Samkeppnin tryggir hag neytenda Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. júní 2025 15:02 Matvöruverð á Íslandi hefur hækkað um tæp 6% á undanförnum mánuðum þrátt fyrir styrkingu krónunnar sem vanalega dregur úr verðhækkun á innfluttri vöru. Þetta vekur áleitnar spurningar: Er um tímabundna sveiflu að ræða, eða endurspeglar hækkunin dýpri vandamál í kerfinu? Við þurfum öll að vera vel á verði varðandi verðlag. ASÍ hefur unnið mikilvægt starf í verðlagseftirliti og m.a. þróað smáforritið Nappið, sem gerir fólki kleift að bera saman verð milli verslana með einfaldri skönnun. Um 25 þúsund notendur hafa sótt forritið, og viðtökurnar sýna skýrt að neytendur kalla eftir auknu gagnsæi í verðlagningu. Varðandi nýlegar verðhækkanir skera þrír flokkar matvöru sig sérstaklega úr; kaffi og kakó, grænmeti og ávextir og kjötvörur. Heimsmarkaðsverð á kaffi og kakó hefur hækkað gríðarlega á undanförnum misserum og má aðallega rekja þá þróun til áhrifa loftslagsbreytinga sem hafa valdið uppskerubresti víða um heim. Hér á landi hafa kartöflur hækkað um 20% á undanförnu ári þó heimsmarkaðsverð hafi ekki verið lægra í fjögur ár. Ástæður þess má meðal annars rekja til óhagstæðs veðurfars. Þá hafa grænmetisbændur talað um að hækkun á orkuverði hafi mikil áhrif á reksturinn og má vera að sú hækkun sé komin fram í afurðaverðinu. Að auki hefur mjög skæður plöntusjúkdómur herjað á sítrusávexti og valdið miklum afföllum hjá ræktendum í helstu framleiðslulöndum. Kjötið hækkar sérstaklega Verðhækkun á kjöti þarf að skoða nánar – sérstaklega í ljósi þeirrar umfangsmiklu undanþágu sem innlendum kjötafurðastöðvum var veitt frá ákvæðum samkeppnislaga með breyttum búvörulögum á síðasta ári. Með breytingunum geta afurðastöðvar nú sameinast án eftirlits samkeppnisyfirvalda óháð því hversu mikilli yfirburða samkeppnisstöðu þær eru í, Samkeppniseftirlitið getur ekki rannsakað áhrif samruna á hag neytenda. Þessar breytingar áttu að veita afurðastöðvum tækifæri til þess að hagræða með tilheyrandi ábata fyrir bændur og neytendur. Verðhækkunin vekur hins vegar áleitnar spurningar. Hefur undanþágan verið nýtt til slíkrar hagræðingar – eða til að hækka verð? Frjáls og opin samkeppni er besta leiðin til þess að tryggja neytendum hagstætt verð. Verðhækkun stafar af margvíslegum þáttum eins og hér er rakið en skortur á samkeppni viðheldur hærra verði. Skortur á samkeppni dregur líka úr hvata til nýsköpunar og umbóta sem kemur neytendum til góða. Þess vegna er nú í meðferð Alþingis frumvarp mitt þar sem þessar illa ígrunduðu undanþágur frá samkeppnislögum eru afturkallaðar. Í haust mun ég síðan leggja fram annað frumvarp sem tryggir bændum sambærileg tækifæri til samstarfs og tíðkast í nágrannaríkjunum án þess að mikilvægum leikreglum samkeppninnar sé fórnað. Matarverð kemur okkur öllum við. Það skiptir máli að stjórnvöld séu vakandi fyrir því ef það hækkar óeðlilega mikið. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar á öfluga neytendavernd og virka samkeppni hef ég sett á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins. Verkefni teymisins er að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Höfundur er atvinnuvegaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matvöruverslun Fjármál heimilisins Verðlag Landbúnaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Matvöruverð á Íslandi hefur hækkað um tæp 6% á undanförnum mánuðum þrátt fyrir styrkingu krónunnar sem vanalega dregur úr verðhækkun á innfluttri vöru. Þetta vekur áleitnar spurningar: Er um tímabundna sveiflu að ræða, eða endurspeglar hækkunin dýpri vandamál í kerfinu? Við þurfum öll að vera vel á verði varðandi verðlag. ASÍ hefur unnið mikilvægt starf í verðlagseftirliti og m.a. þróað smáforritið Nappið, sem gerir fólki kleift að bera saman verð milli verslana með einfaldri skönnun. Um 25 þúsund notendur hafa sótt forritið, og viðtökurnar sýna skýrt að neytendur kalla eftir auknu gagnsæi í verðlagningu. Varðandi nýlegar verðhækkanir skera þrír flokkar matvöru sig sérstaklega úr; kaffi og kakó, grænmeti og ávextir og kjötvörur. Heimsmarkaðsverð á kaffi og kakó hefur hækkað gríðarlega á undanförnum misserum og má aðallega rekja þá þróun til áhrifa loftslagsbreytinga sem hafa valdið uppskerubresti víða um heim. Hér á landi hafa kartöflur hækkað um 20% á undanförnu ári þó heimsmarkaðsverð hafi ekki verið lægra í fjögur ár. Ástæður þess má meðal annars rekja til óhagstæðs veðurfars. Þá hafa grænmetisbændur talað um að hækkun á orkuverði hafi mikil áhrif á reksturinn og má vera að sú hækkun sé komin fram í afurðaverðinu. Að auki hefur mjög skæður plöntusjúkdómur herjað á sítrusávexti og valdið miklum afföllum hjá ræktendum í helstu framleiðslulöndum. Kjötið hækkar sérstaklega Verðhækkun á kjöti þarf að skoða nánar – sérstaklega í ljósi þeirrar umfangsmiklu undanþágu sem innlendum kjötafurðastöðvum var veitt frá ákvæðum samkeppnislaga með breyttum búvörulögum á síðasta ári. Með breytingunum geta afurðastöðvar nú sameinast án eftirlits samkeppnisyfirvalda óháð því hversu mikilli yfirburða samkeppnisstöðu þær eru í, Samkeppniseftirlitið getur ekki rannsakað áhrif samruna á hag neytenda. Þessar breytingar áttu að veita afurðastöðvum tækifæri til þess að hagræða með tilheyrandi ábata fyrir bændur og neytendur. Verðhækkunin vekur hins vegar áleitnar spurningar. Hefur undanþágan verið nýtt til slíkrar hagræðingar – eða til að hækka verð? Frjáls og opin samkeppni er besta leiðin til þess að tryggja neytendum hagstætt verð. Verðhækkun stafar af margvíslegum þáttum eins og hér er rakið en skortur á samkeppni viðheldur hærra verði. Skortur á samkeppni dregur líka úr hvata til nýsköpunar og umbóta sem kemur neytendum til góða. Þess vegna er nú í meðferð Alþingis frumvarp mitt þar sem þessar illa ígrunduðu undanþágur frá samkeppnislögum eru afturkallaðar. Í haust mun ég síðan leggja fram annað frumvarp sem tryggir bændum sambærileg tækifæri til samstarfs og tíðkast í nágrannaríkjunum án þess að mikilvægum leikreglum samkeppninnar sé fórnað. Matarverð kemur okkur öllum við. Það skiptir máli að stjórnvöld séu vakandi fyrir því ef það hækkar óeðlilega mikið. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar á öfluga neytendavernd og virka samkeppni hef ég sett á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins. Verkefni teymisins er að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Höfundur er atvinnuvegaráðherra
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun