Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 16:57 Tækið er það eina sinnar tegundar á Hringbrautinni. Vísir/Vilhelm Eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut er enn óvirkt. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er erfitt að spá fyrir hvenær tækið verði tekið í gagnið á ný en það hefur verið óvirkt í tvær vikur í dag. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir að beðið sé eftir þúsund lítra tanki af helíni en til þess að slökkva á segulómtæki í neyðartilfelli er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. Þegar það er gert er tækið oft ónothæft í einhvern tíma. Þar að auki er þúsund lítra tankur af helíni, eins og gefur að skilja, ekki ódýr. Ekki liggur fyrir hversu mikið þessi tiltekni tankur kostaði en samkvæmt umfangslítilli leit á internetinu getur það numið á þriðju milljón króna. Í dag eru liðnar tvær vikur síðan starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað. Búnaðurinn sogaðist umsvifalaust utan á segulómtækið vegna sterks segulsviðs þess og því þurfti að losa helín til að fá búnaðinn lausan. Til þess að koma tækinu aftur í gang þarf að fylla á helínið með áðurnefndum þúsund lítra tanki. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er ekki ljóst hvenær segulómtækið verður aftur tekið í notkun. Enn er beðið eftir helíninu og þá tekur einhvern tíma að kveikja á segulsviðinu og ofan á það koma prófanir og prufukeyrslur. Landspítalinn hefur þrjú segulómtæki til afnota. Tvö eru á Landspítalanum Fossvogi og eitt á Hringbraut. Þannig er eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut enn ónothæft um óákveðinn tíma. Landspítalinn hefur sagt að þangað til að hægt verði að koma tækinu aftur í gagnið verði segulómskoðunum sem ekki eru nauðsynlegar frestað og þeim fundinn nýr tími. Þeir sem þurfa nauðsynlega að komast í segulómskoðun fái forgang. Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir að beðið sé eftir þúsund lítra tanki af helíni en til þess að slökkva á segulómtæki í neyðartilfelli er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. Þegar það er gert er tækið oft ónothæft í einhvern tíma. Þar að auki er þúsund lítra tankur af helíni, eins og gefur að skilja, ekki ódýr. Ekki liggur fyrir hversu mikið þessi tiltekni tankur kostaði en samkvæmt umfangslítilli leit á internetinu getur það numið á þriðju milljón króna. Í dag eru liðnar tvær vikur síðan starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað. Búnaðurinn sogaðist umsvifalaust utan á segulómtækið vegna sterks segulsviðs þess og því þurfti að losa helín til að fá búnaðinn lausan. Til þess að koma tækinu aftur í gang þarf að fylla á helínið með áðurnefndum þúsund lítra tanki. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er ekki ljóst hvenær segulómtækið verður aftur tekið í notkun. Enn er beðið eftir helíninu og þá tekur einhvern tíma að kveikja á segulsviðinu og ofan á það koma prófanir og prufukeyrslur. Landspítalinn hefur þrjú segulómtæki til afnota. Tvö eru á Landspítalanum Fossvogi og eitt á Hringbraut. Þannig er eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut enn ónothæft um óákveðinn tíma. Landspítalinn hefur sagt að þangað til að hægt verði að koma tækinu aftur í gagnið verði segulómskoðunum sem ekki eru nauðsynlegar frestað og þeim fundinn nýr tími. Þeir sem þurfa nauðsynlega að komast í segulómskoðun fái forgang.
Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22
Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24
Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30