Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2025 13:25 Alan Brady hjá írsku lögreglunni og Eiríkur Valberg unnu að rannsókn málsins. Vísir/Sigurjón Skýrslutökum írskra lögreglumanna sem eru hér á landi vegna rannsóknar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar er lokið. Teknar voru skýrslur af 46 manns, en þeirra á meðal er fjölskylda Jóns, dæmdir glæpamenn, og kunningjar úr pókersamfélaginu. Irish Independent greinir frá, en þar segir að írska lögreglan muni nú halda heim og rannsaka gögnin. Skýrslutökurnar hafi verið vel þess virði. „Við tókum skýrslu af vinum Jóns, fjölskyldu hans og pókerfélögum. Við tókum skýrslu af glæpamönnum sem þekktu hann. Alls konar sögur hafa verið á kreiki um það hvað kom fyrir Jón, sumar segja að andlát hans tengdist pókersamfélaginu á Írlandi. Meira að segja sögur um launmorðinga,“ sagði Alan Brady sem fer fyrir rannsókn írsku lögreglunnar í viðtali við Irish Independent. Þar segir að ekki sé hægt að útiloka neitt í tengslum við hvarfið. Mögulegt er að hann hafi verið myrtur, lent í slysi eða fallið fyrir eigin hendi. Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar 2019 þegar hann sótti pókermót í norðurhluta borgarinnar. „Við teljum að hvað sem það er sem kom fyrir Jón, hafi komið fyrir á Írlandi,“ segir Brady. Jón Þröstur yfirgaf hótelið klukkan ellefu um morgunin og sást á eftirlitsmyndavél um 200 metrum frá hótelinu. Ekkert hefur spurst til hans síðan þá þrátt fyrir umfangsmikla leit og lögreglurannsókn. Kona Jóns lenti í Dyflinni nokkrum klukkustundum áður en hann hvarf. Fram kemur í frétt Independant að Jón hafi tapað um 4000 evrum í pókermóti kvöldsins. „Ein kenning er að hann hafi lent í árás frá þekktum glæpahópi. En það eru alls konar kenningar. Jón var góður maður, hann myndi ekki gera flugu mein. Hann var stór maður en ekki árásargjarn, ekki reiður. Við teljum ólíklegt að hann hafi lent í einhverjum slagsmálum,“ segir Alan Brady. Þá segir Brady að samstarfið með íslensku lögreglunni hafi verið til fyrirmyndar. „Við sendum lista til íslensku lögreglunnar með fólkinu sem okkur langaði að tala við, og við náðum skýrslu yfir 46 af þeim 58 sem við vildum,“ segir Brady. Að lokum er öllum þeim sem telja sig búa yfir vitneskju um hvarf Jóns Þrastar bent á að hafa samband við lögregluna. Ábendingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Leitin að Jóni Þresti Írland Erlend sakamál Lögreglumál Fjárhættuspil Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Irish Independent greinir frá, en þar segir að írska lögreglan muni nú halda heim og rannsaka gögnin. Skýrslutökurnar hafi verið vel þess virði. „Við tókum skýrslu af vinum Jóns, fjölskyldu hans og pókerfélögum. Við tókum skýrslu af glæpamönnum sem þekktu hann. Alls konar sögur hafa verið á kreiki um það hvað kom fyrir Jón, sumar segja að andlát hans tengdist pókersamfélaginu á Írlandi. Meira að segja sögur um launmorðinga,“ sagði Alan Brady sem fer fyrir rannsókn írsku lögreglunnar í viðtali við Irish Independent. Þar segir að ekki sé hægt að útiloka neitt í tengslum við hvarfið. Mögulegt er að hann hafi verið myrtur, lent í slysi eða fallið fyrir eigin hendi. Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar 2019 þegar hann sótti pókermót í norðurhluta borgarinnar. „Við teljum að hvað sem það er sem kom fyrir Jón, hafi komið fyrir á Írlandi,“ segir Brady. Jón Þröstur yfirgaf hótelið klukkan ellefu um morgunin og sást á eftirlitsmyndavél um 200 metrum frá hótelinu. Ekkert hefur spurst til hans síðan þá þrátt fyrir umfangsmikla leit og lögreglurannsókn. Kona Jóns lenti í Dyflinni nokkrum klukkustundum áður en hann hvarf. Fram kemur í frétt Independant að Jón hafi tapað um 4000 evrum í pókermóti kvöldsins. „Ein kenning er að hann hafi lent í árás frá þekktum glæpahópi. En það eru alls konar kenningar. Jón var góður maður, hann myndi ekki gera flugu mein. Hann var stór maður en ekki árásargjarn, ekki reiður. Við teljum ólíklegt að hann hafi lent í einhverjum slagsmálum,“ segir Alan Brady. Þá segir Brady að samstarfið með íslensku lögreglunni hafi verið til fyrirmyndar. „Við sendum lista til íslensku lögreglunnar með fólkinu sem okkur langaði að tala við, og við náðum skýrslu yfir 46 af þeim 58 sem við vildum,“ segir Brady. Að lokum er öllum þeim sem telja sig búa yfir vitneskju um hvarf Jóns Þrastar bent á að hafa samband við lögregluna. Ábendingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is
Leitin að Jóni Þresti Írland Erlend sakamál Lögreglumál Fjárhættuspil Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira