Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júní 2025 15:01 Sigurbjörn fann vel fyrir nærveru Caulkers á dögunum og saga hans í Stúkunni í gær vakti mikla lukku. Getty/Sýn Sport Þeir Albert Brynjar Ingason og Sigurbjörn Hreiðarsson segjast spenntir fyrir því að sjá Englendinginn Steven Caulker í búningi Stjörnunnar í Bestu deild karla í sumar. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni koma hingað til lands. Stjarnan tilkynnti um komu Caulker til liðsins í vikunni en koma hans í Garðabæinn hafði legið í loftinu um hríð. Caulker fær leikheimild um miðjan mánuðinn þegar félagsskiptaglugginn opnar. Guðmundur Benediktsson spurði þá Albert og Sigurbjörn í Stúkunni í gærkvöld hvort hann myndi styrkja lið Stjörnumanna. „Alveg klárlega. Hann spilaði 33 leiki í B-deildinni í Tyrklandi í fyrra“ sagði Albert umsvifalaust. Sigurbjörn tók þá við boltanum og segist hafa fundið verulega fyrir nærveru Caulkers á dögunum. „Ég held það. Það er svo mikill presence af honum. Ég gekk þarna á hann, hann var eins og ísskápur. Hann var þarna við hliðina á mér. Hann er svo mikill og stór og svo stór nærvera – mér leið bara eins og þegar ég hitti (Nikolaj) Karabatic í Frakklandi í Lindex – þar inni var bara eins og það væri ísskápur við hliðina á mér. Þetta er ekkert smá stykki,“ sagði Sigurbjörn. Svipuð holning á þessum og Caulker.Lars Baron/Getty Images Þeir Guðmundur og Albert furðuðu sig á því að Sigurbjörn hefði rekist á Karabatic í verslun Lindex af öllum stöðum og skellihlóu. „Það þarf eitthvað að fínpússa þessa sögu,“ sagði Albert léttur. Enska úrvalsdeildin innan tíu ára Caulker er hins vegar kominn til Íslands með háleit markmið. Hann samdi við Stjörnuna til eins og hálfs árs og mun sinna töluverðri þjálfun, bæði sem aðstoðarþjálfari aðalliðsins, og með yngri flokkum liðsins. Klippa: Stórskemmtileg umræða Stúkunnar um Caulker Hann var til að mynda með æfingu á Samsung-vellinum strax og leik Stjörnunnar og Breiðabliks lauk í vikunni. „Hann var þarna færandi mörk og ætlaði að ýta Subway-skúrnum okkar út af vellinum,“ sagði Albert Brynjar. „Hann virkar mikill skrokkur og það verður rosalega gaman að sjá hann,“ segir Sigurbjörn. Þá var snert á því að Caulker eigi sér stór markmið í þjálfun og stefni á að vera orðinn aðalþjálfari í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára. Vinnan í átt að því markmiði hefst í Garðabæ. Fleira kemur fram í stórskemmtilegri umræðu Stúkunnar sem sjá má í spilaranum að ofan. Besta deild karla Stúkan Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Stjarnan tilkynnti um komu Caulker til liðsins í vikunni en koma hans í Garðabæinn hafði legið í loftinu um hríð. Caulker fær leikheimild um miðjan mánuðinn þegar félagsskiptaglugginn opnar. Guðmundur Benediktsson spurði þá Albert og Sigurbjörn í Stúkunni í gærkvöld hvort hann myndi styrkja lið Stjörnumanna. „Alveg klárlega. Hann spilaði 33 leiki í B-deildinni í Tyrklandi í fyrra“ sagði Albert umsvifalaust. Sigurbjörn tók þá við boltanum og segist hafa fundið verulega fyrir nærveru Caulkers á dögunum. „Ég held það. Það er svo mikill presence af honum. Ég gekk þarna á hann, hann var eins og ísskápur. Hann var þarna við hliðina á mér. Hann er svo mikill og stór og svo stór nærvera – mér leið bara eins og þegar ég hitti (Nikolaj) Karabatic í Frakklandi í Lindex – þar inni var bara eins og það væri ísskápur við hliðina á mér. Þetta er ekkert smá stykki,“ sagði Sigurbjörn. Svipuð holning á þessum og Caulker.Lars Baron/Getty Images Þeir Guðmundur og Albert furðuðu sig á því að Sigurbjörn hefði rekist á Karabatic í verslun Lindex af öllum stöðum og skellihlóu. „Það þarf eitthvað að fínpússa þessa sögu,“ sagði Albert léttur. Enska úrvalsdeildin innan tíu ára Caulker er hins vegar kominn til Íslands með háleit markmið. Hann samdi við Stjörnuna til eins og hálfs árs og mun sinna töluverðri þjálfun, bæði sem aðstoðarþjálfari aðalliðsins, og með yngri flokkum liðsins. Klippa: Stórskemmtileg umræða Stúkunnar um Caulker Hann var til að mynda með æfingu á Samsung-vellinum strax og leik Stjörnunnar og Breiðabliks lauk í vikunni. „Hann var þarna færandi mörk og ætlaði að ýta Subway-skúrnum okkar út af vellinum,“ sagði Albert Brynjar. „Hann virkar mikill skrokkur og það verður rosalega gaman að sjá hann,“ segir Sigurbjörn. Þá var snert á því að Caulker eigi sér stór markmið í þjálfun og stefni á að vera orðinn aðalþjálfari í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára. Vinnan í átt að því markmiði hefst í Garðabæ. Fleira kemur fram í stórskemmtilegri umræðu Stúkunnar sem sjá má í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Stúkan Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira