Steini frá Straumnesi látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2025 16:19 Steini í Straumnesi með flottan lax. Laxá í Aðaldal Steingrímur Stefánsson, leiðsögumaður í Laxá í Aðaldal og betur þekktur sem Steini frá Straumnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 24. júní síðastliðinn 56 ára gamall. Veiðisamfélagið syrgir goðsögn í laxveiði. „Með sorg í hjarta kveðjum við kæran vin og félaga, Steingrím Stefánsson – Steina frá Straumnesi,“ segir í færslu Laxár í Aðaldal á Facebook. Auk laxveiðinnar var Steini virkur og stoltur félagi í björgunarsveitinni í Aðaldal. „Fregnin hefur skilið eftir sig djúpt tóm í hópi fjölskyldu, vina, samstarfsfólks og veiðimanna sem þekktu hann og nutu samfylgdar hans við Laxá í Aðaldal.“ Steini hafi í 38 ár verið ómissandi hluti af lífi og starfi við Laxá í Aðaldal sem er ein frægasta og vinsælasta laxveiðiá landsins. „Með hlýju, rósemd og einstökum húmor tók hann á móti gestum árinnar og leiddi þá um sín uppáhalds veiðisvæði – staði sem hann þekkti eins og lófann á sér. Fáir þekktu ána betur og unnu störf sín af jafn mikilli ánægju og Steini,“ segir í færslunni. „Hann elskaði ána sína og leið aldrei betur en þegar hann var úti í henni miðri eða á bökkum hennar að liðsinna veiðimönnum. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með Steina og hafa hann í lífi okkar munum sakna hans sárt. Lífið við ána verður ekki samt án hans. Við erum þakklát fyrir öll árin, samfylgdina, hlýjuna og gleðina.“ Meðal þeirra sem minnasta Steina er Gunnar Helgason leikari. „Hann Steini (Steingrímur S Stefansson) var leiðsögumaður okkar bræðra í Aðaldalnum í nokkur ár og hann var svo sérstakur, svo einstakur að það myndaðist djúp vinátta okkar í millum,“ segir Gunnar í færslu á Facebook. „Þegar ég var við tökur á Allra síðasta veiðiferðin eyddum við nokkrum dögum saman við að keyra með ánni, ræða veiðistaði og bera saman bækur okkar. Hans bók var vitaskuld miklu þykkari en mín en hann hlustaði af sinni einstöku þolinmæði þegar ég talaði af mis mikilli visku. Og vináttan dýpkaði.“ Þeir hafi síðustu sumur veitt saman sem makkerar. „Tveir vinir að gera það sem þeim fannst skemmtilegast á uppáhaldsstaðnum okkar. Og hver einustu jól hringdi hann og pantaði bók sem hann vildi gefa í jólagjöf. Dalurinn hefur misst mikið!!!“ Andlát Lax Norðurþing Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
„Með sorg í hjarta kveðjum við kæran vin og félaga, Steingrím Stefánsson – Steina frá Straumnesi,“ segir í færslu Laxár í Aðaldal á Facebook. Auk laxveiðinnar var Steini virkur og stoltur félagi í björgunarsveitinni í Aðaldal. „Fregnin hefur skilið eftir sig djúpt tóm í hópi fjölskyldu, vina, samstarfsfólks og veiðimanna sem þekktu hann og nutu samfylgdar hans við Laxá í Aðaldal.“ Steini hafi í 38 ár verið ómissandi hluti af lífi og starfi við Laxá í Aðaldal sem er ein frægasta og vinsælasta laxveiðiá landsins. „Með hlýju, rósemd og einstökum húmor tók hann á móti gestum árinnar og leiddi þá um sín uppáhalds veiðisvæði – staði sem hann þekkti eins og lófann á sér. Fáir þekktu ána betur og unnu störf sín af jafn mikilli ánægju og Steini,“ segir í færslunni. „Hann elskaði ána sína og leið aldrei betur en þegar hann var úti í henni miðri eða á bökkum hennar að liðsinna veiðimönnum. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með Steina og hafa hann í lífi okkar munum sakna hans sárt. Lífið við ána verður ekki samt án hans. Við erum þakklát fyrir öll árin, samfylgdina, hlýjuna og gleðina.“ Meðal þeirra sem minnasta Steina er Gunnar Helgason leikari. „Hann Steini (Steingrímur S Stefansson) var leiðsögumaður okkar bræðra í Aðaldalnum í nokkur ár og hann var svo sérstakur, svo einstakur að það myndaðist djúp vinátta okkar í millum,“ segir Gunnar í færslu á Facebook. „Þegar ég var við tökur á Allra síðasta veiðiferðin eyddum við nokkrum dögum saman við að keyra með ánni, ræða veiðistaði og bera saman bækur okkar. Hans bók var vitaskuld miklu þykkari en mín en hann hlustaði af sinni einstöku þolinmæði þegar ég talaði af mis mikilli visku. Og vináttan dýpkaði.“ Þeir hafi síðustu sumur veitt saman sem makkerar. „Tveir vinir að gera það sem þeim fannst skemmtilegast á uppáhaldsstaðnum okkar. Og hver einustu jól hringdi hann og pantaði bók sem hann vildi gefa í jólagjöf. Dalurinn hefur misst mikið!!!“
Andlát Lax Norðurþing Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira