Innlent

Ríkis­endur­skoðun gagn­rýnir lausa­tök í heil­brigðis­málum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um glænýja skýrslu frá Ríkisendurskoða sem kynnt var fyrir þingnefnd í morgun.

Þar er kallað eftir sterkari sýn í heilbrigðisráðuneytinu og að ráðist verði að rótum vandans í stað þess að standa eilíft í krísustjórnun.

Við fylgjumst svo áfram með þingstörfunum þar sem enn er þrefað um veiðigjöldin. Fundað var til klukkan hálf fimm í morgun og fundi fram haldið klukkan tíu. 

Einnig fjöllum við áfram um ofbeldi á meðal barna en framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að nýjar tölum um ofbeldisbrot barna komi ekki á óvart. Samhent átak þurfi til að snúa óheillaþróuninni við.

Í sportinu er það fyrsti leikur Íslands á HM kvenna í Sviss sem ber hæst. Spennan magnast í Thun og við heyrum í okkar manni á staðnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×