Innlent

Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður rætt við Runólf Pálsson forstjóra Landspítala sem fagnar svartri skýrslu Ríkisendurskoðanda sem birtist í gær.

Runólfur segir að mönnunarvandi hafi viðgengist allt of lengi á spítalanum og að ráðast verði að rótum vandans. 

Við heyrum svo í stjórnmálafræðingi um stöðuna á Alþingi en í gær fór umræðan um breytingar á veiðigjöldum fram úr Icesave deilunni, ef litið er til ræðutíma. Ræðutíminn nálgast nú þriðja orkupakkann óðfluga og ekkert útlit er fyrir málalok. 

Einnig verður rætt við framkvæmdastjóra STEF um þá áskorun sem tilkoma gervigreindar á tónlistarsviðinu sé. 

 Í sportpakkanum verða vonbrigðin í Sviss gerð upp en stelpurnar okkar töpuðu fyrir Finnum í fyrsta leik á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×