„Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 14:05 Diljá Mist segir að breytt viðhorf ungmenna gagnvart vinnumarkaði sé áhyggjuefni hjá atvinnurekendum landsins. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, auglýsir eftir ábendingum frá atvinnurekendum um breytt viðhorf ungmenna á vinnumarkaði. Hún hefur fengið ábendingar að undanförnu sem snúa meðal annars að breyttu viðhorfi gagnvart veikindarétti, og auknum afskiptum foreldra. „Ég er alltaf í miklum samskiptum við atvinnulífið og atvinnurekendur, og undanfarið hafa borist til mín ábendingar um breytt viðhorf ungmenna, meðal annars varðandi veikindaréttindi og sumarfrí,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. „Sumarstarfsmenn sem eru kannski að koma en skilja kannski ekki alveg að inni í því er ekki sumarfrí.“ Foreldrar verði að hemja sig Diljá segir að eftir ábendingar þar sem atvinnurekendur lýstu áhyggjum af þróun mála hafi hún ákveðið að auglýsa eftir fleiri sögum. Hún hafi meðal annars verið að fá sögur af verulega auknum afskiptum foreldra af ungmennum á vinnumarkaði. „Ég hef verið að fá sögur af foreldravandamálum, þar sem að foreldrar eru að blanda sér í starfsumhverfi barnanna með beinum hætti, setja sig í samband við vinnuveitendur og svona,“ segir hún. Foreldrar, kennarar, og aðrir sem bera ábyrgð á samfélagsgerðinni verði að líta í eigin barm. Diljá veltir fyrir sér til dæmis hvort að áherslubreytingar hafi orðið í kennslu. „Það rifjaðist upp fyrir mér, að þetta var hluti af náminu þegar ég var í unglingadeild til dæmis. Það var umræða um vinnumarkaðinn og ég var að velta fyrir mér hvort við höfum aðeins gleymt okkur varðandi þessa þætti,“ segir Diljá. „Svo verða foreldrar auðvitað að hemja sig, ágæt áminning fyrir mann sjálfan.“ Málið varpi ljósi á stærri vanda Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um aukin afskipti foreldra af börnum sínum, hvort sem það í skólakerfinu, íþróttastarfi eða öðrum tómstundum. Diljá segir að umræðan um þessi mál varpi ljósi á stærri vanda. „Við foreldrar þurfum að fara hugsa okkur um. Erum við að kenna börnunum okkar að vinna? Erum við að kenna þeim heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðar og hvað það er mikilvægt fyrir börn að læra að vinna? Það var að minnsta kosti lögð þung áhersla á það í mínu uppeldi.“ „Ég er að kalla fram umræðu um þetta.“ Diljá segir að það sé ábyrgð samfélagsins að skila af sér kynslóðum sem hafa heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðarins. Svo virðist sem pottur sé víða brotinn varðandi fræðslu og uppeldi hvað ýmis atriði varðar. Hún segir mikilvægt að halda því til haga að hún hafi undan engu að kvarta sem viðskiptavinur, þegar ungmenni eru við störf. „Þau eru öll vel upplýst, kurteis og liðleg. Mér finnst mikilvægt að taka það fram.“ „En svo fær maður fullt af tölvupóstum frá þeim sem eru að reka vinnustaði, sem segja ég veit hvert þú ert að fara.“ „Samhljómurinn er þessi, þetta er viðhorfsmál hjá ungmennum, varðandi veikindarétt og frítökurétt. Svo eru það afskipti foreldra sem hafa færst í aukana,“ segir Diljá. Börn og uppeldi Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Þetta er býsna vandasöm umræða. Sumir vilja til dæmis meina að ef vinnuveitendur krefja launþega um læknisvottorð til að sanna veikindi sín, þá sé það til marks um að þeir treysti ekki starfsfólki sínu,“ segir Gunnar Ármannsson lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE. 9. júní 2025 08:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Ég er alltaf í miklum samskiptum við atvinnulífið og atvinnurekendur, og undanfarið hafa borist til mín ábendingar um breytt viðhorf ungmenna, meðal annars varðandi veikindaréttindi og sumarfrí,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. „Sumarstarfsmenn sem eru kannski að koma en skilja kannski ekki alveg að inni í því er ekki sumarfrí.“ Foreldrar verði að hemja sig Diljá segir að eftir ábendingar þar sem atvinnurekendur lýstu áhyggjum af þróun mála hafi hún ákveðið að auglýsa eftir fleiri sögum. Hún hafi meðal annars verið að fá sögur af verulega auknum afskiptum foreldra af ungmennum á vinnumarkaði. „Ég hef verið að fá sögur af foreldravandamálum, þar sem að foreldrar eru að blanda sér í starfsumhverfi barnanna með beinum hætti, setja sig í samband við vinnuveitendur og svona,“ segir hún. Foreldrar, kennarar, og aðrir sem bera ábyrgð á samfélagsgerðinni verði að líta í eigin barm. Diljá veltir fyrir sér til dæmis hvort að áherslubreytingar hafi orðið í kennslu. „Það rifjaðist upp fyrir mér, að þetta var hluti af náminu þegar ég var í unglingadeild til dæmis. Það var umræða um vinnumarkaðinn og ég var að velta fyrir mér hvort við höfum aðeins gleymt okkur varðandi þessa þætti,“ segir Diljá. „Svo verða foreldrar auðvitað að hemja sig, ágæt áminning fyrir mann sjálfan.“ Málið varpi ljósi á stærri vanda Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um aukin afskipti foreldra af börnum sínum, hvort sem það í skólakerfinu, íþróttastarfi eða öðrum tómstundum. Diljá segir að umræðan um þessi mál varpi ljósi á stærri vanda. „Við foreldrar þurfum að fara hugsa okkur um. Erum við að kenna börnunum okkar að vinna? Erum við að kenna þeim heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðar og hvað það er mikilvægt fyrir börn að læra að vinna? Það var að minnsta kosti lögð þung áhersla á það í mínu uppeldi.“ „Ég er að kalla fram umræðu um þetta.“ Diljá segir að það sé ábyrgð samfélagsins að skila af sér kynslóðum sem hafa heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðarins. Svo virðist sem pottur sé víða brotinn varðandi fræðslu og uppeldi hvað ýmis atriði varðar. Hún segir mikilvægt að halda því til haga að hún hafi undan engu að kvarta sem viðskiptavinur, þegar ungmenni eru við störf. „Þau eru öll vel upplýst, kurteis og liðleg. Mér finnst mikilvægt að taka það fram.“ „En svo fær maður fullt af tölvupóstum frá þeim sem eru að reka vinnustaði, sem segja ég veit hvert þú ert að fara.“ „Samhljómurinn er þessi, þetta er viðhorfsmál hjá ungmennum, varðandi veikindarétt og frítökurétt. Svo eru það afskipti foreldra sem hafa færst í aukana,“ segir Diljá.
Börn og uppeldi Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Þetta er býsna vandasöm umræða. Sumir vilja til dæmis meina að ef vinnuveitendur krefja launþega um læknisvottorð til að sanna veikindi sín, þá sé það til marks um að þeir treysti ekki starfsfólki sínu,“ segir Gunnar Ármannsson lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE. 9. júní 2025 08:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Þetta er býsna vandasöm umræða. Sumir vilja til dæmis meina að ef vinnuveitendur krefja launþega um læknisvottorð til að sanna veikindi sín, þá sé það til marks um að þeir treysti ekki starfsfólki sínu,“ segir Gunnar Ármannsson lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE. 9. júní 2025 08:01