Að reikna veiðigjald af raunverulegum aflaverðmætum Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 25. júní 2025 08:02 Þessa dagana er rætt um um veiðigjöld á Alþingi. Veiðigjöld eru greidd af hagnaði veiða úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, hafinu í kringum Ísland. Þetta er takmörkuð auðlind sem okkur ber að fara vel með og koma í veg fyrir að við göngum of nærri fiskstofnum. Kvótakerfið var sett á á sínum tíma til þess einmitt að stýra veiðum okkar í lögsögu Íslands. Það var ljóst á þeim tíma, og er enn í dag, að kerfið þarf að þróast þannig að meiri sátt muni ríkja um þessa mikilvægu auðlind okkar. Það er mikilvægt að þau fyrirtæki sem starfa í greininni séu stöndug og að greinin heilt yfir standi vel. Það er auðvitað mjög jákvætt að greinin standi vel og það er mikilvægt að við stuðlum að því að svo verði áfram. Það er enda þannig að þrátt fyrir þá leiðréttingu á reiknistofni veiðigjalds sem verið er að innleiða þá verður staða greinarinnar áfram mjög sterk. Tölur sem teknar eru saman fyrir geirann staðfesta það. Þær sýna að hagnaður hans var um 190 milljarðar króna á árunum 2021 til 2023 eftir fjárfestingu upp á 77 milljarða króna og arðgreiðslur upp á 63 milljarða króna. Eigið fé íslensk sjávarútvegs, sá auður sem er eftir inni í fyrirtækjunum utan við allan arðinn sem greiddur hefur verið eigendum, er mjög líklega komið yfir 500 milljarða króna. Hverju er verið að breyta? Það sem er til umræðu á Alþingi er einfaldlega leiðrétting á reiknistofni veiðigjalds. Það er ekki verið að hækka þá prósentu sem myndar veiðigjaldið. Hún verður áfram 33% af afkomu fiskveiða. Það er einfaldlega verið að segja að veiðigjaldið reiknist af raunverulegum aflaverðmætum. Það er verið að horfa til markaðsverðs aflans. Það er mikilvægt að gagnsæi sé í því hvað liggur til grundvallar þegar opinber gjöld eru lögð á og að þau gjöld séu í réttu hlutfalli við verðmætin sem liggja að baki. Hér á landi er ekki aðskilnaður á milli veiða og vinnslu sem gerir það að verkum að fjölmörg fyrirtæki eiga bæði skipin sem eru á veiðum og svo fiskvinnsluna í landi. Þetta gerir það að verkum að það er ekki öruggt að aflinn sé seldur þar á því markaðsverði sem er á viðkomandi afla. Því er milliverðlagning notuð til að reikna verðmæti aflans við uppgjör, til dæmis á launum sjómanna, enda eru sjómenn í hlutaskiptakerfi og fá laun greidd sem hlutfall af aflanum. Þessi leiðrétting hefur hins vegar ekki áhrif á þessa milliverðlagningu og kemur því ekki í veg fyrir að fyrirtækin notist áfram við þá verðlagningu þegar kemur að uppgjöri innan fyrirtækisins. Þó væri að sjálfsögðu eðlilegast að miða við raunveruleg aflaverðmæti, miða við markaðsverð. Í þinglegri meðferð hefur verið gerð tillaga að breytingu á frumvarpinu. Fjölmargar ábendingar komu fram um að lítil og meðalstór fyrirtæki væru verr í stakk búin að takast á við að greiða hærra veiðigjald. Því lagði atvinnuveganefnd Alþingis til breytingatillögu sem felur í sér að frítekjumarki verði breytt á þann veg að afsláttur fari í 65% úr 40% af veiðigjöldum upp í 15 milljónir króna. Auk þess verði afsláttur færður í 45% af næstu 55 milljónunum króna. Með þessu móti er komið til móts við þær áhyggjur sem af þessu hlýst. Sem dæmi má nefna að útgerðir sem borga á bilinu 1-10 milljónir króna í veiðigjald áttu að greiða 58% hærri veiðigjöld samkvæmt upphaflega frumvarpinu. Eftir breytinguna mun hækkun þeirra verða, að meðaltali, um 17%. Þær útgerðir sem munu greiða þorra þeirra viðbótar veiðigjalda sem falla til eru stærstu útgerðir landsins, þær sem velta tugum milljarða króna. Það er afar mikilvægt að þjóðin fái sanngjarnt endurgjald af nýtingu sameiginlegrar auðlindar og að sátt sé aukin um íslenskan sjávarútveg. Íslenskt samfélag þarf að byggja upp þá innviði sem hafa á undanförnum áratug setið á hakanum og endurspeglast í dag í mikilli innviðaskuld. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í atvinnuveganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Þessa dagana er rætt um um veiðigjöld á Alþingi. Veiðigjöld eru greidd af hagnaði veiða úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, hafinu í kringum Ísland. Þetta er takmörkuð auðlind sem okkur ber að fara vel með og koma í veg fyrir að við göngum of nærri fiskstofnum. Kvótakerfið var sett á á sínum tíma til þess einmitt að stýra veiðum okkar í lögsögu Íslands. Það var ljóst á þeim tíma, og er enn í dag, að kerfið þarf að þróast þannig að meiri sátt muni ríkja um þessa mikilvægu auðlind okkar. Það er mikilvægt að þau fyrirtæki sem starfa í greininni séu stöndug og að greinin heilt yfir standi vel. Það er auðvitað mjög jákvætt að greinin standi vel og það er mikilvægt að við stuðlum að því að svo verði áfram. Það er enda þannig að þrátt fyrir þá leiðréttingu á reiknistofni veiðigjalds sem verið er að innleiða þá verður staða greinarinnar áfram mjög sterk. Tölur sem teknar eru saman fyrir geirann staðfesta það. Þær sýna að hagnaður hans var um 190 milljarðar króna á árunum 2021 til 2023 eftir fjárfestingu upp á 77 milljarða króna og arðgreiðslur upp á 63 milljarða króna. Eigið fé íslensk sjávarútvegs, sá auður sem er eftir inni í fyrirtækjunum utan við allan arðinn sem greiddur hefur verið eigendum, er mjög líklega komið yfir 500 milljarða króna. Hverju er verið að breyta? Það sem er til umræðu á Alþingi er einfaldlega leiðrétting á reiknistofni veiðigjalds. Það er ekki verið að hækka þá prósentu sem myndar veiðigjaldið. Hún verður áfram 33% af afkomu fiskveiða. Það er einfaldlega verið að segja að veiðigjaldið reiknist af raunverulegum aflaverðmætum. Það er verið að horfa til markaðsverðs aflans. Það er mikilvægt að gagnsæi sé í því hvað liggur til grundvallar þegar opinber gjöld eru lögð á og að þau gjöld séu í réttu hlutfalli við verðmætin sem liggja að baki. Hér á landi er ekki aðskilnaður á milli veiða og vinnslu sem gerir það að verkum að fjölmörg fyrirtæki eiga bæði skipin sem eru á veiðum og svo fiskvinnsluna í landi. Þetta gerir það að verkum að það er ekki öruggt að aflinn sé seldur þar á því markaðsverði sem er á viðkomandi afla. Því er milliverðlagning notuð til að reikna verðmæti aflans við uppgjör, til dæmis á launum sjómanna, enda eru sjómenn í hlutaskiptakerfi og fá laun greidd sem hlutfall af aflanum. Þessi leiðrétting hefur hins vegar ekki áhrif á þessa milliverðlagningu og kemur því ekki í veg fyrir að fyrirtækin notist áfram við þá verðlagningu þegar kemur að uppgjöri innan fyrirtækisins. Þó væri að sjálfsögðu eðlilegast að miða við raunveruleg aflaverðmæti, miða við markaðsverð. Í þinglegri meðferð hefur verið gerð tillaga að breytingu á frumvarpinu. Fjölmargar ábendingar komu fram um að lítil og meðalstór fyrirtæki væru verr í stakk búin að takast á við að greiða hærra veiðigjald. Því lagði atvinnuveganefnd Alþingis til breytingatillögu sem felur í sér að frítekjumarki verði breytt á þann veg að afsláttur fari í 65% úr 40% af veiðigjöldum upp í 15 milljónir króna. Auk þess verði afsláttur færður í 45% af næstu 55 milljónunum króna. Með þessu móti er komið til móts við þær áhyggjur sem af þessu hlýst. Sem dæmi má nefna að útgerðir sem borga á bilinu 1-10 milljónir króna í veiðigjald áttu að greiða 58% hærri veiðigjöld samkvæmt upphaflega frumvarpinu. Eftir breytinguna mun hækkun þeirra verða, að meðaltali, um 17%. Þær útgerðir sem munu greiða þorra þeirra viðbótar veiðigjalda sem falla til eru stærstu útgerðir landsins, þær sem velta tugum milljarða króna. Það er afar mikilvægt að þjóðin fái sanngjarnt endurgjald af nýtingu sameiginlegrar auðlindar og að sátt sé aukin um íslenskan sjávarútveg. Íslenskt samfélag þarf að byggja upp þá innviði sem hafa á undanförnum áratug setið á hakanum og endurspeglast í dag í mikilli innviðaskuld. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í atvinnuveganefnd.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun