Hvernig hljómar 100.000 kr. mánaðarlegur samgöngustyrkur? Valur Elli Valsson skrifar 25. júní 2025 12:30 Myndu samgönguvenjur á höfuðborgarsvæðinu líta öðruvísi út ef vinnustaðir myndu bjóða starfsfólki sínu upp á 100.000 kr. samgöngustyrk mánaðarlega fyrir að mæta til vinnu með vistvænum hætti? Já, alveg örugglega. Fjárhagslegur hvati upp á 100.000 kr. á mánuði getur vegið ansi þungt þegar kemur að vali fólks á fararmáta, og þættir eins og áreiðanleiki, ferðatími, þægindi, og aðgengi yrðu líklega aukaatriði í þeim samanburði. Í dag nema skattleysismörk á samgöngustyrkjum fyrirtækja 132.000 kr. á ári (eða 11.000 kr. á mánuði). Vinnustöðum er þó heimilt að veita hærri samgöngustyrki en því sem nemur 11.000 kr. á mánuði, en sá hluti samgöngustyrkja yrði skattlagður. Þessi skattleysismörk hafa þó myndað þak á það hversu háa samgöngustyrki vinnustaðir veita starfsmönnum sínum. Í nýlega afstöðnu meistaraverkefni mínu kom það í ljós að vinnustöðum dettur nánast ekki í hug að veita styrki umfram þessi skattleysismörk, en á sama tíma upplifir stór hluti starfsfólks það að upphæð samgöngustyrkja sé ekki nógu há til að hafa áhrif á hegðun þeirra. En hver yrðu áhrifin af því ef skattleysismörk á samgöngustyrkjum yrðu hækkuð úr 11.000 kr. á mánuði upp í 100.000 kr. á mánuði? Áhrifin á hið opinbera Það mætti halda að áhrifin af slíkum skattalagabreytingum gætu haft neikvæð áhrif á skatttekjur og afkomu ríkissjóðs, þar sem einstaklingar væru að fá ríflegar greiðslur frá vinnuveitendum sínum skattfrjálst, en svo er ekki. Áhrifin á stöðu ríkissjóðs gætu orðið jákvæð ef eitthvað er. Þar sem fyrirtæki greiða starfsmönnum sínum ekki samgöngustyrki umfram skattleysismörkin hafa samgöngustyrkirnir ekki gefið af sér neinar skatttekjur, og yrði engin breyting á því með hærri skattleysismörkum. Útgjöld ríkissjóðs í mörgum stórum málaflokkum gætu hins vegar dregist saman vegna margvíslegra jákvæðra ytri áhrifa. Andleg og líkamleg heilsa fólks myndi batna með aukinni hreyfingu og útiveru, sem myndi draga úr útgjöldum til heilbrigðismála. Minni umferð bíla myndi að auki draga úr umferðartöfum, bæta loftgæði, og draga úr sliti á vegakerfinu. Áhrifin á einstaklinga Jákvæðu áhrifin sem hærri skattleysismörk hefðu á einstaklinga yrðu margþætt. Hið augljósa væri að fólk gæti fengið 100.000 kr. launahækkun fyrir að skipta um fararmáta. Fólk væri að ná inn sinni daglegu hreyfingu sem myndi ekki bara bæta heilsu fólks heldur einnig auka vellíðan, gera fólk tilbúnara til að takast á við vinnudaginn, og hjálpa fólki að losna við streitu vinnudagsins á leiðinni heim. Áhrifin á vinnustaði Kostnaður fyrirtækja til samgöngustyrkja myndi eðlilega aukast, ekki bara vegna þess að kostnaður á starfsmenn yrði hærri heldur einnig þar sem fleiri starfsmenn myndu nýta sér styrkina. En á móti koma ýmsir jákvæðir þættir. Starfsfólk sem mætir í vinnuna með sjálfbærum hætti er tilbúnara í daginn þegar það mætir, svo afköst þeirra ættu að vera meiri en hjá þeim sem keyra í vinnuna hálfsofandi og þurfa tvo kaffibolla til að komast í gang. Í rannsókn frá Finnlandi kemur fram að þeir sem hjóla í vinnuna taka að meðaltali 4,5 færri veikindadaga á ári en þeir sem keyra. Vinnustaðir gætu því nýtt það starfsfólk heillri vinnuviku meira í starfi en þeir sem keyra. Líkur á veikindaleyfum til lengri tíma eru einnig 18% minni hjá þeim sem hjóla til vinnu en hjá þeim sem keyra. Útgjöld vinnustaða í bílastæðamálum ættu einnig að dragast saman, þar sem færri ökumenn væru að nýta bílastæðin. 100.000 kr. í mánaðarlega samgöngustyrki er vissulega ansi há upphæð, og jafnvel óraunhæf, en með því að hækka skattleysismörkin sem um þetta nemur þurfa vinnustaðir ekki að hækka sína styrki. Vinnustaðir gætu haldið sínu striki og boðið áfram upp á 11.000 kr. styrki á mánuði. En þeir vinnustaðir sem raunverulega vilja hafa áhrif á ferðavenjur starfsfólks síns gætu hækkað styrkina sína og þar með hvatt þau til að ferðast með sjálfbærum hætti til vinnu. Höfundur er skipulags- og hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Myndu samgönguvenjur á höfuðborgarsvæðinu líta öðruvísi út ef vinnustaðir myndu bjóða starfsfólki sínu upp á 100.000 kr. samgöngustyrk mánaðarlega fyrir að mæta til vinnu með vistvænum hætti? Já, alveg örugglega. Fjárhagslegur hvati upp á 100.000 kr. á mánuði getur vegið ansi þungt þegar kemur að vali fólks á fararmáta, og þættir eins og áreiðanleiki, ferðatími, þægindi, og aðgengi yrðu líklega aukaatriði í þeim samanburði. Í dag nema skattleysismörk á samgöngustyrkjum fyrirtækja 132.000 kr. á ári (eða 11.000 kr. á mánuði). Vinnustöðum er þó heimilt að veita hærri samgöngustyrki en því sem nemur 11.000 kr. á mánuði, en sá hluti samgöngustyrkja yrði skattlagður. Þessi skattleysismörk hafa þó myndað þak á það hversu háa samgöngustyrki vinnustaðir veita starfsmönnum sínum. Í nýlega afstöðnu meistaraverkefni mínu kom það í ljós að vinnustöðum dettur nánast ekki í hug að veita styrki umfram þessi skattleysismörk, en á sama tíma upplifir stór hluti starfsfólks það að upphæð samgöngustyrkja sé ekki nógu há til að hafa áhrif á hegðun þeirra. En hver yrðu áhrifin af því ef skattleysismörk á samgöngustyrkjum yrðu hækkuð úr 11.000 kr. á mánuði upp í 100.000 kr. á mánuði? Áhrifin á hið opinbera Það mætti halda að áhrifin af slíkum skattalagabreytingum gætu haft neikvæð áhrif á skatttekjur og afkomu ríkissjóðs, þar sem einstaklingar væru að fá ríflegar greiðslur frá vinnuveitendum sínum skattfrjálst, en svo er ekki. Áhrifin á stöðu ríkissjóðs gætu orðið jákvæð ef eitthvað er. Þar sem fyrirtæki greiða starfsmönnum sínum ekki samgöngustyrki umfram skattleysismörkin hafa samgöngustyrkirnir ekki gefið af sér neinar skatttekjur, og yrði engin breyting á því með hærri skattleysismörkum. Útgjöld ríkissjóðs í mörgum stórum málaflokkum gætu hins vegar dregist saman vegna margvíslegra jákvæðra ytri áhrifa. Andleg og líkamleg heilsa fólks myndi batna með aukinni hreyfingu og útiveru, sem myndi draga úr útgjöldum til heilbrigðismála. Minni umferð bíla myndi að auki draga úr umferðartöfum, bæta loftgæði, og draga úr sliti á vegakerfinu. Áhrifin á einstaklinga Jákvæðu áhrifin sem hærri skattleysismörk hefðu á einstaklinga yrðu margþætt. Hið augljósa væri að fólk gæti fengið 100.000 kr. launahækkun fyrir að skipta um fararmáta. Fólk væri að ná inn sinni daglegu hreyfingu sem myndi ekki bara bæta heilsu fólks heldur einnig auka vellíðan, gera fólk tilbúnara til að takast á við vinnudaginn, og hjálpa fólki að losna við streitu vinnudagsins á leiðinni heim. Áhrifin á vinnustaði Kostnaður fyrirtækja til samgöngustyrkja myndi eðlilega aukast, ekki bara vegna þess að kostnaður á starfsmenn yrði hærri heldur einnig þar sem fleiri starfsmenn myndu nýta sér styrkina. En á móti koma ýmsir jákvæðir þættir. Starfsfólk sem mætir í vinnuna með sjálfbærum hætti er tilbúnara í daginn þegar það mætir, svo afköst þeirra ættu að vera meiri en hjá þeim sem keyra í vinnuna hálfsofandi og þurfa tvo kaffibolla til að komast í gang. Í rannsókn frá Finnlandi kemur fram að þeir sem hjóla í vinnuna taka að meðaltali 4,5 færri veikindadaga á ári en þeir sem keyra. Vinnustaðir gætu því nýtt það starfsfólk heillri vinnuviku meira í starfi en þeir sem keyra. Líkur á veikindaleyfum til lengri tíma eru einnig 18% minni hjá þeim sem hjóla til vinnu en hjá þeim sem keyra. Útgjöld vinnustaða í bílastæðamálum ættu einnig að dragast saman, þar sem færri ökumenn væru að nýta bílastæðin. 100.000 kr. í mánaðarlega samgöngustyrki er vissulega ansi há upphæð, og jafnvel óraunhæf, en með því að hækka skattleysismörkin sem um þetta nemur þurfa vinnustaðir ekki að hækka sína styrki. Vinnustaðir gætu haldið sínu striki og boðið áfram upp á 11.000 kr. styrki á mánuði. En þeir vinnustaðir sem raunverulega vilja hafa áhrif á ferðavenjur starfsfólks síns gætu hækkað styrkina sína og þar með hvatt þau til að ferðast með sjálfbærum hætti til vinnu. Höfundur er skipulags- og hagfræðingur.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar