Að reikna veiðigjald af raunverulegum aflaverðmætum Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 25. júní 2025 08:02 Þessa dagana er rætt um um veiðigjöld á Alþingi. Veiðigjöld eru greidd af hagnaði veiða úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, hafinu í kringum Ísland. Þetta er takmörkuð auðlind sem okkur ber að fara vel með og koma í veg fyrir að við göngum of nærri fiskstofnum. Kvótakerfið var sett á á sínum tíma til þess einmitt að stýra veiðum okkar í lögsögu Íslands. Það var ljóst á þeim tíma, og er enn í dag, að kerfið þarf að þróast þannig að meiri sátt muni ríkja um þessa mikilvægu auðlind okkar. Það er mikilvægt að þau fyrirtæki sem starfa í greininni séu stöndug og að greinin heilt yfir standi vel. Það er auðvitað mjög jákvætt að greinin standi vel og það er mikilvægt að við stuðlum að því að svo verði áfram. Það er enda þannig að þrátt fyrir þá leiðréttingu á reiknistofni veiðigjalds sem verið er að innleiða þá verður staða greinarinnar áfram mjög sterk. Tölur sem teknar eru saman fyrir geirann staðfesta það. Þær sýna að hagnaður hans var um 190 milljarðar króna á árunum 2021 til 2023 eftir fjárfestingu upp á 77 milljarða króna og arðgreiðslur upp á 63 milljarða króna. Eigið fé íslensk sjávarútvegs, sá auður sem er eftir inni í fyrirtækjunum utan við allan arðinn sem greiddur hefur verið eigendum, er mjög líklega komið yfir 500 milljarða króna. Hverju er verið að breyta? Það sem er til umræðu á Alþingi er einfaldlega leiðrétting á reiknistofni veiðigjalds. Það er ekki verið að hækka þá prósentu sem myndar veiðigjaldið. Hún verður áfram 33% af afkomu fiskveiða. Það er einfaldlega verið að segja að veiðigjaldið reiknist af raunverulegum aflaverðmætum. Það er verið að horfa til markaðsverðs aflans. Það er mikilvægt að gagnsæi sé í því hvað liggur til grundvallar þegar opinber gjöld eru lögð á og að þau gjöld séu í réttu hlutfalli við verðmætin sem liggja að baki. Hér á landi er ekki aðskilnaður á milli veiða og vinnslu sem gerir það að verkum að fjölmörg fyrirtæki eiga bæði skipin sem eru á veiðum og svo fiskvinnsluna í landi. Þetta gerir það að verkum að það er ekki öruggt að aflinn sé seldur þar á því markaðsverði sem er á viðkomandi afla. Því er milliverðlagning notuð til að reikna verðmæti aflans við uppgjör, til dæmis á launum sjómanna, enda eru sjómenn í hlutaskiptakerfi og fá laun greidd sem hlutfall af aflanum. Þessi leiðrétting hefur hins vegar ekki áhrif á þessa milliverðlagningu og kemur því ekki í veg fyrir að fyrirtækin notist áfram við þá verðlagningu þegar kemur að uppgjöri innan fyrirtækisins. Þó væri að sjálfsögðu eðlilegast að miða við raunveruleg aflaverðmæti, miða við markaðsverð. Í þinglegri meðferð hefur verið gerð tillaga að breytingu á frumvarpinu. Fjölmargar ábendingar komu fram um að lítil og meðalstór fyrirtæki væru verr í stakk búin að takast á við að greiða hærra veiðigjald. Því lagði atvinnuveganefnd Alþingis til breytingatillögu sem felur í sér að frítekjumarki verði breytt á þann veg að afsláttur fari í 65% úr 40% af veiðigjöldum upp í 15 milljónir króna. Auk þess verði afsláttur færður í 45% af næstu 55 milljónunum króna. Með þessu móti er komið til móts við þær áhyggjur sem af þessu hlýst. Sem dæmi má nefna að útgerðir sem borga á bilinu 1-10 milljónir króna í veiðigjald áttu að greiða 58% hærri veiðigjöld samkvæmt upphaflega frumvarpinu. Eftir breytinguna mun hækkun þeirra verða, að meðaltali, um 17%. Þær útgerðir sem munu greiða þorra þeirra viðbótar veiðigjalda sem falla til eru stærstu útgerðir landsins, þær sem velta tugum milljarða króna. Það er afar mikilvægt að þjóðin fái sanngjarnt endurgjald af nýtingu sameiginlegrar auðlindar og að sátt sé aukin um íslenskan sjávarútveg. Íslenskt samfélag þarf að byggja upp þá innviði sem hafa á undanförnum áratug setið á hakanum og endurspeglast í dag í mikilli innviðaskuld. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í atvinnuveganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er rætt um um veiðigjöld á Alþingi. Veiðigjöld eru greidd af hagnaði veiða úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, hafinu í kringum Ísland. Þetta er takmörkuð auðlind sem okkur ber að fara vel með og koma í veg fyrir að við göngum of nærri fiskstofnum. Kvótakerfið var sett á á sínum tíma til þess einmitt að stýra veiðum okkar í lögsögu Íslands. Það var ljóst á þeim tíma, og er enn í dag, að kerfið þarf að þróast þannig að meiri sátt muni ríkja um þessa mikilvægu auðlind okkar. Það er mikilvægt að þau fyrirtæki sem starfa í greininni séu stöndug og að greinin heilt yfir standi vel. Það er auðvitað mjög jákvætt að greinin standi vel og það er mikilvægt að við stuðlum að því að svo verði áfram. Það er enda þannig að þrátt fyrir þá leiðréttingu á reiknistofni veiðigjalds sem verið er að innleiða þá verður staða greinarinnar áfram mjög sterk. Tölur sem teknar eru saman fyrir geirann staðfesta það. Þær sýna að hagnaður hans var um 190 milljarðar króna á árunum 2021 til 2023 eftir fjárfestingu upp á 77 milljarða króna og arðgreiðslur upp á 63 milljarða króna. Eigið fé íslensk sjávarútvegs, sá auður sem er eftir inni í fyrirtækjunum utan við allan arðinn sem greiddur hefur verið eigendum, er mjög líklega komið yfir 500 milljarða króna. Hverju er verið að breyta? Það sem er til umræðu á Alþingi er einfaldlega leiðrétting á reiknistofni veiðigjalds. Það er ekki verið að hækka þá prósentu sem myndar veiðigjaldið. Hún verður áfram 33% af afkomu fiskveiða. Það er einfaldlega verið að segja að veiðigjaldið reiknist af raunverulegum aflaverðmætum. Það er verið að horfa til markaðsverðs aflans. Það er mikilvægt að gagnsæi sé í því hvað liggur til grundvallar þegar opinber gjöld eru lögð á og að þau gjöld séu í réttu hlutfalli við verðmætin sem liggja að baki. Hér á landi er ekki aðskilnaður á milli veiða og vinnslu sem gerir það að verkum að fjölmörg fyrirtæki eiga bæði skipin sem eru á veiðum og svo fiskvinnsluna í landi. Þetta gerir það að verkum að það er ekki öruggt að aflinn sé seldur þar á því markaðsverði sem er á viðkomandi afla. Því er milliverðlagning notuð til að reikna verðmæti aflans við uppgjör, til dæmis á launum sjómanna, enda eru sjómenn í hlutaskiptakerfi og fá laun greidd sem hlutfall af aflanum. Þessi leiðrétting hefur hins vegar ekki áhrif á þessa milliverðlagningu og kemur því ekki í veg fyrir að fyrirtækin notist áfram við þá verðlagningu þegar kemur að uppgjöri innan fyrirtækisins. Þó væri að sjálfsögðu eðlilegast að miða við raunveruleg aflaverðmæti, miða við markaðsverð. Í þinglegri meðferð hefur verið gerð tillaga að breytingu á frumvarpinu. Fjölmargar ábendingar komu fram um að lítil og meðalstór fyrirtæki væru verr í stakk búin að takast á við að greiða hærra veiðigjald. Því lagði atvinnuveganefnd Alþingis til breytingatillögu sem felur í sér að frítekjumarki verði breytt á þann veg að afsláttur fari í 65% úr 40% af veiðigjöldum upp í 15 milljónir króna. Auk þess verði afsláttur færður í 45% af næstu 55 milljónunum króna. Með þessu móti er komið til móts við þær áhyggjur sem af þessu hlýst. Sem dæmi má nefna að útgerðir sem borga á bilinu 1-10 milljónir króna í veiðigjald áttu að greiða 58% hærri veiðigjöld samkvæmt upphaflega frumvarpinu. Eftir breytinguna mun hækkun þeirra verða, að meðaltali, um 17%. Þær útgerðir sem munu greiða þorra þeirra viðbótar veiðigjalda sem falla til eru stærstu útgerðir landsins, þær sem velta tugum milljarða króna. Það er afar mikilvægt að þjóðin fái sanngjarnt endurgjald af nýtingu sameiginlegrar auðlindar og að sátt sé aukin um íslenskan sjávarútveg. Íslenskt samfélag þarf að byggja upp þá innviði sem hafa á undanförnum áratug setið á hakanum og endurspeglast í dag í mikilli innviðaskuld. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í atvinnuveganefnd.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun