Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júlí 2025 10:28 Lia Thomas árið 2022. Við hlið hennar stendur sundkonan Riley Gaines, sem hefur barist gegn þátttöku trans kvenna í íþróttum á grundvelli aflsmunar. Getty/Icon Sportwire/Rich von Biberstein Stjórnendur University of Pennsylvania í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að þeir hefðu komist að samkomulagi við stjórnvöld um að takmarka þátttöku trans kvenna í íþróttum. Samkomulagið tengist niðurstöðum rannsóknar menntamálráðuneytisins, sem komst að þeirri niðurstöðu að háskólinn hefði brotið gegn lögum um jafnræði kynjanna þegar trans konunni Liu Thomas var heimilað að synda í keppnum fyrir hönd skólans. J. Larry Jameson, forseti Penn, ítrekaði í yfirlýsingu að háskólinn hefði verið í fullum rétti miðað við það hvernig lögin voru túlkuð á sínum tíma. Sú túlkun hefur breyst eftir að Donald Trump tók aftur við embætti Bandaríkjaforseta en nú virðast stjórnvöld leggja meiri áherslu á að jafna hlut kvenna gagnvart trans konum en að jafna hlut þeirra gagnvart körlum. Hugtökin „kona“ og „karl“ eru ennfremur skilgreint þröngt, út frá líffræðilegu kyni við fæðingu. Menntamálaráðherrann Linda McMahon sagði í yfirlýsingu að samkomulagið væri „mikill sigur fyrir konur og stúlkur, ekki bara við Pennsylvaníu-háskóla heldur á landsvísu“. Hrósaði hún skólastjórnendum fyrir að „leiðrétta“ gamlar syndir gegn konum og stúlkum. Þess ber að geta að stjórnvöld greindu frá því í mars að skólinn yrði sviptur 175 milljón dala fjárframlagi til rannsókna. Ekki hefur verið greint frá því hvort framlagið verður greitt í kjölfar samkomulagsins. Það vakti gríðarmikla athygli og bæði fögnuð og fordæmingu þegar Thomas vann National Collegiate Athletic Association titil í kvennaflokki árið 2022, eftir að hafa áður keppt með karlaliði skólans. Athygli vekur að búið er að taka út þrjú met sem Thomas setti í kvennaflokki á heimasíðu Penn en greint er frá þeim í neðanmálsgrein, samkvæmt New York Times. Fréttastofa gat ekki komist inn á umrædda síðu þegar það var reynt. Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Samkomulagið tengist niðurstöðum rannsóknar menntamálráðuneytisins, sem komst að þeirri niðurstöðu að háskólinn hefði brotið gegn lögum um jafnræði kynjanna þegar trans konunni Liu Thomas var heimilað að synda í keppnum fyrir hönd skólans. J. Larry Jameson, forseti Penn, ítrekaði í yfirlýsingu að háskólinn hefði verið í fullum rétti miðað við það hvernig lögin voru túlkuð á sínum tíma. Sú túlkun hefur breyst eftir að Donald Trump tók aftur við embætti Bandaríkjaforseta en nú virðast stjórnvöld leggja meiri áherslu á að jafna hlut kvenna gagnvart trans konum en að jafna hlut þeirra gagnvart körlum. Hugtökin „kona“ og „karl“ eru ennfremur skilgreint þröngt, út frá líffræðilegu kyni við fæðingu. Menntamálaráðherrann Linda McMahon sagði í yfirlýsingu að samkomulagið væri „mikill sigur fyrir konur og stúlkur, ekki bara við Pennsylvaníu-háskóla heldur á landsvísu“. Hrósaði hún skólastjórnendum fyrir að „leiðrétta“ gamlar syndir gegn konum og stúlkum. Þess ber að geta að stjórnvöld greindu frá því í mars að skólinn yrði sviptur 175 milljón dala fjárframlagi til rannsókna. Ekki hefur verið greint frá því hvort framlagið verður greitt í kjölfar samkomulagsins. Það vakti gríðarmikla athygli og bæði fögnuð og fordæmingu þegar Thomas vann National Collegiate Athletic Association titil í kvennaflokki árið 2022, eftir að hafa áður keppt með karlaliði skólans. Athygli vekur að búið er að taka út þrjú met sem Thomas setti í kvennaflokki á heimasíðu Penn en greint er frá þeim í neðanmálsgrein, samkvæmt New York Times. Fréttastofa gat ekki komist inn á umrædda síðu þegar það var reynt.
Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira