Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 16:57 Tækið er það eina sinnar tegundar á Hringbrautinni. Vísir/Vilhelm Eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut er enn óvirkt. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er erfitt að spá fyrir hvenær tækið verði tekið í gagnið á ný en það hefur verið óvirkt í tvær vikur í dag. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir að beðið sé eftir þúsund lítra tanki af helíni en til þess að slökkva á segulómtæki í neyðartilfelli er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. Þegar það er gert er tækið oft ónothæft í einhvern tíma. Þar að auki er þúsund lítra tankur af helíni, eins og gefur að skilja, ekki ódýr. Ekki liggur fyrir hversu mikið þessi tiltekni tankur kostaði en samkvæmt umfangslítilli leit á internetinu getur það numið á þriðju milljón króna. Í dag eru liðnar tvær vikur síðan starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað. Búnaðurinn sogaðist umsvifalaust utan á segulómtækið vegna sterks segulsviðs þess og því þurfti að losa helín til að fá búnaðinn lausan. Til þess að koma tækinu aftur í gang þarf að fylla á helínið með áðurnefndum þúsund lítra tanki. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er ekki ljóst hvenær segulómtækið verður aftur tekið í notkun. Enn er beðið eftir helíninu og þá tekur einhvern tíma að kveikja á segulsviðinu og ofan á það koma prófanir og prufukeyrslur. Landspítalinn hefur þrjú segulómtæki til afnota. Tvö eru á Landspítalanum Fossvogi og eitt á Hringbraut. Þannig er eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut enn ónothæft um óákveðinn tíma. Landspítalinn hefur sagt að þangað til að hægt verði að koma tækinu aftur í gagnið verði segulómskoðunum sem ekki eru nauðsynlegar frestað og þeim fundinn nýr tími. Þeir sem þurfa nauðsynlega að komast í segulómskoðun fái forgang. Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir að beðið sé eftir þúsund lítra tanki af helíni en til þess að slökkva á segulómtæki í neyðartilfelli er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. Þegar það er gert er tækið oft ónothæft í einhvern tíma. Þar að auki er þúsund lítra tankur af helíni, eins og gefur að skilja, ekki ódýr. Ekki liggur fyrir hversu mikið þessi tiltekni tankur kostaði en samkvæmt umfangslítilli leit á internetinu getur það numið á þriðju milljón króna. Í dag eru liðnar tvær vikur síðan starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað. Búnaðurinn sogaðist umsvifalaust utan á segulómtækið vegna sterks segulsviðs þess og því þurfti að losa helín til að fá búnaðinn lausan. Til þess að koma tækinu aftur í gang þarf að fylla á helínið með áðurnefndum þúsund lítra tanki. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er ekki ljóst hvenær segulómtækið verður aftur tekið í notkun. Enn er beðið eftir helíninu og þá tekur einhvern tíma að kveikja á segulsviðinu og ofan á það koma prófanir og prufukeyrslur. Landspítalinn hefur þrjú segulómtæki til afnota. Tvö eru á Landspítalanum Fossvogi og eitt á Hringbraut. Þannig er eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut enn ónothæft um óákveðinn tíma. Landspítalinn hefur sagt að þangað til að hægt verði að koma tækinu aftur í gagnið verði segulómskoðunum sem ekki eru nauðsynlegar frestað og þeim fundinn nýr tími. Þeir sem þurfa nauðsynlega að komast í segulómskoðun fái forgang.
Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22
Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24
Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30