Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 26. júní 2025 11:30 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) snýst um mannréttindi. ÖBÍ réttindasamtök vilja enn einu sinni ítreka að SRFF er ekki félagsþjónustu- eða velferðarsamningur, þótt annað mætti skilja af umræðum undanfarinna vikna innan og utan veggja Alþingis. Hafa ber í huga að með lögfestingu er sveitarfélögum landsins ekki falin ný verkefni umfram þau sem þegar hafa verið fest í landslög. Önnur umræða um lögfestinguna hófst á Alþingi í gær og mátti þar greina stuðning flestra ræðumanna við málið. Þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins lýstu þó ítrekað yfir áhyggjum af kostnaði sem gæti fallið á sveitarfélög landsins vegna lögfestingarinnar og vísuðu þar til greiningar sem HLH-ráðgjöf vann fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Gölluð greining Þótt það sé mikilvægt að byggja afstöðu sína á tölulegum gögnum vill ÖBÍ vekja athygli á að greiningin byggir á misskilningi um eðli SRFF og er um margt haldin göllum að mati samtakanna. Komist er að þeirri niðurstöðu í umræddri greiningu að lögfesting geti kostað sveitarfélög á milli 14,1 til 18,6 milljarða króna á ári. Þetta stenst ekki skoðun. ÖBÍ virðist sem hið háa kostnaðarmat greiningarinnar byggi aðallega á því að leggja saman kostnað við alla þá þjónustu sem einstaklingar á biðlistum bíða nú eftir. Þarna er alfarið um að ræða þjónustu sem hinu opinbera er þegar lögskylt að veita á grundvelli laga sem þegar eru í gildi. Það hefur ekkert með lögfestingu SRFF að gera. Niðurstöður greiningarinnar eru settar fram í nokkrum liðum. Gagnlegt væri að fara yfir þær niðurstöður sem vega efnislega þyngst, til þess að sýna fram á galla greiningarinnar og hvers vegna Alþingi ætti ekki að byggja afstöðu sína á henni. Skakkar niðurstöður „Skyldur og kröfur sveitarfélaga um uppbygging þjónustu hafa tekið mið af SRFF.“ SRFF var fullgiltur árið 2016 og með því skuldbatt Ísland sig til að innleiða ákvæði samningsins í íslensk lög og reglugerðir. Þar sem skyldur og kröfur sveitarfélaga um uppbyggingu þjónustu hafa þegar tekið mið af samningnum bendir ekkert til þess að kostnaður eigi að aukast við lögfestingu hans. „Biðlisti eftir sértækri búsetuþjónustu - Rúmlega 400 einstaklingar hafa sótt um slíka þjónustu - Áætlaður kostnaður er um 11, 8ma. kr. á ári.“ Um er ræða skyldur sem hvíla á hinu opinbera nú þegar, óháð lögfestingu samningsins. ÖBÍ ásamt Landssamtökunum Þroskahjálp höfðaði nýlega nokkur dómsmál þar sem krafist er bóta vegna biðar einstaklinga eftir sértæku húsnæði. Lögfesting SRFF myndi ekki breyta neinu hvað varðar grundvöll þessara mála enda bótaskylda í slíkum tilvikum hin sama eftir sem áður. „NPA - Áætlaður viðbótar kostnaður er um 2,3 ma. kr. á ári.“ Aftur, um er ræða skyldur sem hvíla á hinu opinbera nú þegar, óháð lögfestingu samningsins. Þessi kostnaður snýr frekar að viðbótarkostnaði vegna vanfjármögnunar ríkis og sveitarfélaga varðandi þessa þjónustu en SRFF. NPA samningar byggja á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og á reglugerð nr. 1250/2018 um notendastýrða persónulega aðstoð. „Fjölþættur vandi - Þjónusta við börn og fullorðna með fjölþættan vanda kallar á mannaflsþunga þjónustu. Áætlaður kostnaður erum 4,5 ma. kr. á ári.“ Og enn á ný, um er ræða skyldur sem hvíla á hinu opinbera nú þegar, óháð lögfestingu samningsins. Í greiningunni segir enn fremur: „Það eru um 60 einstaklingar með flóknar stuðningsþarfir. Heildarkostnaður við þennan hóp er 4 ma. kr. Viðbótakostnaður -2.3, nettó kostnaður.“ Þetta dæmi hefur einfaldlega ekkert með lögfestingu SRFF að gera, þar sem þessi hópur á nú þegar rétt á viðkomandi þjónustu í samræmi við lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig segir í greiningunni: „Það eru um 40 börn með fjölþættan vanda. Heildarkostnaður þjónustu við þennan hóp er um 3,2 ma. kr. Viðbótakostnaður -2,2 ma. kr.“ Um þetta dæmi gildir það sama og tiltekið er hér að ofan, þetta hefur ekkert með SRFF að gera. Enn fremur bendir ÖBÍ á að ríkið tók nýlega yfir fjarrhagslega ábyrgð á þessum málaflokki frá sveitarfélögum, sbr. samkomulag milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá því í mars sl. Óljós framsetning Það vekur furðu að greiningin sem vísað er til, og er megingrundvöllur allrar andstöðu við lögfestingu SRFF, er sett fram á formi glærukynningar. Efni hennar og forsendur eru í samræmi við það settar fram í stikkorðum og ítarlega umfjöllun um forsendur eða rökstuðning fyrir niðurstöðunum er hvergi að finna. Fyrir vikið er grundvöllur niðurstaðnanna að mati ÖBÍ í besta falli óljós. Sem fyrr segir telur ÖBÍ niðurstöðurnar auk þess byggðar á misskilningi og haldnar verulegum göllum. Nei, Ísland verður ekki gjaldþrota Ísland verður ekki gjaldþrota við að lögfesta SRFF, enda er um mannréttindasamning að ræða, ekki nýja löggjöf um bætta félagsþjónustu. Lögfestingin miðar að því tryggja betur mannretttindi fatlaðs fólks en verið hefur. Haft var eftir höfundi greiningar HLH ráðgjafar í viðtali við mbl.is í upphafi mánaðar að lögfestingin muni þrengja að sveitarfélögunum um að mæta kröfum sem leiða af samningnum. Það geti leitt til þess að fólk höfði mál gegn sveitarfélagi, sem verði þá skaðabótaskylt. Raunin er hins vegar sú að SRFF er ekki félagsþjónustusamningur og þessi meinti aukni kostnaður sem greiningarhöfundur gefur sér forsendur um stafar af verkefnum sem nú þegar eru lögbundin. Skaðabótaskylda yrði óbreytt eftir sem áður þar sem verkefnin eru nú þegar lögbundin. Það hvort ríki og sveitarfélög þurfi að sinna betur þessum lögbundnu skyldum er svo allt annað umræðuefni (þar sem svarið er já, án nokkurs vafa). ÖBÍ réttindasamtök eru reiðubúin til samráðs og samtals um útfærslu á þeim lausnum. Lögum umræðuna Eins og hér hefur verið sýnt fram á er umræðan um lögfestingu SRFF á villigötum. Talað er um kostnað vegna þjónustu sem þegar er lögbundin, vísað er gagnrýnilaust til óljósra gagna og algjörs misskilnings virðist gæta á því hvert eðli SRFF er. Tíðræddur samningurvarðar mannréttindi, mannréttindi sem þegar eru staðar en hafa verið virt að vettugi þegar um ræðir fatlað fólk, slíkt myndi ekki líðast ef um ófatlað fólk væri að ræða. Upprunaleg ástæða fyrir gerð samningsins var sú staðreynd að fatlað fólk nýtur almennra mannréttinda í mun minna mæli en ófatlað fólk. Sem dæmi má nefna að 11. gr. samningsins, sem kveður á um skyldu til að tryggja vernd og öryggi fatlaðs fólks þegar hættuástand ríkir, byggir á þeirri staðreynd að fatlað fólk er fjórum sinnum líklegra en ófatlað fólk til að láta lífið þegar hættuástand á borð við náttúruhamfarir skapast. Annað dæmi, sem hefur ekkert með félagsþjónustu eða aukinn kostnað að gera, birtist í 6. gr. samningsins og varðar ofbeldi gagnvart fötluðum konum og stúlkum. Fatlaðar konur og stúlkur eru mun líklegri en ófatlaðar konur og stúlkur til þess að sæta hvers kyns ofbeldi og mismunun og með samningnum er reynt að jafna stöðu fatlaðra kvenna við ófatlaðar. ÖBÍ minnir á að Alþingi hefur unnið að lögfestingu SRFF til langs tíma. Efni og áhrif samningsins hafa að sama skapi legið fyrir. Alþingi samþykkti hinn 20. mars 2024 þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027 og á meðal aðgerða í áætluninni var lögfesting SRFF. Hinn 4. júlí 2024 samþykkti Alþingi lög um Mannréttindastofnun Íslands en fyrirhuguð lögfesting SRFF var á meðal helstu ástæðna fyrir því að hafist var handa við gerð frumvarps um stofnunina. Frumvarp um lögfestingu SRFF var lagt fram af ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna á síðasta löggjafarþingi. Það sætir því mikilli furðu að þingmenn tveggja þeirra flokka telji ástæðu til að standa í vegi fyrir lögfestingu samningsins nú á þessari stundu. Þá vekur það athygli í allri umræðunni að meiri áhyggjur lúta að því að sveitarfélögin muni ekki ráða við þær auknu kröfur sem fylgja eiga lögfestingunni frekar en áhyggjur af því að sveitarfélögin hafa vanrækt lögbundnar skyldur sínar árum saman. Hvorugt á þó við um lögfestinguna sem slíka. ÖBÍ réttindasamtök kalla eftir málefnalegri umræðu um lögfestingu SRFF sem byggir á staðreyndum og ítrekar ÖBÍ mikilvægi þess að hann verði lögfestur. ÖBÍ skorar á þingmenn alla að styðja við lögfestinguna, afgreiða hana fyrir þinglok og standa með fötluðu fólki. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) snýst um mannréttindi. ÖBÍ réttindasamtök vilja enn einu sinni ítreka að SRFF er ekki félagsþjónustu- eða velferðarsamningur, þótt annað mætti skilja af umræðum undanfarinna vikna innan og utan veggja Alþingis. Hafa ber í huga að með lögfestingu er sveitarfélögum landsins ekki falin ný verkefni umfram þau sem þegar hafa verið fest í landslög. Önnur umræða um lögfestinguna hófst á Alþingi í gær og mátti þar greina stuðning flestra ræðumanna við málið. Þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins lýstu þó ítrekað yfir áhyggjum af kostnaði sem gæti fallið á sveitarfélög landsins vegna lögfestingarinnar og vísuðu þar til greiningar sem HLH-ráðgjöf vann fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Gölluð greining Þótt það sé mikilvægt að byggja afstöðu sína á tölulegum gögnum vill ÖBÍ vekja athygli á að greiningin byggir á misskilningi um eðli SRFF og er um margt haldin göllum að mati samtakanna. Komist er að þeirri niðurstöðu í umræddri greiningu að lögfesting geti kostað sveitarfélög á milli 14,1 til 18,6 milljarða króna á ári. Þetta stenst ekki skoðun. ÖBÍ virðist sem hið háa kostnaðarmat greiningarinnar byggi aðallega á því að leggja saman kostnað við alla þá þjónustu sem einstaklingar á biðlistum bíða nú eftir. Þarna er alfarið um að ræða þjónustu sem hinu opinbera er þegar lögskylt að veita á grundvelli laga sem þegar eru í gildi. Það hefur ekkert með lögfestingu SRFF að gera. Niðurstöður greiningarinnar eru settar fram í nokkrum liðum. Gagnlegt væri að fara yfir þær niðurstöður sem vega efnislega þyngst, til þess að sýna fram á galla greiningarinnar og hvers vegna Alþingi ætti ekki að byggja afstöðu sína á henni. Skakkar niðurstöður „Skyldur og kröfur sveitarfélaga um uppbygging þjónustu hafa tekið mið af SRFF.“ SRFF var fullgiltur árið 2016 og með því skuldbatt Ísland sig til að innleiða ákvæði samningsins í íslensk lög og reglugerðir. Þar sem skyldur og kröfur sveitarfélaga um uppbyggingu þjónustu hafa þegar tekið mið af samningnum bendir ekkert til þess að kostnaður eigi að aukast við lögfestingu hans. „Biðlisti eftir sértækri búsetuþjónustu - Rúmlega 400 einstaklingar hafa sótt um slíka þjónustu - Áætlaður kostnaður er um 11, 8ma. kr. á ári.“ Um er ræða skyldur sem hvíla á hinu opinbera nú þegar, óháð lögfestingu samningsins. ÖBÍ ásamt Landssamtökunum Þroskahjálp höfðaði nýlega nokkur dómsmál þar sem krafist er bóta vegna biðar einstaklinga eftir sértæku húsnæði. Lögfesting SRFF myndi ekki breyta neinu hvað varðar grundvöll þessara mála enda bótaskylda í slíkum tilvikum hin sama eftir sem áður. „NPA - Áætlaður viðbótar kostnaður er um 2,3 ma. kr. á ári.“ Aftur, um er ræða skyldur sem hvíla á hinu opinbera nú þegar, óháð lögfestingu samningsins. Þessi kostnaður snýr frekar að viðbótarkostnaði vegna vanfjármögnunar ríkis og sveitarfélaga varðandi þessa þjónustu en SRFF. NPA samningar byggja á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og á reglugerð nr. 1250/2018 um notendastýrða persónulega aðstoð. „Fjölþættur vandi - Þjónusta við börn og fullorðna með fjölþættan vanda kallar á mannaflsþunga þjónustu. Áætlaður kostnaður erum 4,5 ma. kr. á ári.“ Og enn á ný, um er ræða skyldur sem hvíla á hinu opinbera nú þegar, óháð lögfestingu samningsins. Í greiningunni segir enn fremur: „Það eru um 60 einstaklingar með flóknar stuðningsþarfir. Heildarkostnaður við þennan hóp er 4 ma. kr. Viðbótakostnaður -2.3, nettó kostnaður.“ Þetta dæmi hefur einfaldlega ekkert með lögfestingu SRFF að gera, þar sem þessi hópur á nú þegar rétt á viðkomandi þjónustu í samræmi við lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig segir í greiningunni: „Það eru um 40 börn með fjölþættan vanda. Heildarkostnaður þjónustu við þennan hóp er um 3,2 ma. kr. Viðbótakostnaður -2,2 ma. kr.“ Um þetta dæmi gildir það sama og tiltekið er hér að ofan, þetta hefur ekkert með SRFF að gera. Enn fremur bendir ÖBÍ á að ríkið tók nýlega yfir fjarrhagslega ábyrgð á þessum málaflokki frá sveitarfélögum, sbr. samkomulag milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá því í mars sl. Óljós framsetning Það vekur furðu að greiningin sem vísað er til, og er megingrundvöllur allrar andstöðu við lögfestingu SRFF, er sett fram á formi glærukynningar. Efni hennar og forsendur eru í samræmi við það settar fram í stikkorðum og ítarlega umfjöllun um forsendur eða rökstuðning fyrir niðurstöðunum er hvergi að finna. Fyrir vikið er grundvöllur niðurstaðnanna að mati ÖBÍ í besta falli óljós. Sem fyrr segir telur ÖBÍ niðurstöðurnar auk þess byggðar á misskilningi og haldnar verulegum göllum. Nei, Ísland verður ekki gjaldþrota Ísland verður ekki gjaldþrota við að lögfesta SRFF, enda er um mannréttindasamning að ræða, ekki nýja löggjöf um bætta félagsþjónustu. Lögfestingin miðar að því tryggja betur mannretttindi fatlaðs fólks en verið hefur. Haft var eftir höfundi greiningar HLH ráðgjafar í viðtali við mbl.is í upphafi mánaðar að lögfestingin muni þrengja að sveitarfélögunum um að mæta kröfum sem leiða af samningnum. Það geti leitt til þess að fólk höfði mál gegn sveitarfélagi, sem verði þá skaðabótaskylt. Raunin er hins vegar sú að SRFF er ekki félagsþjónustusamningur og þessi meinti aukni kostnaður sem greiningarhöfundur gefur sér forsendur um stafar af verkefnum sem nú þegar eru lögbundin. Skaðabótaskylda yrði óbreytt eftir sem áður þar sem verkefnin eru nú þegar lögbundin. Það hvort ríki og sveitarfélög þurfi að sinna betur þessum lögbundnu skyldum er svo allt annað umræðuefni (þar sem svarið er já, án nokkurs vafa). ÖBÍ réttindasamtök eru reiðubúin til samráðs og samtals um útfærslu á þeim lausnum. Lögum umræðuna Eins og hér hefur verið sýnt fram á er umræðan um lögfestingu SRFF á villigötum. Talað er um kostnað vegna þjónustu sem þegar er lögbundin, vísað er gagnrýnilaust til óljósra gagna og algjörs misskilnings virðist gæta á því hvert eðli SRFF er. Tíðræddur samningurvarðar mannréttindi, mannréttindi sem þegar eru staðar en hafa verið virt að vettugi þegar um ræðir fatlað fólk, slíkt myndi ekki líðast ef um ófatlað fólk væri að ræða. Upprunaleg ástæða fyrir gerð samningsins var sú staðreynd að fatlað fólk nýtur almennra mannréttinda í mun minna mæli en ófatlað fólk. Sem dæmi má nefna að 11. gr. samningsins, sem kveður á um skyldu til að tryggja vernd og öryggi fatlaðs fólks þegar hættuástand ríkir, byggir á þeirri staðreynd að fatlað fólk er fjórum sinnum líklegra en ófatlað fólk til að láta lífið þegar hættuástand á borð við náttúruhamfarir skapast. Annað dæmi, sem hefur ekkert með félagsþjónustu eða aukinn kostnað að gera, birtist í 6. gr. samningsins og varðar ofbeldi gagnvart fötluðum konum og stúlkum. Fatlaðar konur og stúlkur eru mun líklegri en ófatlaðar konur og stúlkur til þess að sæta hvers kyns ofbeldi og mismunun og með samningnum er reynt að jafna stöðu fatlaðra kvenna við ófatlaðar. ÖBÍ minnir á að Alþingi hefur unnið að lögfestingu SRFF til langs tíma. Efni og áhrif samningsins hafa að sama skapi legið fyrir. Alþingi samþykkti hinn 20. mars 2024 þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027 og á meðal aðgerða í áætluninni var lögfesting SRFF. Hinn 4. júlí 2024 samþykkti Alþingi lög um Mannréttindastofnun Íslands en fyrirhuguð lögfesting SRFF var á meðal helstu ástæðna fyrir því að hafist var handa við gerð frumvarps um stofnunina. Frumvarp um lögfestingu SRFF var lagt fram af ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna á síðasta löggjafarþingi. Það sætir því mikilli furðu að þingmenn tveggja þeirra flokka telji ástæðu til að standa í vegi fyrir lögfestingu samningsins nú á þessari stundu. Þá vekur það athygli í allri umræðunni að meiri áhyggjur lúta að því að sveitarfélögin muni ekki ráða við þær auknu kröfur sem fylgja eiga lögfestingunni frekar en áhyggjur af því að sveitarfélögin hafa vanrækt lögbundnar skyldur sínar árum saman. Hvorugt á þó við um lögfestinguna sem slíka. ÖBÍ réttindasamtök kalla eftir málefnalegri umræðu um lögfestingu SRFF sem byggir á staðreyndum og ítrekar ÖBÍ mikilvægi þess að hann verði lögfestur. ÖBÍ skorar á þingmenn alla að styðja við lögfestinguna, afgreiða hana fyrir þinglok og standa með fötluðu fólki. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar