Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 16:57 Tækið er það eina sinnar tegundar á Hringbrautinni. Vísir/Vilhelm Eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut er enn óvirkt. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er erfitt að spá fyrir hvenær tækið verði tekið í gagnið á ný en það hefur verið óvirkt í tvær vikur í dag. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir að beðið sé eftir þúsund lítra tanki af helíni en til þess að slökkva á segulómtæki í neyðartilfelli er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. Þegar það er gert er tækið oft ónothæft í einhvern tíma. Þar að auki er þúsund lítra tankur af helíni, eins og gefur að skilja, ekki ódýr. Ekki liggur fyrir hversu mikið þessi tiltekni tankur kostaði en samkvæmt umfangslítilli leit á internetinu getur það numið á þriðju milljón króna. Í dag eru liðnar tvær vikur síðan starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað. Búnaðurinn sogaðist umsvifalaust utan á segulómtækið vegna sterks segulsviðs þess og því þurfti að losa helín til að fá búnaðinn lausan. Til þess að koma tækinu aftur í gang þarf að fylla á helínið með áðurnefndum þúsund lítra tanki. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er ekki ljóst hvenær segulómtækið verður aftur tekið í notkun. Enn er beðið eftir helíninu og þá tekur einhvern tíma að kveikja á segulsviðinu og ofan á það koma prófanir og prufukeyrslur. Landspítalinn hefur þrjú segulómtæki til afnota. Tvö eru á Landspítalanum Fossvogi og eitt á Hringbraut. Þannig er eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut enn ónothæft um óákveðinn tíma. Landspítalinn hefur sagt að þangað til að hægt verði að koma tækinu aftur í gagnið verði segulómskoðunum sem ekki eru nauðsynlegar frestað og þeim fundinn nýr tími. Þeir sem þurfa nauðsynlega að komast í segulómskoðun fái forgang. Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir að beðið sé eftir þúsund lítra tanki af helíni en til þess að slökkva á segulómtæki í neyðartilfelli er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. Þegar það er gert er tækið oft ónothæft í einhvern tíma. Þar að auki er þúsund lítra tankur af helíni, eins og gefur að skilja, ekki ódýr. Ekki liggur fyrir hversu mikið þessi tiltekni tankur kostaði en samkvæmt umfangslítilli leit á internetinu getur það numið á þriðju milljón króna. Í dag eru liðnar tvær vikur síðan starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað. Búnaðurinn sogaðist umsvifalaust utan á segulómtækið vegna sterks segulsviðs þess og því þurfti að losa helín til að fá búnaðinn lausan. Til þess að koma tækinu aftur í gang þarf að fylla á helínið með áðurnefndum þúsund lítra tanki. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er ekki ljóst hvenær segulómtækið verður aftur tekið í notkun. Enn er beðið eftir helíninu og þá tekur einhvern tíma að kveikja á segulsviðinu og ofan á það koma prófanir og prufukeyrslur. Landspítalinn hefur þrjú segulómtæki til afnota. Tvö eru á Landspítalanum Fossvogi og eitt á Hringbraut. Þannig er eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut enn ónothæft um óákveðinn tíma. Landspítalinn hefur sagt að þangað til að hægt verði að koma tækinu aftur í gagnið verði segulómskoðunum sem ekki eru nauðsynlegar frestað og þeim fundinn nýr tími. Þeir sem þurfa nauðsynlega að komast í segulómskoðun fái forgang.
Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22
Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24
Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30