Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar 28. júní 2025 21:30 Þann 25.06.2025 birti Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi hjá SÞ, grein varðandi viðvarandi stríðsátök í heiminum, allt frá Írak til Gaza. Niðurlag greinarinnar er verðugt: „Þetta er ákall um skynsemi og mannúðlegri utanríkisstefnu – stefnu sem byggir á siðferðilegri ábyrgð, vernd alþjóðalaga og raunverulegum hagsmunum friðar og stöðugleika.“ Vart hefur yfirstandandi umbrotatími undanfarinna mánaða í og út frá Ísraelsríki farið fram hjá mönnum, eða með tilvitnun í greinarhöfund: „Skerandi þögn íslenskra stjórnvalda gagnvart þjóðarmorðinu (áh. mín) sem nú á sér stað í Gaza er líka áhyggjuefni.“ Það er vert að staldra hér ögn við og velta fytrir sér hvort þessi átök eigi sér einhverja sérstöðu og sem þá kalla á skerandi þögn stjórnvalda vestrænnar menningar. Ef litið er til sögu Ísraelsríkis, þá er ljóst að tilverugrundvöllur þess hvílir á grunni Gamla testamentisins, þar sem Ísraelsmenn/Hebrear eru skilgreindir sem útvalin þjóð Guðs. Í því felst að þjóðin skilgreinir sig út frá trúarlegum forsendum. Ólíkt öðrum átökum um auðlindahagsmuni og pólitík þá verða orsakir núverandi átaka við og út frá Mið-Austurlöndum raktar beint til trúartilveruskilgreiningar Ísraels. Nú kann það að skipta litlu þótt eitthvert ríki skilgreini sig á þann háttinn að öðru óbreyttu, en hvað Vesturlönd varðar er því ekki þannig varið, eða svo sé vitnað í fyrrverandi forseta BNA, George W. Bush yngri: „Að berjast gegn Ísrael jafngildir því að berjast gegn Guði sjálfum.“ Þetta viðhorf setur málið í allt annan og illvígari farveg, ekki síst þar sem meginþorri kristinna manna á Vesturlöndum lítur á Ísraelsríki sem útvalda þjóð Guðs sem gegna muni lykilhlutverki við heimsslitin við komu Andkrists og síðan Messíasar í Jerúsalem. Um framtíð Ísraels er einkum fjallað um framtíð þess í spádómsbókum Esekíels og Daníels í Gamla testamentinu. Niðurlag Esekíels varðar Ísrael EF þjóðin heldur trúnaði við Guð, meðan Daníel sýnir hver verða örlög þjóðarinnar EF hún víkur af hinum sanna vegi. Líf og dauði Jesú Krists er haldbær staðfesting á því hversu þjóðin brást. Samkvæmt því telst Ísrael ekki lengur útvalin þjóð Guðs, og hin kristna kirkja, þ.e. samsafn þeirra sem réttlætast fyrir trú sína, óháð kirkju eða trúarstofnun, er komin í staðinn. Þetta er svonefnd staðgengilsguðfræði, eða réttara sagt útskiptingarguðfræði, þar sem Ísrael er alfarið fallið út. Þess er hins vegar vart að vænta, að vestræn menning rísi upp á afturlappirnar vegna þessa þar sem heildarhugmyndin er lykilhutverk Ísraels í hinu guðlega áformi hins ókomna. Nú aðhyllist meginþorri landsmanna (enn) aðild að þjóðkirkjunni, þar sem afstaðan varðandi Ísrael er vægari, þ.e. guðfræði hennar hafnar svokölluðu þúsaldartímabili (amillenialism), en leggur áherslu á svonefnda alþjóðavídd hvað frelsun mannsins varðar, þ.e. kirkjan er opin að segja má í báða enda, sbr. grein Þórðar Guðmundssonar, guðfræðings, hér á www.visir.is þann 22.06.2025, Þjóðkirkja á réttri leið. Hins vegar, með brottnámi trúarstaðla, þá hverfur gildi ákvæða boðorðanna tíu, sem t.d. hér varðar afnám lífs, eða með spurningu Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann?“ Átökin á Gaza og það þjóðarmorð sem þar á sér stað er þannig hægt að skoða í ljósi guðfræði þjóðkirkjunnar sem flýtimeðferð til hinnar miklu sælu, þar sem allir frelsast hvort eð er út frá skilgreiningu alþjóðavíddarinnar. Það eru samkvæmt því engin grundvallarrangindi fólgin í því að myrða, heldur telst slíkt eingöngu samfélagsleg óhagkvæmni. Er þess að vænta að stefna íslenskra stjórnvalda og kirkna svari ákallinu um skynsamari og mannúðlegri stefnu? Er þess að vænta að til komi ábyrgð til raunverulegra friðarhagsmuna og stöðugleika? Trúmál eru eiturblanda í alþjóðapólitík. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ómar Torfason Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 25.06.2025 birti Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi hjá SÞ, grein varðandi viðvarandi stríðsátök í heiminum, allt frá Írak til Gaza. Niðurlag greinarinnar er verðugt: „Þetta er ákall um skynsemi og mannúðlegri utanríkisstefnu – stefnu sem byggir á siðferðilegri ábyrgð, vernd alþjóðalaga og raunverulegum hagsmunum friðar og stöðugleika.“ Vart hefur yfirstandandi umbrotatími undanfarinna mánaða í og út frá Ísraelsríki farið fram hjá mönnum, eða með tilvitnun í greinarhöfund: „Skerandi þögn íslenskra stjórnvalda gagnvart þjóðarmorðinu (áh. mín) sem nú á sér stað í Gaza er líka áhyggjuefni.“ Það er vert að staldra hér ögn við og velta fytrir sér hvort þessi átök eigi sér einhverja sérstöðu og sem þá kalla á skerandi þögn stjórnvalda vestrænnar menningar. Ef litið er til sögu Ísraelsríkis, þá er ljóst að tilverugrundvöllur þess hvílir á grunni Gamla testamentisins, þar sem Ísraelsmenn/Hebrear eru skilgreindir sem útvalin þjóð Guðs. Í því felst að þjóðin skilgreinir sig út frá trúarlegum forsendum. Ólíkt öðrum átökum um auðlindahagsmuni og pólitík þá verða orsakir núverandi átaka við og út frá Mið-Austurlöndum raktar beint til trúartilveruskilgreiningar Ísraels. Nú kann það að skipta litlu þótt eitthvert ríki skilgreini sig á þann háttinn að öðru óbreyttu, en hvað Vesturlönd varðar er því ekki þannig varið, eða svo sé vitnað í fyrrverandi forseta BNA, George W. Bush yngri: „Að berjast gegn Ísrael jafngildir því að berjast gegn Guði sjálfum.“ Þetta viðhorf setur málið í allt annan og illvígari farveg, ekki síst þar sem meginþorri kristinna manna á Vesturlöndum lítur á Ísraelsríki sem útvalda þjóð Guðs sem gegna muni lykilhlutverki við heimsslitin við komu Andkrists og síðan Messíasar í Jerúsalem. Um framtíð Ísraels er einkum fjallað um framtíð þess í spádómsbókum Esekíels og Daníels í Gamla testamentinu. Niðurlag Esekíels varðar Ísrael EF þjóðin heldur trúnaði við Guð, meðan Daníel sýnir hver verða örlög þjóðarinnar EF hún víkur af hinum sanna vegi. Líf og dauði Jesú Krists er haldbær staðfesting á því hversu þjóðin brást. Samkvæmt því telst Ísrael ekki lengur útvalin þjóð Guðs, og hin kristna kirkja, þ.e. samsafn þeirra sem réttlætast fyrir trú sína, óháð kirkju eða trúarstofnun, er komin í staðinn. Þetta er svonefnd staðgengilsguðfræði, eða réttara sagt útskiptingarguðfræði, þar sem Ísrael er alfarið fallið út. Þess er hins vegar vart að vænta, að vestræn menning rísi upp á afturlappirnar vegna þessa þar sem heildarhugmyndin er lykilhutverk Ísraels í hinu guðlega áformi hins ókomna. Nú aðhyllist meginþorri landsmanna (enn) aðild að þjóðkirkjunni, þar sem afstaðan varðandi Ísrael er vægari, þ.e. guðfræði hennar hafnar svokölluðu þúsaldartímabili (amillenialism), en leggur áherslu á svonefnda alþjóðavídd hvað frelsun mannsins varðar, þ.e. kirkjan er opin að segja má í báða enda, sbr. grein Þórðar Guðmundssonar, guðfræðings, hér á www.visir.is þann 22.06.2025, Þjóðkirkja á réttri leið. Hins vegar, með brottnámi trúarstaðla, þá hverfur gildi ákvæða boðorðanna tíu, sem t.d. hér varðar afnám lífs, eða með spurningu Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann?“ Átökin á Gaza og það þjóðarmorð sem þar á sér stað er þannig hægt að skoða í ljósi guðfræði þjóðkirkjunnar sem flýtimeðferð til hinnar miklu sælu, þar sem allir frelsast hvort eð er út frá skilgreiningu alþjóðavíddarinnar. Það eru samkvæmt því engin grundvallarrangindi fólgin í því að myrða, heldur telst slíkt eingöngu samfélagsleg óhagkvæmni. Er þess að vænta að stefna íslenskra stjórnvalda og kirkna svari ákallinu um skynsamari og mannúðlegri stefnu? Er þess að vænta að til komi ábyrgð til raunverulegra friðarhagsmuna og stöðugleika? Trúmál eru eiturblanda í alþjóðapólitík. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun