„Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2025 12:16 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að ákvörðun Arctic Fish um flutning fóðurstöðvar verði tekin til baka. Vísir/Vilhelm/Anton Innviðaráðherra segir það gríðarlegt högg fyrir byggðina á Þingeyri að Arctic Fish ætli að flytja fóðurstöð sína á Ísafjörð. Hann ætlar að beita sér fyrir því að ákvörðunin verði dregin til baka og segir samfélagslega sátt þurfa að ríkja um fiskeldi. Greint var frá því á föstudag að laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefði ákveðið að flytja fóðurstöð sína frá Þingeyri við Dýrafjörð til Ísafjarðar. Níu manns starfa við stöðina á Þingeyri sem nú verður sameinuð höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Ákvörðun Arctic Fish hefur vakið hörð viðbrögð og sagði bæjarstjóri Ísafjarðar það sorglegt að fyrirtækið taki þessa ákvörðun sem hafi víðtæk áhrif. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis segir ákvörðunina kjaftshögg. „Verðmætasköpunin hjá þessu fyrirtæki er fyrst og fremst í Dýrafirði. Þetta er algjörlega með hreinum ólíkindum. Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein, engin. Ég skil vel reiði Þingeyrar og ég deili þeirri reiði algjörlega,“ sagði Eyjólfur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að með ákvörðuninni sé verið að skerða lífsgæði íbúa Þingeyrar. Fjölskyldufólk sem hafi komið sér upp húsnæði og sé með börn í leikskóla þurfi nú að keyra 100 kílómetra leið til og frá vinnu allan ársins hring. „Það er verið að koma aftan að fólki, það er verið að koma aftan að íbúum Dýrafjarðar og íbúum Þingeyrar og þeirra sem voru að tala máli fiskeldisins í síðustu kosningabaráttu. Það var ekki auðveld barátta á sínum tíma. Að fyrirtækið skuli voga sér að koma svona fram við Dýrfirðinga og Þingeyringa það finnst mér algjört hneyksli.“ Skorar á fyrirtækið að taka ákvörðunina til baka Hann segir verðmætasköpun fyrirtækisins vera í Dýrafirði og eðlilegt að starfsemin sé staðsett þar. Arctic Fish er með leyfi fyrir 10.000 tonna laxeldi í firðinum „Það verður að vera samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu. Núna ef það á að koma svona fram við brothættar byggðir í firði þar sem verðmætasköpunin á sér stað. Þá er ekki mikil samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu.“ Hann segir málinu ekki lokið af sinni hálfu og segist ætla að beita sér fyrir því að þessi ákvörðun verði tekin til baka. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt, ég skora á fyrirtækið ef þeir ætla að hafa einhverja samfélagslega ábyrgð gagnvart Vestfirðingum, Þingeyringum og Dýrfirðingum að taka þessa ákvörðun til baka.“ Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Vinnumarkaður Flokkur fólksins Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefði ákveðið að flytja fóðurstöð sína frá Þingeyri við Dýrafjörð til Ísafjarðar. Níu manns starfa við stöðina á Þingeyri sem nú verður sameinuð höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Ákvörðun Arctic Fish hefur vakið hörð viðbrögð og sagði bæjarstjóri Ísafjarðar það sorglegt að fyrirtækið taki þessa ákvörðun sem hafi víðtæk áhrif. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis segir ákvörðunina kjaftshögg. „Verðmætasköpunin hjá þessu fyrirtæki er fyrst og fremst í Dýrafirði. Þetta er algjörlega með hreinum ólíkindum. Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein, engin. Ég skil vel reiði Þingeyrar og ég deili þeirri reiði algjörlega,“ sagði Eyjólfur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að með ákvörðuninni sé verið að skerða lífsgæði íbúa Þingeyrar. Fjölskyldufólk sem hafi komið sér upp húsnæði og sé með börn í leikskóla þurfi nú að keyra 100 kílómetra leið til og frá vinnu allan ársins hring. „Það er verið að koma aftan að fólki, það er verið að koma aftan að íbúum Dýrafjarðar og íbúum Þingeyrar og þeirra sem voru að tala máli fiskeldisins í síðustu kosningabaráttu. Það var ekki auðveld barátta á sínum tíma. Að fyrirtækið skuli voga sér að koma svona fram við Dýrfirðinga og Þingeyringa það finnst mér algjört hneyksli.“ Skorar á fyrirtækið að taka ákvörðunina til baka Hann segir verðmætasköpun fyrirtækisins vera í Dýrafirði og eðlilegt að starfsemin sé staðsett þar. Arctic Fish er með leyfi fyrir 10.000 tonna laxeldi í firðinum „Það verður að vera samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu. Núna ef það á að koma svona fram við brothættar byggðir í firði þar sem verðmætasköpunin á sér stað. Þá er ekki mikil samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu.“ Hann segir málinu ekki lokið af sinni hálfu og segist ætla að beita sér fyrir því að þessi ákvörðun verði tekin til baka. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt, ég skora á fyrirtækið ef þeir ætla að hafa einhverja samfélagslega ábyrgð gagnvart Vestfirðingum, Þingeyringum og Dýrfirðingum að taka þessa ákvörðun til baka.“
Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Vinnumarkaður Flokkur fólksins Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira