Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2025 13:54 Allt var með kyrrum kjörum á bílastæði N1 við Hringbraut þegar blaðamaður leit við í hádeginu í dag. Vísir/KTD Karlmaður sem réðst á rútubílstjóra á sjötugsaldri í Reykjavík á laugardagskvöld var nýbúinn að kasta upp í rútunni. Fimm unga menn þurfti til að halda aftur af árásarmanninum sem er Íslendingur um tvítugt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á sunnudaginn að farþegi í rútu hefði ráðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur. Aðrir farþegar hefðu haldið árásarmanninum niðri á bílastæði N1 við Hringbraut þar til lögregla kom á vettvang. Fékk að fljóta með í bæinn Samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan að ferja gesti úr veislu í úthverfi Reykjavíkur um miðnætti í áframhaldandi stuð á næturlífinu í miðborginni. Um var að ræða minni gerð af rútu sem gestirnir pöntuðu sem ódýrari kost en að fara í nokkrum leigubílum niður í bæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu er árásarmaðurinn íslenskur og um tvítugt. Hann var meðal gesta í veislunni en þó ekki hluti af þeim vinahóp sem pantaði rútuna. Hann fékk þó að fljóta með niður í bæ en ekki vildi betur til en svo að hann kastaði upp á leiðinni. Árásarmaðurinn sagði rútubílstjóranum við það tilefni að stöðva för rútunnar og hleypa sér út en rútubílstjórinn vildi ekki verða við því á miðri umferðargötu. Skipti þá engum togum heldur lét gesturinn höggin dynja á bílstjóranum sem mun vera á sjötugsaldri. Sá töluvert á andliti bílstjórans Bílstjórinn ók þá inn á bílastæði N1 við Hringbraut og hörfaði út úr rútunni. Árásarmaðurinn reyndi að ráðast aftur á bílstjórann og þurfti fjóra til fimm unga karlmenn úr rútunni til að halda aftur af honum. Í millitíðinni hafði verið hringt í lögreglu sem mætti á svæðið skömmu síðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu gafst árásarmaðurinn ekki upp fyrr en hann heyrði í sírenum lögreglubílsins sem var ekið með hraði inn á bílastæðið. Sjúkrabíll mætti í kjölfarið og var rútubílstjórinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar. Töluvert sá á andliti hans eftir árásina. Árásarmaðurinn gisti nóttina í fangageymslu og var tekin skýrsla af honum á sunnudagsmorgun. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 29. júní 2025 11:12 Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29. júní 2025 07:36 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á sunnudaginn að farþegi í rútu hefði ráðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur. Aðrir farþegar hefðu haldið árásarmanninum niðri á bílastæði N1 við Hringbraut þar til lögregla kom á vettvang. Fékk að fljóta með í bæinn Samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan að ferja gesti úr veislu í úthverfi Reykjavíkur um miðnætti í áframhaldandi stuð á næturlífinu í miðborginni. Um var að ræða minni gerð af rútu sem gestirnir pöntuðu sem ódýrari kost en að fara í nokkrum leigubílum niður í bæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu er árásarmaðurinn íslenskur og um tvítugt. Hann var meðal gesta í veislunni en þó ekki hluti af þeim vinahóp sem pantaði rútuna. Hann fékk þó að fljóta með niður í bæ en ekki vildi betur til en svo að hann kastaði upp á leiðinni. Árásarmaðurinn sagði rútubílstjóranum við það tilefni að stöðva för rútunnar og hleypa sér út en rútubílstjórinn vildi ekki verða við því á miðri umferðargötu. Skipti þá engum togum heldur lét gesturinn höggin dynja á bílstjóranum sem mun vera á sjötugsaldri. Sá töluvert á andliti bílstjórans Bílstjórinn ók þá inn á bílastæði N1 við Hringbraut og hörfaði út úr rútunni. Árásarmaðurinn reyndi að ráðast aftur á bílstjórann og þurfti fjóra til fimm unga karlmenn úr rútunni til að halda aftur af honum. Í millitíðinni hafði verið hringt í lögreglu sem mætti á svæðið skömmu síðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu gafst árásarmaðurinn ekki upp fyrr en hann heyrði í sírenum lögreglubílsins sem var ekið með hraði inn á bílastæðið. Sjúkrabíll mætti í kjölfarið og var rútubílstjórinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar. Töluvert sá á andliti hans eftir árásina. Árásarmaðurinn gisti nóttina í fangageymslu og var tekin skýrsla af honum á sunnudagsmorgun. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 29. júní 2025 11:12 Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29. júní 2025 07:36 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 29. júní 2025 11:12
Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29. júní 2025 07:36