergi nærri lokið og því þarf einfaldlega að ræða fjármálaáætlun sem er lögbundið að afgreiða. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, lýsir ástandinu sem störukeppni. „Þetta eru orðin gríðarlega mikil átök á þinginu og myljandi málþóf auðvitað í gangi, það blasir alveg við og í sjálfu sér er ekkert sem sýnir fram á hvernig þessi deila leysist.“ Getur haldið endalaust áfram Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að fá veiðigjöldin út af dagskrá. Það hefur ekki komið til greina og viðræður um þinglok eru þar með í hnút. Umræðan, sem er orðin meðal þeirra lengstu í seinni tíð, er aftur á dagskrá í dag. Eiríkur segir hana þess vegna geta haldið áfram út allan mánuðinn. „Það sem er kannski óvanalegt við málþófið að þessu sinni er að stjórnarandstaðan virðist ekki græða mikið á því pólitískt, allavega endurspeglast það ekki í skoðanakönnunum. Þannig að sársaukinn er ekkert mjög mikill fyrir ríkisstjórnina að láta þetta ganga áfram. Yfirleitt er málþófi beitt þegar stjórnarandstaðan finnur bragðið af því að hún fái pólitískan ávinning af þæfingu málsins. Slíkt virðist ekki uppi á borðinu ennþá allavega,“ segir Eiríkur. Átök um Ísland Óvíst sé því hvort ákvæði þingskaparlaga verði beitt til þess að takmarka umræðuna og það sé matsatriði hvenær hún teljist efnislega tæmd. Málþófið komi ekki á óvart. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur á þetta sem atlögu að þeirra arfleið að stórum hluta, enda hefur hann staðið á bak við það fiskveiðistjórnunarkerfi sem nú er ásamt Framsóknarflokknum. Þetta eru átökin um Ísland, þau snúast um endurgjald fyrir aðgang að auðlindinni og hafa gert það í fjóra áratugi. Þannig þetta er mikið átakamál.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Þingfundur hófst í morgun með seinni umræðu um fjármálaáætlun. Tillögu stjórnarandstöðunnar um að áætlunin yrði sett á dagskrá á undan veiðigjöldum var hafnað í gær en það var síðan gert í morgun. Það er þó ekki vísbending um að samkomulag um þinglok sé í nánd samkvæmt upplýsingum fréttastofu, heldur er umræðu um veiðigjöld hvergi nærri lokið og því þarf einfaldlega að ræða fjármálaáætlun sem er lögbundið að afgreiða. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, lýsir ástandinu sem störukeppni. „Þetta eru orðin gríðarlega mikil átök á þinginu og myljandi málþóf auðvitað í gangi, það blasir alveg við og í sjálfu sér er ekkert sem sýnir fram á hvernig þessi deila leysist.“ Getur haldið endalaust áfram Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að fá veiðigjöldin út af dagskrá. Það hefur ekki komið til greina og viðræður um þinglok eru þar með í hnút. Umræðan, sem er orðin meðal þeirra lengstu í seinni tíð, er aftur á dagskrá í dag. Eiríkur segir hana þess vegna geta haldið áfram út allan mánuðinn. „Það sem er kannski óvanalegt við málþófið að þessu sinni er að stjórnarandstaðan virðist ekki græða mikið á því pólitískt, allavega endurspeglast það ekki í skoðanakönnunum. Þannig að sársaukinn er ekkert mjög mikill fyrir ríkisstjórnina að láta þetta ganga áfram. Yfirleitt er málþófi beitt þegar stjórnarandstaðan finnur bragðið af því að hún fái pólitískan ávinning af þæfingu málsins. Slíkt virðist ekki uppi á borðinu ennþá allavega,“ segir Eiríkur. Átök um Ísland Óvíst sé því hvort ákvæði þingskaparlaga verði beitt til þess að takmarka umræðuna og það sé matsatriði hvenær hún teljist efnislega tæmd. Málþófið komi ekki á óvart. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur á þetta sem atlögu að þeirra arfleið að stórum hluta, enda hefur hann staðið á bak við það fiskveiðistjórnunarkerfi sem nú er ásamt Framsóknarflokknum. Þetta eru átökin um Ísland, þau snúast um endurgjald fyrir aðgang að auðlindinni og hafa gert það í fjóra áratugi. Þannig þetta er mikið átakamál.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira