Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar 28. júní 2025 08:00 Elsta barnið mitt, fætt 1998, lauk menntaskóla eftir fjögur ár af miklum og góðum lærdómi. Efnið var það mikið að sitja þurfti stíft við og langir voru námsdagarnir til að tryggja góðan námsárangur. Tveimur árum síðar fékk miðbarnið þriggja ára kennslu á menntaskólastigi. Það gefur augaleið að því markmiði að kenna fjögurra ára námsefni á þremur árum verður ekki náð að fullu og útkoman er því sú að nemendur fá minni kennslu í menntaskóla nú en áður. Þetta er döpur staðreynd, því í menntaskóla fór, fyrir styttingu náms, fram gríðarlega mikilvæg kennsla, sem enginn hefði átt að missa af. Hvenær fór fram opinber umræða hérlendis um hvort það væri rétt að stytta menntaskólastigið? Lágu einhverjar kannanir fyrir áður en það var ákveðið? Hefði kannski frekar átt að stytta grunnskólastigið? Er kapp ekki stundum betra með forsjá? Nú er þriðja barnið að fóta sig í skólakerfinu. Þá er staðan orðin sú að engar einkunnir eru lengur gefnar, engin leið að vita nákvæmlega hvernig gekk á prófinu. Þess í stað eru nemendur settir í litakóða. Þar virðist staðan vera sú að flestir eru grænir. Þar má gefa sér að nemendur með gömlu einkunnirnar frá 6 til rúmlega 8 séu vel flestir samankomnir. Haldið þið að það skipti ekki máli fyrir börn að vita hvort þau fá 6 eða rúmlega 8 í sama prófinu – og hvort þau hafi bætt sig á milli prófa? Þessu til viðbótar, þá fóru skólaslit þannig fram í vor að við lok 8. bekkjar þá voru engin einkunnabréf afhent börnunum. Engin táknræn lok á heilu námsári. Nemendum bara sagt að skoða litakóða í rafrænni skrá. Ég veit ekki með ykkur, en ég er hugsi yfir þessari stöðu. Erum við að hvetja börnin nægilega í skólakerfinu eða erum við að einblína á meðalmennskuna? Til allrar hamingju þá hefur OECD nú stigið fram og lýst áhyggjum sínum yfir hvernig komið er fyrir okkur. Þá er mögulega von um að loks verði hlustað á áður framkomnar áhyggjuraddir. Höfundur er þriggja barna móðir og forstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórisdóttir Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Elsta barnið mitt, fætt 1998, lauk menntaskóla eftir fjögur ár af miklum og góðum lærdómi. Efnið var það mikið að sitja þurfti stíft við og langir voru námsdagarnir til að tryggja góðan námsárangur. Tveimur árum síðar fékk miðbarnið þriggja ára kennslu á menntaskólastigi. Það gefur augaleið að því markmiði að kenna fjögurra ára námsefni á þremur árum verður ekki náð að fullu og útkoman er því sú að nemendur fá minni kennslu í menntaskóla nú en áður. Þetta er döpur staðreynd, því í menntaskóla fór, fyrir styttingu náms, fram gríðarlega mikilvæg kennsla, sem enginn hefði átt að missa af. Hvenær fór fram opinber umræða hérlendis um hvort það væri rétt að stytta menntaskólastigið? Lágu einhverjar kannanir fyrir áður en það var ákveðið? Hefði kannski frekar átt að stytta grunnskólastigið? Er kapp ekki stundum betra með forsjá? Nú er þriðja barnið að fóta sig í skólakerfinu. Þá er staðan orðin sú að engar einkunnir eru lengur gefnar, engin leið að vita nákvæmlega hvernig gekk á prófinu. Þess í stað eru nemendur settir í litakóða. Þar virðist staðan vera sú að flestir eru grænir. Þar má gefa sér að nemendur með gömlu einkunnirnar frá 6 til rúmlega 8 séu vel flestir samankomnir. Haldið þið að það skipti ekki máli fyrir börn að vita hvort þau fá 6 eða rúmlega 8 í sama prófinu – og hvort þau hafi bætt sig á milli prófa? Þessu til viðbótar, þá fóru skólaslit þannig fram í vor að við lok 8. bekkjar þá voru engin einkunnabréf afhent börnunum. Engin táknræn lok á heilu námsári. Nemendum bara sagt að skoða litakóða í rafrænni skrá. Ég veit ekki með ykkur, en ég er hugsi yfir þessari stöðu. Erum við að hvetja börnin nægilega í skólakerfinu eða erum við að einblína á meðalmennskuna? Til allrar hamingju þá hefur OECD nú stigið fram og lýst áhyggjum sínum yfir hvernig komið er fyrir okkur. Þá er mögulega von um að loks verði hlustað á áður framkomnar áhyggjuraddir. Höfundur er þriggja barna móðir og forstjóri
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun