Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 30. júní 2025 08:33 Í umræðu um sjávarútveg og tekjur ríkissjóðs hefur allt of oft sú einfaldaða mynd skapast að greinin eigi að „skila sínu“ – með veiðigjöldum eða öðrum sértækum álögum. Líkt og hún sé sjálfstæð ótæmandi tekjulind sem hægt sé að stýra líkt og skrúfað sé frá krana. En sú sýn nær skammt. Hún horfir framhjá því að sjávarútvegur er ekki bara ein atvinnugrein meðal annarra – hann er, eins og fleiri undirstöðuatvinnugreinar, burðarás í vistkerfi íslensks atvinnulífs. Í raun má líta á sjávarútveg sem orkugjafa margra annarra greina. Þegar hann gengur vel, nýtur fjöldi annarra atvinnugreina góðs af. Þegar hann veikist, þá veikjast þær með honum. Þetta á við um tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hanna sjálfvirknilausnir, gervigreind og vöktunarkerfi fyrir vinnslur og skip. Þetta á við um flutningafyrirtæki sem flytja afurðir á markaði, tryggingafélög sem tryggja skip og rekstur, fjármálafyrirtæki sem fjármagna endurnýjun og fjárfestingar, og ráðgjafa sem vinna að gæðastjórnun, markaðssetningu og umhverfismálum. Þúsundir starfa eru háð virkni sjávarútvegsins – þó þau séu ekki innan útgerðarinnar sjálfrar. Þegar við ræðum um „réttláta“ hlutdeild sjávarútvegs í ríkisrekstri, þurfum við að muna að tekjur ríkissjóðs af greininni koma í gegnum marga farvegi. Það eru ekki aðeins veiðigjöld sem skipta máli, heldur einnig tekjuskattar, tryggingagjöld, virðisaukaskattar og aðrar afleiddar skattgreiðslur frá starfsfólki, þjónustuaðilum og undirverktökum. Þetta afleidda skattspor er víðfeðmt – og það byggir á því að grunnstoðin, sjávarútvegurinn sjálfur, gangi vel. Þegar sjávarútveginum gengur vel, þá slagar skattspor hans upp í 100 milljarða og samsett skattspor hinna fjölmörgu greina er hann þjónusta bætir þar tugum milljarða við. Ef við þrengjum að þessari grunnstoð okkar með of miklum álögum, óstöðugu rekstrarumhverfi eða skorti á langtímahugsun, þá dregur úr getu hennar til að skapa aukin verðmæti. Það hefur keðjuverkandi áhrif – ekki bara á útgerðarfyrirtækin, heldur einnig á tugi annarra greina sem byggja afkomu sína að miklu leyti á virkni sjávarútvegsins. Það dregur úr fjárfestingum, nýsköpun, störfum og á endanum dragast skatttekjur ríkisins saman. Við þurfum því að horfa á heildarmyndina. Sjávarútvegur er ekki eyland. Hann er burðarás í vistkerfi atvinnulífsins – og þegar við styðjum við hann, styðjum við við fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í landinu. Það er ekki spurning um að hlífa greininni eða stunda einhverja sérhagsmunagæslu– heldur að hlúa að verðmætasköpuninni sem hún knýr áfram. Það eru hinir raunverulegu almannahagsmunir. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um sjávarútveg og tekjur ríkissjóðs hefur allt of oft sú einfaldaða mynd skapast að greinin eigi að „skila sínu“ – með veiðigjöldum eða öðrum sértækum álögum. Líkt og hún sé sjálfstæð ótæmandi tekjulind sem hægt sé að stýra líkt og skrúfað sé frá krana. En sú sýn nær skammt. Hún horfir framhjá því að sjávarútvegur er ekki bara ein atvinnugrein meðal annarra – hann er, eins og fleiri undirstöðuatvinnugreinar, burðarás í vistkerfi íslensks atvinnulífs. Í raun má líta á sjávarútveg sem orkugjafa margra annarra greina. Þegar hann gengur vel, nýtur fjöldi annarra atvinnugreina góðs af. Þegar hann veikist, þá veikjast þær með honum. Þetta á við um tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hanna sjálfvirknilausnir, gervigreind og vöktunarkerfi fyrir vinnslur og skip. Þetta á við um flutningafyrirtæki sem flytja afurðir á markaði, tryggingafélög sem tryggja skip og rekstur, fjármálafyrirtæki sem fjármagna endurnýjun og fjárfestingar, og ráðgjafa sem vinna að gæðastjórnun, markaðssetningu og umhverfismálum. Þúsundir starfa eru háð virkni sjávarútvegsins – þó þau séu ekki innan útgerðarinnar sjálfrar. Þegar við ræðum um „réttláta“ hlutdeild sjávarútvegs í ríkisrekstri, þurfum við að muna að tekjur ríkissjóðs af greininni koma í gegnum marga farvegi. Það eru ekki aðeins veiðigjöld sem skipta máli, heldur einnig tekjuskattar, tryggingagjöld, virðisaukaskattar og aðrar afleiddar skattgreiðslur frá starfsfólki, þjónustuaðilum og undirverktökum. Þetta afleidda skattspor er víðfeðmt – og það byggir á því að grunnstoðin, sjávarútvegurinn sjálfur, gangi vel. Þegar sjávarútveginum gengur vel, þá slagar skattspor hans upp í 100 milljarða og samsett skattspor hinna fjölmörgu greina er hann þjónusta bætir þar tugum milljarða við. Ef við þrengjum að þessari grunnstoð okkar með of miklum álögum, óstöðugu rekstrarumhverfi eða skorti á langtímahugsun, þá dregur úr getu hennar til að skapa aukin verðmæti. Það hefur keðjuverkandi áhrif – ekki bara á útgerðarfyrirtækin, heldur einnig á tugi annarra greina sem byggja afkomu sína að miklu leyti á virkni sjávarútvegsins. Það dregur úr fjárfestingum, nýsköpun, störfum og á endanum dragast skatttekjur ríkisins saman. Við þurfum því að horfa á heildarmyndina. Sjávarútvegur er ekki eyland. Hann er burðarás í vistkerfi atvinnulífsins – og þegar við styðjum við hann, styðjum við við fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í landinu. Það er ekki spurning um að hlífa greininni eða stunda einhverja sérhagsmunagæslu– heldur að hlúa að verðmætasköpuninni sem hún knýr áfram. Það eru hinir raunverulegu almannahagsmunir. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun