Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 27. júní 2025 21:47 Kristófer Ingi Kristinsson skoraði þrennu fyrir Breiðablik í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kristófer Ingi Kristinsson átti frábæra innkomu inn í lið Breiðabliks sem vann góðan 1-4 sigur í kvöld en hann skoraði þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og hjálpaði Breiðablik heldur betur í endurkomu gegn Stjörnunni. „Helvíti mikilvægt að vinna bara hérna erfiðan andstæðing í dag. Stjarnan eru búnir að vera helvíti öflugir síðustu leiki og við vissum að þetta yrði erfiður leikur“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson framherji Breiðabliks í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Breiðablik gerði þrefalda skiptingu um miðbik seinni hálfleiks og það tók Kristófer Inga ekki nema um tvær mínútur að setja sitt mark á leikinn og gefa tóninn fyrir það sem koma skyldi. „Við vorum 1-0 undir svo við þurftum mörk. Sem betur fer náði maður að hjálpa liðinu í dag,“ Meiðsli hafa verið að hrjá Kristófer Inga í svolítin tíma en hann er þó vonandi allur að koma til. „Ég er búin að vera meiddu í vetur og er búin að vera vinna mig í gang núna. Er búin að vera aðeins tæpur í kálfanum fyrir leikinn og bara frábært að ná að geta skilað sínu í dag allavega,“ Tobias Thomsen tók út leikbann í kvöld og má segja að Kristófer Ingi hafi svo sannarlega minnt á sig með þessari innkomu í kvöld. „Við erum bara með frábæran hóp og það eru bara allir jafn mikilvægir hvort sem að þeir séu að spila í byrjunarliðinu eða koma inn af bekknum eins og við sáum í dag,“ „Það þarf bara að sinna sínu hlutverki eins og er og ég er auðvitað að koma til baka úr meiðslum og þarf að sanna mig og spila mig í stand. Ég byrja allavega að svara kallinu svona,“ Aðspurður um hversu langt væri í níutíu mínúturnar sagðist Kristófer Ingi nánast vera klár. „Ég er nánast klár. Ég var aðeins tæpur fyrir síðasta leik og hvíldi þann leik en ég er bara klár í næsta leik“ Stjarnan hafði möguleika á að lyfta sér upp fyrir Breiðablik með sigri í kvöld svo þetta var mikilvægur sigur fyrir Breiðablik. „Heldur betur, þetta var bara fáránlega mikilvægur sigur og allir voru að skila sínu. Ef við ætlum að vinna þennan titil þá þurfum við að vinna svona leiki“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson að lokum. Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
„Helvíti mikilvægt að vinna bara hérna erfiðan andstæðing í dag. Stjarnan eru búnir að vera helvíti öflugir síðustu leiki og við vissum að þetta yrði erfiður leikur“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson framherji Breiðabliks í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Breiðablik gerði þrefalda skiptingu um miðbik seinni hálfleiks og það tók Kristófer Inga ekki nema um tvær mínútur að setja sitt mark á leikinn og gefa tóninn fyrir það sem koma skyldi. „Við vorum 1-0 undir svo við þurftum mörk. Sem betur fer náði maður að hjálpa liðinu í dag,“ Meiðsli hafa verið að hrjá Kristófer Inga í svolítin tíma en hann er þó vonandi allur að koma til. „Ég er búin að vera meiddu í vetur og er búin að vera vinna mig í gang núna. Er búin að vera aðeins tæpur í kálfanum fyrir leikinn og bara frábært að ná að geta skilað sínu í dag allavega,“ Tobias Thomsen tók út leikbann í kvöld og má segja að Kristófer Ingi hafi svo sannarlega minnt á sig með þessari innkomu í kvöld. „Við erum bara með frábæran hóp og það eru bara allir jafn mikilvægir hvort sem að þeir séu að spila í byrjunarliðinu eða koma inn af bekknum eins og við sáum í dag,“ „Það þarf bara að sinna sínu hlutverki eins og er og ég er auðvitað að koma til baka úr meiðslum og þarf að sanna mig og spila mig í stand. Ég byrja allavega að svara kallinu svona,“ Aðspurður um hversu langt væri í níutíu mínúturnar sagðist Kristófer Ingi nánast vera klár. „Ég er nánast klár. Ég var aðeins tæpur fyrir síðasta leik og hvíldi þann leik en ég er bara klár í næsta leik“ Stjarnan hafði möguleika á að lyfta sér upp fyrir Breiðablik með sigri í kvöld svo þetta var mikilvægur sigur fyrir Breiðablik. „Heldur betur, þetta var bara fáránlega mikilvægur sigur og allir voru að skila sínu. Ef við ætlum að vinna þennan titil þá þurfum við að vinna svona leiki“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira