Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 27. júní 2025 21:47 Kristófer Ingi Kristinsson skoraði þrennu fyrir Breiðablik í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kristófer Ingi Kristinsson átti frábæra innkomu inn í lið Breiðabliks sem vann góðan 1-4 sigur í kvöld en hann skoraði þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og hjálpaði Breiðablik heldur betur í endurkomu gegn Stjörnunni. „Helvíti mikilvægt að vinna bara hérna erfiðan andstæðing í dag. Stjarnan eru búnir að vera helvíti öflugir síðustu leiki og við vissum að þetta yrði erfiður leikur“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson framherji Breiðabliks í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Breiðablik gerði þrefalda skiptingu um miðbik seinni hálfleiks og það tók Kristófer Inga ekki nema um tvær mínútur að setja sitt mark á leikinn og gefa tóninn fyrir það sem koma skyldi. „Við vorum 1-0 undir svo við þurftum mörk. Sem betur fer náði maður að hjálpa liðinu í dag,“ Meiðsli hafa verið að hrjá Kristófer Inga í svolítin tíma en hann er þó vonandi allur að koma til. „Ég er búin að vera meiddu í vetur og er búin að vera vinna mig í gang núna. Er búin að vera aðeins tæpur í kálfanum fyrir leikinn og bara frábært að ná að geta skilað sínu í dag allavega,“ Tobias Thomsen tók út leikbann í kvöld og má segja að Kristófer Ingi hafi svo sannarlega minnt á sig með þessari innkomu í kvöld. „Við erum bara með frábæran hóp og það eru bara allir jafn mikilvægir hvort sem að þeir séu að spila í byrjunarliðinu eða koma inn af bekknum eins og við sáum í dag,“ „Það þarf bara að sinna sínu hlutverki eins og er og ég er auðvitað að koma til baka úr meiðslum og þarf að sanna mig og spila mig í stand. Ég byrja allavega að svara kallinu svona,“ Aðspurður um hversu langt væri í níutíu mínúturnar sagðist Kristófer Ingi nánast vera klár. „Ég er nánast klár. Ég var aðeins tæpur fyrir síðasta leik og hvíldi þann leik en ég er bara klár í næsta leik“ Stjarnan hafði möguleika á að lyfta sér upp fyrir Breiðablik með sigri í kvöld svo þetta var mikilvægur sigur fyrir Breiðablik. „Heldur betur, þetta var bara fáránlega mikilvægur sigur og allir voru að skila sínu. Ef við ætlum að vinna þennan titil þá þurfum við að vinna svona leiki“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson að lokum. Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Sjá meira
„Helvíti mikilvægt að vinna bara hérna erfiðan andstæðing í dag. Stjarnan eru búnir að vera helvíti öflugir síðustu leiki og við vissum að þetta yrði erfiður leikur“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson framherji Breiðabliks í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Breiðablik gerði þrefalda skiptingu um miðbik seinni hálfleiks og það tók Kristófer Inga ekki nema um tvær mínútur að setja sitt mark á leikinn og gefa tóninn fyrir það sem koma skyldi. „Við vorum 1-0 undir svo við þurftum mörk. Sem betur fer náði maður að hjálpa liðinu í dag,“ Meiðsli hafa verið að hrjá Kristófer Inga í svolítin tíma en hann er þó vonandi allur að koma til. „Ég er búin að vera meiddu í vetur og er búin að vera vinna mig í gang núna. Er búin að vera aðeins tæpur í kálfanum fyrir leikinn og bara frábært að ná að geta skilað sínu í dag allavega,“ Tobias Thomsen tók út leikbann í kvöld og má segja að Kristófer Ingi hafi svo sannarlega minnt á sig með þessari innkomu í kvöld. „Við erum bara með frábæran hóp og það eru bara allir jafn mikilvægir hvort sem að þeir séu að spila í byrjunarliðinu eða koma inn af bekknum eins og við sáum í dag,“ „Það þarf bara að sinna sínu hlutverki eins og er og ég er auðvitað að koma til baka úr meiðslum og þarf að sanna mig og spila mig í stand. Ég byrja allavega að svara kallinu svona,“ Aðspurður um hversu langt væri í níutíu mínúturnar sagðist Kristófer Ingi nánast vera klár. „Ég er nánast klár. Ég var aðeins tæpur fyrir síðasta leik og hvíldi þann leik en ég er bara klár í næsta leik“ Stjarnan hafði möguleika á að lyfta sér upp fyrir Breiðablik með sigri í kvöld svo þetta var mikilvægur sigur fyrir Breiðablik. „Heldur betur, þetta var bara fáránlega mikilvægur sigur og allir voru að skila sínu. Ef við ætlum að vinna þennan titil þá þurfum við að vinna svona leiki“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Sjá meira