Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar 3. júlí 2025 13:02 Málfrelsi er einn af hornsteinum lýðræðisins og lykilforsenda virkrar samfélagsumræðu. Þessa dagana velta mörg fyrir sér, að gefnu tilefni, hvenær réttlætanlegt sé að takmarka málsfrelsi innan sjálfra stofnana lýðræðisins. Málfrelsi sem mannréttindi Rétturinn til tjáningar nýtur verndar samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, þar á meðal 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 73. gr. stjórnarskrár Íslands. Málfrelsi felur í sér rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar, veita upplýsingar og taka þátt í opinberri umræðu án ótta við refsingu eða afskipti stjórnvalda. Þannig er það einnig gegnumgangandi viðmið í lýðræðisríkjum að tjáningarfrelsi sé grundvallarréttindi en jafnframt viðurkennt að það megi takmarka það við ákveðnar aðstæður. Takmarkanir í þágu lýðræðisins Þótt málfrelsi sé mikilvægt, er það ekki algert. Samkvæmt alþjóðlegum réttarheimildum, svo sem þeim sem að ofan greinir, má setja því takmarkanir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum: þær þurfa að vera lögbundnar, þjóna lögmætu markmiði, og vera nauðsynlegar í lýðræðislegu samfélagi. Markmiðin geta meðal annars falist í að vernda þjóðaröryggi, almannaheill, siðgæði eða réttindi annarra, en einnig að tryggja skilvirka og málefnalega starfsemi lýðræðislegra stofnana. Þetta á meðal annars við um starfsemi þjóðþinga. Þar getur verið nauðsynlegt að setja reglur um fundarsköp og ræðutíma, til að tryggja að umræðan sé markviss, virðing sé borin fyrir tíma annarra þingmanna og að öllum sjónarmiðum sé gefið sanngjarnt rými. Skipulag ræðutíma er ekki brot á málfrelsi Þegar sett eru ákvæði um hversu oft þingmenn mega taka til máls, eða hve langan tíma þeir hafa til umráða, er því ekki um að ræða skerðingu á kjarnanum í tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru til þess fallnar að styðja við uppbyggilega umræðu og tryggja jafnræði innan þingsins og þar með einnig treysta undirstöður lýðræðisins sjálfs. Þetta er mikilvægt sjónarhorn, því stundum er því haldið fram að slíkar reglur feli í sér þöggun eða einhverja skerðingu á málfrelsinu. Því er í raun öfugt farið: Reglur um ræðutíma, málsmeðferð og umræður innan þings eru hluti af nauðsynlegum verkfærum til að verja lýðræðislega umræðu gegn stjórnleysi, málþófi eða misnotkun á ræðufrelsi. Lög um þingsköp Alþingis Fundarsköp Alþingis hafa verið lögfest með þingskaparlögum. Þau innihalda reglur um störf Alþingis og má þar m.a. finna reglur um hegðun í þingsal, ávörp þingmanna og reglur um lengd ræðutíma og hversu margar ræður má halda. Með lögum um þingsköp er þingmönnum m.ö.o. settar ákveðnar skorður, í þágu lýðræðis, og hafa lögin ekki talist ganga í berhögg við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi. Í 2. mgr. 71. gr. laganna segir að forseti Alþingis geti stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig lagt til, að umræðum um mál skuli lokið. Skulu slíkar tillögur forseta án umræðu bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Birtingarmynd virks og ábyrgs lýðræðis Málfrelsi er forsenda virkrar og opinnar samfélagsumræðu. En rétt eins og frelsi einstaklingsins til athafna getur verið takmarkað til að tryggja frelsi annarra, getur tjáningarfrelsi sætt eðlilegum skorðum í þágu samræðu, jafnræðis og lýðræðislegrar virkni. Innan þjóðþinga eru reglur um fjölda og lengd ræða þingmanna hluti af heilbrigðum stjórnskipulegum ramma en ekki brot á tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru þvert á móti birtingarmynd virks og ábyrgðs lýðræðis. Þetta tel ég að Alþingi Íslendinga og fundarstjórinn, sjálfur forseti Alþingis ættu að hafa í huga. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Alþingi Mest lesið Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Sjá meira
Málfrelsi er einn af hornsteinum lýðræðisins og lykilforsenda virkrar samfélagsumræðu. Þessa dagana velta mörg fyrir sér, að gefnu tilefni, hvenær réttlætanlegt sé að takmarka málsfrelsi innan sjálfra stofnana lýðræðisins. Málfrelsi sem mannréttindi Rétturinn til tjáningar nýtur verndar samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, þar á meðal 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 73. gr. stjórnarskrár Íslands. Málfrelsi felur í sér rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar, veita upplýsingar og taka þátt í opinberri umræðu án ótta við refsingu eða afskipti stjórnvalda. Þannig er það einnig gegnumgangandi viðmið í lýðræðisríkjum að tjáningarfrelsi sé grundvallarréttindi en jafnframt viðurkennt að það megi takmarka það við ákveðnar aðstæður. Takmarkanir í þágu lýðræðisins Þótt málfrelsi sé mikilvægt, er það ekki algert. Samkvæmt alþjóðlegum réttarheimildum, svo sem þeim sem að ofan greinir, má setja því takmarkanir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum: þær þurfa að vera lögbundnar, þjóna lögmætu markmiði, og vera nauðsynlegar í lýðræðislegu samfélagi. Markmiðin geta meðal annars falist í að vernda þjóðaröryggi, almannaheill, siðgæði eða réttindi annarra, en einnig að tryggja skilvirka og málefnalega starfsemi lýðræðislegra stofnana. Þetta á meðal annars við um starfsemi þjóðþinga. Þar getur verið nauðsynlegt að setja reglur um fundarsköp og ræðutíma, til að tryggja að umræðan sé markviss, virðing sé borin fyrir tíma annarra þingmanna og að öllum sjónarmiðum sé gefið sanngjarnt rými. Skipulag ræðutíma er ekki brot á málfrelsi Þegar sett eru ákvæði um hversu oft þingmenn mega taka til máls, eða hve langan tíma þeir hafa til umráða, er því ekki um að ræða skerðingu á kjarnanum í tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru til þess fallnar að styðja við uppbyggilega umræðu og tryggja jafnræði innan þingsins og þar með einnig treysta undirstöður lýðræðisins sjálfs. Þetta er mikilvægt sjónarhorn, því stundum er því haldið fram að slíkar reglur feli í sér þöggun eða einhverja skerðingu á málfrelsinu. Því er í raun öfugt farið: Reglur um ræðutíma, málsmeðferð og umræður innan þings eru hluti af nauðsynlegum verkfærum til að verja lýðræðislega umræðu gegn stjórnleysi, málþófi eða misnotkun á ræðufrelsi. Lög um þingsköp Alþingis Fundarsköp Alþingis hafa verið lögfest með þingskaparlögum. Þau innihalda reglur um störf Alþingis og má þar m.a. finna reglur um hegðun í þingsal, ávörp þingmanna og reglur um lengd ræðutíma og hversu margar ræður má halda. Með lögum um þingsköp er þingmönnum m.ö.o. settar ákveðnar skorður, í þágu lýðræðis, og hafa lögin ekki talist ganga í berhögg við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi. Í 2. mgr. 71. gr. laganna segir að forseti Alþingis geti stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig lagt til, að umræðum um mál skuli lokið. Skulu slíkar tillögur forseta án umræðu bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Birtingarmynd virks og ábyrgs lýðræðis Málfrelsi er forsenda virkrar og opinnar samfélagsumræðu. En rétt eins og frelsi einstaklingsins til athafna getur verið takmarkað til að tryggja frelsi annarra, getur tjáningarfrelsi sætt eðlilegum skorðum í þágu samræðu, jafnræðis og lýðræðislegrar virkni. Innan þjóðþinga eru reglur um fjölda og lengd ræða þingmanna hluti af heilbrigðum stjórnskipulegum ramma en ekki brot á tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru þvert á móti birtingarmynd virks og ábyrgðs lýðræðis. Þetta tel ég að Alþingi Íslendinga og fundarstjórinn, sjálfur forseti Alþingis ættu að hafa í huga. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar