Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júlí 2025 12:59 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakaði stjórnarandstöðuna um gaslýsingu og sagði öllu snúið á hvolf þegar stjórnarandstaðan lagði til að dagskrá þingsins yrði breytt, Vísir/Vilhelm Þingmenn vörpuðu fram ásökunum um gaslýsingu og fullyrtu að viðræður um þinglok hefðu aldrei gengið eins illa og núna. Tillögu stjórnarandstöðunnar um breytingar á dagskrá Alþingis var hafnað í morgun og umræður um veiðigjöld halda áfram Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar, um að fjármálaáætlun og frumvarp um almannatryggingar yrðu sett á dagskrá á undan veiðigjöldum. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Tillagan var felld með miklum meirihluta.Vísir/Vilhelm „Við í stjórnarandstöðunni erum að reyna að aðstoða við það að hér komist að mál sem er beinlínis lögbundið að verði kláruð,“ sagði Bergþór með vísan til fjármálaáætlunar. Í umræðum um tillöguna benti Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, hins vegar á að fyrrnefnd fjármálaáætlun byggi meðal annars boðuðum breytingum á veiðigjöldum og því þyrfti að afgreiða málið. Gaslýsing Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði samningaviðræður um þinglok aldrei hafa gengið eins illa og núna. „Og það getur hver og einn litið í spegil og spurt hvers vegna það er. Þetta er algjörlega fordæmalaust og við erum að bjóða hér upp á leið til að láta þingstörfin ganga betur.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakaði stjórnarandstöðuna um gaslýsingu, rakti skilgreiningu hugtaksins í pontu og sagði öllu snúið á hvolf. „Málið er að þið eruð bara í grímulausri sérhagsmunagæslu,“ sagði Ásthildur og beindi orðum sínum að þingmönnum stjórnarandstöðunnar. „Og það sjá allir hvað þið eruð að gera með þessu. Þið eruð bara orðin uppiskroppa í veiðigjöldunum og viljið fá smá frið fyrir þeim. Fínt. Hættið þessu bara, greiðum atkvæði. Þetta er útrætt.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á mælendaskrá um veiðigjöld í dag. Hann hefur flutt hátt í þrjátíu ræður um málið.Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu orðum Ásthildar um hagsmunagæslu en svo fór að tillögunni var hafnað með miklum meirihluta, eða þrjátíu og þremur atkvæðum gegn níu. Umræður um veiðigjöld hófust því á ný og standa nú yfir. Líkt og bent hefur verið á er Íslandsmet í lengd umræðu innan seilingar. Rætt hefur verið um veiðigjöldin í um 127 klukkustundir og átta klukkustundir vantar upp á að umræðan skáki Icesave-umræðunni sem er sú önnur lengsta í seinni tíð. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, hvetur þingmenn til þess að útkljá málið í atkvæðagreiðslu.Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn reyna enn að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun en viðræðurnar hafa strandað á veiðigjöldum. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, hvatti þingmenn í morgun til þess að útkljá veiðigjaldaumræðuna í atkvæðagreiðslu. „Það eru takkar á borðinu okkar. Við útkljaúm mál með því að ýta á þessa takka. Það er lýðræðislegt,“ sagði Sigmar. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar, um að fjármálaáætlun og frumvarp um almannatryggingar yrðu sett á dagskrá á undan veiðigjöldum. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Tillagan var felld með miklum meirihluta.Vísir/Vilhelm „Við í stjórnarandstöðunni erum að reyna að aðstoða við það að hér komist að mál sem er beinlínis lögbundið að verði kláruð,“ sagði Bergþór með vísan til fjármálaáætlunar. Í umræðum um tillöguna benti Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, hins vegar á að fyrrnefnd fjármálaáætlun byggi meðal annars boðuðum breytingum á veiðigjöldum og því þyrfti að afgreiða málið. Gaslýsing Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði samningaviðræður um þinglok aldrei hafa gengið eins illa og núna. „Og það getur hver og einn litið í spegil og spurt hvers vegna það er. Þetta er algjörlega fordæmalaust og við erum að bjóða hér upp á leið til að láta þingstörfin ganga betur.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakaði stjórnarandstöðuna um gaslýsingu, rakti skilgreiningu hugtaksins í pontu og sagði öllu snúið á hvolf. „Málið er að þið eruð bara í grímulausri sérhagsmunagæslu,“ sagði Ásthildur og beindi orðum sínum að þingmönnum stjórnarandstöðunnar. „Og það sjá allir hvað þið eruð að gera með þessu. Þið eruð bara orðin uppiskroppa í veiðigjöldunum og viljið fá smá frið fyrir þeim. Fínt. Hættið þessu bara, greiðum atkvæði. Þetta er útrætt.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á mælendaskrá um veiðigjöld í dag. Hann hefur flutt hátt í þrjátíu ræður um málið.Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu orðum Ásthildar um hagsmunagæslu en svo fór að tillögunni var hafnað með miklum meirihluta, eða þrjátíu og þremur atkvæðum gegn níu. Umræður um veiðigjöld hófust því á ný og standa nú yfir. Líkt og bent hefur verið á er Íslandsmet í lengd umræðu innan seilingar. Rætt hefur verið um veiðigjöldin í um 127 klukkustundir og átta klukkustundir vantar upp á að umræðan skáki Icesave-umræðunni sem er sú önnur lengsta í seinni tíð. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, hvetur þingmenn til þess að útkljá málið í atkvæðagreiðslu.Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn reyna enn að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun en viðræðurnar hafa strandað á veiðigjöldum. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, hvatti þingmenn í morgun til þess að útkljá veiðigjaldaumræðuna í atkvæðagreiðslu. „Það eru takkar á borðinu okkar. Við útkljaúm mál með því að ýta á þessa takka. Það er lýðræðislegt,“ sagði Sigmar.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira