Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. júlí 2025 07:02 Árangur jafnréttisbaráttunnar undanfarna áratugi hefur gefið okkur tilefni til að ætla að senn yrðu allir sammála því sem ég tel augljós sannindi, það að kynjajafnrétti er ekki einungis sjálfsögð mannréttindi, heldur grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum. Peking-yfirlýsingin sem var samþykkt fyrir þrjátíu árum lagði þannig grunn að jafnréttisstarfi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og með ályktun öryggisráðsins númer 1325 um konur, frið og öryggi fimm árum síðar var mikilvægi þátttöku kvenna í öryggismálum og friðaruppbyggingu viðurkennt í fyrsta sinn. Fyllsta ástæða er til að fagna þeim ávinningi sem hefur náðst. En um leið verðum við að gera okkur grein fyrir því að nú stöndum við skyndilega frammi fyrir alvarlegu bakslagi þar sem kynjajafnrétti - og mannréttindi minnihlutahópa - eiga enn á ný undir högg að sækja. Við lifum við mesta átakatíma innan alþjóðakerfisins frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Pólitísk þróun ýtir undir vaxandi sundrung og átök, bæði innan samfélaga og á milli þeirra. Við verðum sífellt oftar vitni að orðræðu sem einkennist af beinni og óbeinni andstöðu við kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Líka hér á Íslandi, því miður. Þessi orðræða nær til allra króka og kima okkar tilveru, og birtist með nýjum hætti í kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í stafrænum heimi. Flest ríki heims eru í sömu sporum. Við þessar aðstæður verðum við að spyrja okkur hvernig best eigi að mæta þessum áskorunum. Hvernig getur Ísland verið í fararbroddi sterkrar viðspyrnu gegn þróun sem hér hefur verið lýst? Að mínu mati er mikilvægt að snúa vörn í sókn. Ísland hefur verið málsvari kynjajafnréttis og mannréttinda kvenna og stúlkna á alþjóðavettvangi í áratugi. Við þurfum að halda því áfram og gefa í, ef eitthvað er. Á okkur er hlustað vegna árangurs heimafyrir. Við segjum frá því hvernig jafnrétti hefur stutt við þróun íslensks samfélags sem býr við velmegun, frið og öryggi. Við deilum sýn okkar með öðrum og finnum til ábyrgðar gagnvart þeim sem enn búa við ójöfnuð og réttleysi. Hvert og eitt skref í átt að jafnrétti styrkir viðhorf sem einkennast af fordómaleysi og umburðarlyndi, þar sem fólk er metið að verðleikum óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, húðlit, trú eða tungumáli. Ísland leggur traust sitt á öflugt alþjóðakerfi. Við köllum eftir því að alþjóðalögum sé fylgt og alþjóðastofnanir séu virtar og skilvirkar. Ísland með Norðurlöndum og líkt þenkjandi ríkjum talar fyrir því að jafnrétti sé ekki einungis mannréttindi heldur uppspretta mikilvægra gilda á borð við fjölbreytni og jafnræði, sem skipti máli fyrir frið og þróun í öllum samfélögum. Ísland hefur lagt áherslu á stuðning við alþjóðastofnanir á borð við UN Women, sem leikur mikilvægt hlutverk við að auka velferð, valdeflingu og þátttöku kvenna um allan heim. Hér heima höfum við stutt við og átt gott samstarf við Landsnefnd UN Women sem vinnur ómetanlegt starf á sviði kynjajafnréttis á Íslandi og sem hluti af alþjóðastarfi stofnunarinnar. Landsnefndin hefur skipað áberandi sess í íslensku samfélagi um árabil og er einn stærsti styrktaraðili verkefna UN Women á alþjóðavettvangi. Sem dæmi um samstarfsverkefni ráðuneytisins og Landsnefndarinnar á liðnu ári er rýnihópavinna með drengjum og körlum sem getur lagt grunn að nýrri nálgun til árangurs á heimavelli og alþjóðlega. Skilaboð mín til UN Women og annarra sem láta sig varða mannréttindi og kynjajafnrétti eru þau að við megum ekki láta pólitíska öfga eða gamaldags hugmyndakerfi grafa undan árangri. Á þessu ári skulum við fagna mikilvægum áföngum í jafnréttisbaráttunni um allan heim, hér á Íslandi með Kvennaári til að minnast kvennaverkfallsins fyrir hálfri öld. Við skulum síðan, um leið og við þökkum þeim sem börðust í framvarðarlínu í upphafi jafnréttisbaráttunnar, taka höndum saman með þeim sem nú standa vaktina, ekki síst landsnefnd UN Women á Íslandi, og horfa ótrauð fram á veginn. Með hugrekki og kjark þeirra sem fyrst komu, með samstöðu og samvinnu okkar allra, grasrótar og stjórnvalda, getum við skapað betri og réttlátari heim – skref fyrir skref – í átt að fullu jafnrétti. Höfundur er utanríkisráðherra. Greinin er birt í tilefni 15 ára afmælis UN Women þann 2. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Árangur jafnréttisbaráttunnar undanfarna áratugi hefur gefið okkur tilefni til að ætla að senn yrðu allir sammála því sem ég tel augljós sannindi, það að kynjajafnrétti er ekki einungis sjálfsögð mannréttindi, heldur grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum. Peking-yfirlýsingin sem var samþykkt fyrir þrjátíu árum lagði þannig grunn að jafnréttisstarfi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og með ályktun öryggisráðsins númer 1325 um konur, frið og öryggi fimm árum síðar var mikilvægi þátttöku kvenna í öryggismálum og friðaruppbyggingu viðurkennt í fyrsta sinn. Fyllsta ástæða er til að fagna þeim ávinningi sem hefur náðst. En um leið verðum við að gera okkur grein fyrir því að nú stöndum við skyndilega frammi fyrir alvarlegu bakslagi þar sem kynjajafnrétti - og mannréttindi minnihlutahópa - eiga enn á ný undir högg að sækja. Við lifum við mesta átakatíma innan alþjóðakerfisins frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Pólitísk þróun ýtir undir vaxandi sundrung og átök, bæði innan samfélaga og á milli þeirra. Við verðum sífellt oftar vitni að orðræðu sem einkennist af beinni og óbeinni andstöðu við kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Líka hér á Íslandi, því miður. Þessi orðræða nær til allra króka og kima okkar tilveru, og birtist með nýjum hætti í kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í stafrænum heimi. Flest ríki heims eru í sömu sporum. Við þessar aðstæður verðum við að spyrja okkur hvernig best eigi að mæta þessum áskorunum. Hvernig getur Ísland verið í fararbroddi sterkrar viðspyrnu gegn þróun sem hér hefur verið lýst? Að mínu mati er mikilvægt að snúa vörn í sókn. Ísland hefur verið málsvari kynjajafnréttis og mannréttinda kvenna og stúlkna á alþjóðavettvangi í áratugi. Við þurfum að halda því áfram og gefa í, ef eitthvað er. Á okkur er hlustað vegna árangurs heimafyrir. Við segjum frá því hvernig jafnrétti hefur stutt við þróun íslensks samfélags sem býr við velmegun, frið og öryggi. Við deilum sýn okkar með öðrum og finnum til ábyrgðar gagnvart þeim sem enn búa við ójöfnuð og réttleysi. Hvert og eitt skref í átt að jafnrétti styrkir viðhorf sem einkennast af fordómaleysi og umburðarlyndi, þar sem fólk er metið að verðleikum óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, húðlit, trú eða tungumáli. Ísland leggur traust sitt á öflugt alþjóðakerfi. Við köllum eftir því að alþjóðalögum sé fylgt og alþjóðastofnanir séu virtar og skilvirkar. Ísland með Norðurlöndum og líkt þenkjandi ríkjum talar fyrir því að jafnrétti sé ekki einungis mannréttindi heldur uppspretta mikilvægra gilda á borð við fjölbreytni og jafnræði, sem skipti máli fyrir frið og þróun í öllum samfélögum. Ísland hefur lagt áherslu á stuðning við alþjóðastofnanir á borð við UN Women, sem leikur mikilvægt hlutverk við að auka velferð, valdeflingu og þátttöku kvenna um allan heim. Hér heima höfum við stutt við og átt gott samstarf við Landsnefnd UN Women sem vinnur ómetanlegt starf á sviði kynjajafnréttis á Íslandi og sem hluti af alþjóðastarfi stofnunarinnar. Landsnefndin hefur skipað áberandi sess í íslensku samfélagi um árabil og er einn stærsti styrktaraðili verkefna UN Women á alþjóðavettvangi. Sem dæmi um samstarfsverkefni ráðuneytisins og Landsnefndarinnar á liðnu ári er rýnihópavinna með drengjum og körlum sem getur lagt grunn að nýrri nálgun til árangurs á heimavelli og alþjóðlega. Skilaboð mín til UN Women og annarra sem láta sig varða mannréttindi og kynjajafnrétti eru þau að við megum ekki láta pólitíska öfga eða gamaldags hugmyndakerfi grafa undan árangri. Á þessu ári skulum við fagna mikilvægum áföngum í jafnréttisbaráttunni um allan heim, hér á Íslandi með Kvennaári til að minnast kvennaverkfallsins fyrir hálfri öld. Við skulum síðan, um leið og við þökkum þeim sem börðust í framvarðarlínu í upphafi jafnréttisbaráttunnar, taka höndum saman með þeim sem nú standa vaktina, ekki síst landsnefnd UN Women á Íslandi, og horfa ótrauð fram á veginn. Með hugrekki og kjark þeirra sem fyrst komu, með samstöðu og samvinnu okkar allra, grasrótar og stjórnvalda, getum við skapað betri og réttlátari heim – skref fyrir skref – í átt að fullu jafnrétti. Höfundur er utanríkisráðherra. Greinin er birt í tilefni 15 ára afmælis UN Women þann 2. júlí.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar