Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Árni Sæberg skrifar 30. júní 2025 10:58 Hæstiréttur tekur málið ekki fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Ríkissaksóknara um áfrýjunarleyfi á sýknudómi yfir manni sem var sakaður um að hafa bundið barn niður og kitlað það. Ríkissaksóknari taldi mikilvægt að skera úr um það hvort fullorðinn einstaklingur gæti skýlt sér bak við það að um leik væri að ræða, þegar augljósum aðstöðu- og aflsmuni væri beitt. Hæstiréttur féllst ekki á það. Í apríl síðastliðnum staðfesti Landsréttur sýknudóm mannsins en hann hafði verið ákærður var fyrir brot gegn barnaverndarlögum, með því að binda tíu ára dreng á höndum og fótum og kitla hann. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn hefði sest klofvega yfir drenginn og kitlað hann þrátt fyrir að drengurinn bæði hann að hætta. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn barnaverndalögum með því að sýna dreng, sem var gestkomandi á heimili hans, yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi. Í ákæru á hendur manninum sagði að maðurinn hefði í desember árið 2019 hlaupið á eftir drengnum inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn hefði ekki látið af háttsemi sinni fyrr en drengurinn náði að snúa sér við og hrækja í andlit hans. Ekki til eftirbreytni en ekki heldur refsivert Sem áður segir taldi Landsréttur ekki sannað að maðurinn hefði sest klofvega yfir drenginn og kitlað hann. Maðurinn játaði aftur á móti hluta verknaðarlýsingarinnar, það er að segja að hafa bundið drenginn niður og kitlað hann. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, væri að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það teldi dómurinn að um „ærslaleik“ hefði verið að ræða og að gögn málsins bentu til þess að drengurinn hefði tekið fullan þátt og haft gaman af. Hann hefði ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Hafi ekki verulega almenna þýðingu Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni Ríkissaksóknara vegna málsins segir að saksóknari hafi talið mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort maðurinn hafi með þeirri háttsemi sem hann hafi gengist við fyrir dómi sýnt drengnum yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi í skilningi barnaverndarlaga. Ríkissaksóknari hafi ljóst að sú háttsemi sem maðurinn gekkst við sé almennt til þess fallin að vekja ótta og vanlíðan hjá barni enda hafi drengurinn borið svo um. Það sé afar þýðingarmikið út frá sjónarmiðum um vernd barna að fá úrlausn um hvort fullorðinn einstaklingur geti skýlt sér á bak við að um leik hafi verið að ræða þegar augljósum aðstöðu- og aflsmuni sé beitt. Að mati Ríkissaksóknara blasi við að um yfirgang og vanvirðandi ruddalega háttsemi hafi verið að ræða af hálfu mannsins í garð drengsins. Þá byggi hann á því að staðhæfing Landsréttar um að hvorugt vitna hafi lýst því að drengurnn hafi beðið manninn að hætta sé röng og ætla megi að mat Landsréttar á framburði drengsins hefði verið á annan veg ef nefnd rangfærsla hefði ekki komið til. Í niðurstöðukafla Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum laga um meðferð sakamála. Þá séu ekki efni til að beita heimild laganna til að taka mál fyrir í Hæstarétti ef ástæða er til að ætla að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðninni hafi því verið hafnað. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Í apríl síðastliðnum staðfesti Landsréttur sýknudóm mannsins en hann hafði verið ákærður var fyrir brot gegn barnaverndarlögum, með því að binda tíu ára dreng á höndum og fótum og kitla hann. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn hefði sest klofvega yfir drenginn og kitlað hann þrátt fyrir að drengurinn bæði hann að hætta. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn barnaverndalögum með því að sýna dreng, sem var gestkomandi á heimili hans, yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi. Í ákæru á hendur manninum sagði að maðurinn hefði í desember árið 2019 hlaupið á eftir drengnum inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn hefði ekki látið af háttsemi sinni fyrr en drengurinn náði að snúa sér við og hrækja í andlit hans. Ekki til eftirbreytni en ekki heldur refsivert Sem áður segir taldi Landsréttur ekki sannað að maðurinn hefði sest klofvega yfir drenginn og kitlað hann. Maðurinn játaði aftur á móti hluta verknaðarlýsingarinnar, það er að segja að hafa bundið drenginn niður og kitlað hann. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, væri að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það teldi dómurinn að um „ærslaleik“ hefði verið að ræða og að gögn málsins bentu til þess að drengurinn hefði tekið fullan þátt og haft gaman af. Hann hefði ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Hafi ekki verulega almenna þýðingu Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni Ríkissaksóknara vegna málsins segir að saksóknari hafi talið mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort maðurinn hafi með þeirri háttsemi sem hann hafi gengist við fyrir dómi sýnt drengnum yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi í skilningi barnaverndarlaga. Ríkissaksóknari hafi ljóst að sú háttsemi sem maðurinn gekkst við sé almennt til þess fallin að vekja ótta og vanlíðan hjá barni enda hafi drengurinn borið svo um. Það sé afar þýðingarmikið út frá sjónarmiðum um vernd barna að fá úrlausn um hvort fullorðinn einstaklingur geti skýlt sér á bak við að um leik hafi verið að ræða þegar augljósum aðstöðu- og aflsmuni sé beitt. Að mati Ríkissaksóknara blasi við að um yfirgang og vanvirðandi ruddalega háttsemi hafi verið að ræða af hálfu mannsins í garð drengsins. Þá byggi hann á því að staðhæfing Landsréttar um að hvorugt vitna hafi lýst því að drengurnn hafi beðið manninn að hætta sé röng og ætla megi að mat Landsréttar á framburði drengsins hefði verið á annan veg ef nefnd rangfærsla hefði ekki komið til. Í niðurstöðukafla Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum laga um meðferð sakamála. Þá séu ekki efni til að beita heimild laganna til að taka mál fyrir í Hæstarétti ef ástæða er til að ætla að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðninni hafi því verið hafnað.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira