Innlent

Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur

Agnar Már Másson skrifar
Grillhyttan í Hvanneyrarskál var sett upp í fyrra. Í gær stóð hún í ljósum logum eftir að einhver mun hafa skilið illa við hana.
Grillhyttan í Hvanneyrarskál var sett upp í fyrra. Í gær stóð hún í ljósum logum eftir að einhver mun hafa skilið illa við hana. Slökkvilið Fjarðabyggðar

Slökkviliðsmenn slökktu í gær eld sem kom upp í grillhyttunni ofan Siglufjarðar. Forsvarsmenn hyttunnar segja að einhver hljóti að hafa skilið illa við hana eftir grill.

Slökkvilið Fjallabyggðar fékk í gærkvöldi tilkynningu um að eldur logaði í grillhyttunni í Hvanneyrarskál ofan Siglufjarðar. 

Ljóst var í upphafi að vatnsöflun yrði erfið og aðkoma dælubíla útilokuð, segir Facebook færslu Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Tekin var ákvörðun um að ferja slökkviliðsmenn og búnað á staðinn með mannskapsbifreið slökkviliðsins.

„Ljóst er að fyrir snör viðbrögð tilkynnanda og slökkviliðs náðist fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Skemmdir á húsinu eru þónokkrar,“ segir enn fremur í færslunni en lögreglan á Norðurlandi eystra hefur með höndum rannsókn á upptökum eldsins.

Hyttan var reist sem verkefni í sjálfboðavinnu og hefur verið opin öllum síðan hún opnaði um vorið 2024. Á Facebook-síðu grillhyttunnar er greint frá brunanum og mynd birt af stórri holu í sviðnu gólfinu. 

„Ekki góðar fréttir,“ segir í fræslu hyttunnar. 

„Einhver ekki skilið vel við eftir grill.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×